Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 25
Umhverfis jörðina..frh. Mér tókst aö skrapa saman uppí rútufargjaldið til Reykjavíkur meö því aö safna saman klinki í ýmsum gjaldeyri - viö litla hrifningu bílstjórans, - og þar meö var þessarri heimsreisu lokiö og ég komin heim gjörsamlega staurblönk! EFTIRMÁLI Ég var svo heppin aö fá stax afleysingavinnu í apóteki eftir áramótin, svo það var fljótt ráöin bót á blankheitunum. En fyrst fór ég heim í Miöhús og uppgötvaði aö heima er best og fallegast! Jörö var snævi þakin og þaö voru froststillur fram aö jólum. Himininn eldrauöur allan daginn meöan sólin skreið rétt yfir sjóndeildarhringnum. Fallegri sólroöa haföi ég ekki séö á öllum mínum feröum! Og síöan komu blessuð jólin í faömi fjölskyldunnar. Aö hálfu ári liönu var ég svo komin á kaf í „íslenska drauminn", búin aö kaupa mér íbúö, komin í sambúö, í framtíðarvinnu og á leið upp metoröastigann í faginu. - Já, hvaö væri lífið án tilbreytinga?! - Hvaö sem annars má segja um ferðalög sem þessi, held ég aö flestir hafi gott af því aö skoöa sig um í veröldinni og víkka sjóndeildarhringinn. „Hætturnar" eru ekki til að hafa áhyggjur af, því ef Heima er best. menn hafa venjulegan skammt af almennri skynsemi fara þeir sér ekkert frekar aö voöa í Ástralíu en á íslandi, nema síöur sé. Fyrir mitt leiti vildi ég ekki hafa misst af einum degi og ég vona aö ég eigi eftir aö sjá meira af veröldinni - seinna.- Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri. Undirrituð þakkar lesendum Litla-Begga þolinmæöina þessi fjögur ár sem ferðasagan hefur veriö fastur liður í blaöinu. Ferðakort yfir síðasta hluta ferðarinrar frá N.Z. og heim. Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.