Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 19
Lionsklúbburinn Geysir Lionsklúbburinn Geysir hefur staðið fyrir söfnunum og gjöfum til ýmissa líknarmála undanfarin ár. í dag eru klúbbfélagar 16. Klúbburinn var stofnaður 1984 og verður hann því 10 ára í ár. Meðal annars gáfum við hlut í eyrnaþrýstitæki ásamt Kvenfélaginu og fleiri aðilum. Einnig gaf klúbburinn brunavarnakerfi í félagsheimilið Aratungu að upphæð 200.000.- með vinnu félagsmanna. Síðastliðin tvö ár hefur klúbburinn gefið 90.000.- kr. til styrktar einstaklingum. Aðal fjársöfnun klúbbsins er með perusölunni í nóvember og hefur salan gengið mjög vel og verið vel tekið. Nú er orðinn árviss viðburður að Lionsklúbburinn fari inn á afrétt með heybagga til að loka rofabörðum. Síðastliðið vor fór klúbbburinn með einn vörubíl af rúlluböggum til Árbúða og setti í börð og norðan megin við húsið. Undanfarin ár hafa Lionsklúbbarnir staðið í söfnun í tengslum við alþjóða Lionshreyfinguna sem nefnist SightFirst, sem hefur það að markmiði að útrúma 80% af blindu í heiminum og er markmiðið að safna 9.900.- kr á hvern virkan félagsmann. Á einu árið verða 1.6 millionir manns blindu að bráð sem hægt er að lækna. 80% af öllum sjónskaða er af ástæðum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir eða vegna læknanlegra sjúkdóma, blindir að óþörfu. 32 milljónir manna eru dæmdirtil að lifa í myrkri allt sitt líf, vegna þess að fjármagn vantar til að kaupa ódýr lyf og einföld lækningatæki. Þessu starfi lýkur árið 1994. Lionsklúbburinn þakkar góðan stuðning sveitunga sinna með von um gott samstarf í framtíðinni. F.h. Lionsklúbbsins Geysis, Jón Harrý Njarðarson. r Járnsmíðavinna Jámsmíðavinna > Tek aö mér ýmsa járnsmíðavinnu. Stálgrindur, hlið, hurðir og fleira. Upplýsingar í símum: 98-611777 og 985-34362. Haraldur R. Haraldsson. Réttu megin inð strikið með Reglubundnum spamaði Reglubundinn sparnaður - RS - er einfalt og sveigjanlegt sparnadarkerfi sem hentar ollum þeim sem hafa áhuga á að vera réttu megin við strikið i fjármálum. Ávinningurinn er margfaldur: Þú eignast sparifé og ávaxtar það með öruggum og arðbærum hætti, átt greiðari aðgang ad lánsfé, kemst í hóp bestu viðskiptavina bankans og nærð betri tökum á fjármálum þínum en nokkru sinni fyrr. Allt sem til þarf er að semja við bankann um að millifæra ákveðna upphæð reglulega inn á Grunn, Landsbók, Kjörbók eða Spariveltu sem saman mynda RS. W*/ Rcgluljuiidiiui M-/0 spamaður Við inngöngu í RS færðu þægilega fjárhagsáætlunar- möppu fyrir heimilið og fjölskylduna. Viltu stofna þinn eigin lífeyrissjóð, spara fyrir ákveðnum útgjöldum, leggja grunn að þægilegri fjármögnun húsnædis, tryggja þér skattafslátt, ávinna þér lánsrétt og tryggja þér örugga afburða ávöxtun hvort sem þú vilt spara í lengri eða skemmri tíma? L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Allar nánari upplýsingar fást í ítarlegum bæklingi sem liggur frammi í næstu afgreiðslu Landsbankans Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.