Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 16
Frásögn frá Kili Eftir Svein Kristjánsson. Oft myndast mikiö sálrænt samband milli manns og hests, ef maðurinn gerir sér far um aö skilja hestinn og vekja traust hans fær hann þaö ævinlega endurgoldiö. Þó tekur þaö stundum all langan tíma, langa samveru, aö fá traust hestsins. Meöan öll feröalög um landið fóru fram á hestum gáfust oft góö tækifæri til slíkrar kynningar, því feröamaöurinn og hesturinn hans hafa miklu meira samneyti en algengt er um aðrar óskyldar verur. Til aö mynda í fjallferðum og langferöum nær hvorugur til neins annars, maðurinn til hestsins og hersturinn til mannsins. Sjálfur hef ég sjaldan veriö í langferöum á hestum, en ég var tvö sumur viö fjárvörslu inná öræfum, norður á Kili sumurin 1937 og 1938, fyrstu sumurin sem fjárvarsla var þar í sambandi viö mæðiveikina. Var þá til aö byrja meö engin giröing þar um slóðir, og höföum viö aðallega bækistöö Höfundur sýnir Sveini bróður sínum í Efra-Langholti torfuna sem bœkistöð varðmanna var á. okkar innst meö Þegjanda norður undir Seyöisá, 6 - 7 km norðaustur af Hveravöllum. Ég haföi sama hestinn bæöi sumurin, brúnan hest sem ég átti en var fæddur og uppalinn hjá Sveini, móöurbróöur mínum, Hrafnkelsstöðum. Viö vorum oft langtímum einir saman, ég og hesturinn. Fann ég þá best hvaö náiö sálrænt samband getur myndast milli manns og hests. Brúnn var harðfrískur klárhestur og hlaupari mikill. Kom þaö sér oft vel hve fljótur hann var aö komast fyrir kindur, því oft lenti maöur í erfiöum eltingum á ógreiöum vegi. Viö hittum oft veröina viö Blöndu, sem bæöi voru húnvetnskir og skagfirskir hestamenn. Þeir lögöu mikiö fyrir sig tamningar meö fjárvörslunni og áttu góöa hesta. Hleyptu þeir oft undir mig, er ég var meö þeim á Brún, en aldrei man ég eftir aö hann léti í minni pokann fyrir þeim. Eitt atvik langar mig aö minnast á í sambandi viö Brún. Það var 25. ágúst 1938 aö viö verðirnir vorum búnir aö vera í erfiðri smalamennsku um daginn vestur um Dalafjöll og Búrfjöll. Dagana á undan var þoka og dimmviðri og gátum viö því ekki varið. Þennan dag rákum viö noröanféö langt noröur í Seyöisárdrög. Nokkrar kindur aö noröan fundum viö saman viö sunnanfé í Þjófadölum. Settum viö þær í rétt, sem þar var. Vissum viö ekki hvort viö mættum reka þær norður eöa ættum aö lóga þeim. Teitur Eyjólfsson, bóndi í Eyvindartungu í Laugardal, var yfirmaður okkar og þurftum viö aö fá úrskurö hans í þessu efni. Ég var í fyrirsvari fyrir varömennina og varö því aö hafa forgöngu um þetta. Ég kom ekki heim aö tjöldum fyrr en klukkan aö ganga 12 um kvöldið. Ég var meö annan hest meö Brún um daginn svo ég gat hlíft honum nokkuö. Skeyti varö aö komast til Teits í Eyvindartungu næsta dag. Þá var hvorki bíll né sími aö grípa til, en talstöð var í Hvítárnesi, sem haföi samband viö Geysi tvisvar á sólarhring, kl. 8 aö morgni og kl. 7 aö kvöldi. Varö skeytið að vara komið suöur í Hvítárnes fyrir kl. 8 næsta morgun. Ég fór nú aö athuga allar aðstæður meö aö koma skeytin og komst að þeirri niöurstööu aö ég gæti engan beðiö um aö fara þetta um nóttina og yröi aö gera þaö sjálfur. Ég var orðinnmjög þreyttur eftir miklar fjallgöngur og erfiðan dag, en ekki þýddi um þaö aö fást. Lét ég svo Brún inn í hesthúsið, gaf honum heytuggu og mjöl en sleppti hinum hestinum og lagðimig sjálfur stundarkorn. Klukkan aö ganga þrjú rís ég, bý mig í skyndi, tek mér nestisbita, legg á Brún og ríö af staö. Segi ég viö hann: „Nú verðum viö aö ná í Hvítárnes fyrir kl. 8, Brúnn minn“. Þaö var hálf dimmt en þó dálítil skíma af minnkandi tungli en gott veöur. Okkur miðaði allvel. Ég afréö aö fara heldur suöur Kjalhraun en um Þjófadali. Þaö er mun styttra. Ég sté af baki syöst í Rjúpnafelli stutta stund. Þá var aö byrja að birta af degi. Viö lögðum svo á Hraunið. Brúnn var hraðstígur og öruggur, en ógreiö fannst mér leiðin. Þegar viö komum suöur undir Kjalfell fannst mér Brúnn fara aö letjast, svo þaö vaknaði hjá mér kvíöi Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.