Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 15
Knattspyrnumaður ársins
Þegar kom aö því aö kjósa knattspyrnumann
ársins var úr vöndu aö ráöa. Margir góöir og ólíkir
komu til greina. Menn skila mismunandi hlutverki í
liöi og allir hafa sína kosti. Þaö var þó hann Georg
Hilmarsson sem mér fannst heiðurinn eiga skiliö í ár
og fær þennan titil fyrir góöa knattmeöferö, aö
gefast aldrei upp og prúömennsku innan sem utan
vallar. Til hamingju Georg. Helst vildi ég getað nefnt
alla meö nafni og hrósaö en þaö er liklega ekki
hægt. Mig langar þó til aö hrósa Hilmari
Ragnarssyni sem er í liöi meö Georg. Þó ekki fari
eins mikiö fyrir honum og Georg þá var hann
traustur klettur í vörninni og tók miklum framförum
síöasta sumar.
Hjörtur Fr. Vigfússon
Körfuknattkeiksmaður ársins
Körfuboltamaöur ársins er Eva Sæland og er vel
aö þeim titli komin. Dugnaöur ásamt bjartsýni gerir
hana aö góöum körfuboltamanni sem á þó margt
eftir ólært og á framtíðina fyrir sér. Eva hefur rétta
skapferliö til aö ná langt og þaö er virkilega gaman
aö segja henni til því aö hún tekur vel eftir og breytir
samkvæmt því. Vona ég aö hún sem og margir
aðrir körfuboltamenn haldi áfram aö æfa sig þó aö
þeir séu á leiðinni á nýjar slóöir.
Margir komu upp í hugann, stelpur sem strákar,
þegar ég fór aö hugsa um körfuboltamann ársins og
margir gætu náö langt. Ólafur Bjarni Loftsson er
einn þeirra, en hann er sá drengur sem hefur sýnt
einna mestu framfarir í vetur.
Meö von um aö körfuboltinn haldi áfram aö
blómstra.
Hjörtur Fr. Vigfússon
Stjórn og nefndir
Aðalstjórntjórn
Formaöur: Áslaug Sveinbjörnsdóttir
Gjaldkeri: Þóröur Halldórsson
Ritari Matthildur Róbertsdóttir
v.Margrét Sverrisdóttir
Frjálsíþróttanefnd
Áslaug Sveinbjörnsdóttir
Matthildur Róbertsdóttir
Þórhildur Oddsdóttir
v.Anna Björg Þorláksdóttir
Boltanefnd úti
Hjörtur Freyr Vigfússon
Davíö Ólafsson
Geir Guðmundsson
v. Ingvi Þorfinnsson
Boltanefnd inni
Hjörtur Freyr Vigfússon
Fannar Ólafsson
Eva Sæland
v. Jónas Unnarsson
Sundnefnd
Margrét Sverrisdóttir
Þórey Helgadóttir
Axel Sæland
v. Guöni Páll Sæland
Skáknefnd
Bjarni Kristinsson
Jónas Unnarsson
Þröstur Gylfason
v. Grímur Bjarnason
Borðtennisnefnd
Gústaf Sæland
Þorvaldur Skúli
Pálsson
Guöni Páll Sæland
v. Ingimar Ari Jensson
Sund
Sund er ekki í tísku í dag, en þó eigum viö mjög
hæfa og fríska krakka sem hafa staðið sig vel á
árinu.
Sundæfingar voru í apríl, maí og fram aö
aldursfókkamóti HSK sem haldið var í Þorlákshöfn
14 15 júní.
Á þessum æfingum var mikið æft undir stjórn
Elísabetar Kristjánsdóttur. Mæting var alveg
þolanleg, svona 10-14 krakkar sem mættu.
Viö tókum þátt í aldursflokkamótinu í Þorlákshöfn.,
en þangaö fóru 5 krakkar sem stóöu sig mjög vel,
en þaö voru þau Þórey Helgadóttir, Áslaug Rut
Kristinsdóttir, Ketill Helgason, Guöjón Smári
Guðjónsson og Axel Sæland. Þau komu heim meö
2 gull, 2 silfur og 3 brons.
Viö drifum okkur aftur af staö og fórum á
Unglingamót HSK sem haldið var á Selfossi 30 okt.
Þangaö fóru 11 krakkar en nú voru allir óæföir og
sumir aö keppa í fyrsta sinn.en allt gekk þetta vel og
var um aö gera aö hafa gaman af. Viö höluðum inn
23 stig og lentum í 3. sæti, komum heim meö 2 gull
og eitt silfur.
Viö höfum mjög efnileg krakka í sundi hér og er
bara aö vera duglegri aö fá þau til starfa.
Margrét Sverrisdóttir
S
Islandsmeistarar 1993
Frjálsíþróttir
MÍ. 15-18 ára inni
Róbert E. Jensson 50 m gr. hlaup 7,1 sek.
Róbert E. Jensson Hástökk 1.85 m.
Ml. 22 ára og yngri inni
Tómas G. Gunnarsson MÍ. aðalhluti inni Stangar st. 3.80 m.
Róbert Einar Jensson MÍ. 15-18 ára úti. Hástökk 1.90 m.
Róbert E. Jensson 110 m gr. 16,1 sek.
Róbert E. Jensson 300 m gr. 43,6 sek.
Sveit HSK Róbert 4x100 m 49,3 sek.
MÍ. 22 ára og yngri úti Róbert Einar Jensson 110 m gr. 16,6 sek.
Tómas G. Gunnarsson Stangarst. 3.80 m.
Borðtennis
íslandsmót ungiinga
Einliðaleikur14-15 ára :
Einar Páll Mímisson
Tvíliðaleikur:
Ingimar Ari Jensson og Þorvaldur Skúli Pálsson
Litli - Bergþór 15