Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 18
Leiksýning Umf. Bisk. Ingveldur á Iðavöllum. Að neðan: Margrét Oddsdóttir og Egill Jónasson í hlutverkum sínum. Leikdeild U.M.F. Bisk. frumsýndi föstudagskvöldið 25. ferbúar leikritiö Ingveldur á Iðavöllum eftir Hólmfríður Bjarnadóttir og Egill Jónasson. Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur. Tónlist er eftir Árna Hjartarson. Leikstjóri er Signý Pálsdóttir. Tónlistarútsetningar og tónlistarstjórn annast Hilmar Örn Agnarsson og sér hann um hljóðfæraleik í sýningunni ásamt Hirti Hjartarsyni og Unu Hjartardóttur. Sautján leikendur taka þátt í sýningunni auk fjölda aðstoðarfólks. Æfingar hófust 4. janúar og var æft 6 daga vikunnar fram að frumsýningu. Auk þriggja sýninga í Aratungu verða 4 sýningar í félagsheimilum á Suðurlandi og 1 í syðra. Leikritið er í léttum dúr og gerist í María Jónsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson. íslenskri sveit rétt eftir síðustu aldamót. Ingveldur, ung og falleg húsmóðir á stórbýlinu Iðavöllum er hvers manns hugljúfi og unir sátt við sitt þó að æskudraumur hennar um skáldið hafi ekki ræst. Eins og í öllum góðum ævintýrum kemur æskuástin aftur mörgum árum síðar, í þessu tilfelli til þess að leggja símastreng. Eðlilega hefur koma símaskáldsins mikil áhrif á flókið sálarlíf Ingveldar húsfreyju og um leið flestra þeirra sem umgangast hana. í leikritinu koma við sögu margvíslegar persónur allt frá umrenningum til presta og jafnvel kemur í heimsókn að Iðavöllum amerískur „agent“ sem boðar gull og græna skóga í Ameríku. María Leitið ekki langt yfir skammt! Það er nógu dýrt samt. Verslum á Suðurlandi ^SPORTBÆR1 Austurvegi 13 SELFOSSI Sími 98-21660 Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.