Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 23
Eigandinn, Ted Beakens, var ríkur amerískur
iöjuleysingi sem drakk wiskýflösku á dag, alltaf rakur
en ósköp góöur og elskulegur. Áhöfnin, 6 manns aö
mér meðtaldri, var og nokkuð skrautleg. Þarna var
Joan, sambýliskona Teds, sem var ágæt en flogaveik,
þannig aö hún gat dottið út (sofnað) í miöju samtali.
Skötuhjúin Bob og Nita, hann sextug aflóga
stríöshetja og hún tvítug heldripía og svo hann Don
Morley, amerískur smákrimmi á fertugsaldri.
Uppátækjasamur og óútreiknanlegur, en besta skinn.
Áhöfnin á Integrity. Frá vinstri:
Bob, Nita, Joan, Ted og Don.
Viö stoppuðum í 5 daga í VESTUR SAMÓA og
sigldum síðan til FIJII, eöa keyrðum öllu heldur á
vélarafli, því hvorttveggja var aö þaö var blanka logn
og svo þurftu öll þessi rafmagnstæki svo mikið
rafmagn aö þaö þurfti eilíflega aö keyra vélina. í Fijii
vorum viö á þakkargjörðardaginn 21. nóvember '83
og lögðumst viö bryggju í SUVA, höfuöborginni á VITI
LEVU, stærstu eyju Fijii eyjaklasans.
Jim haföi gefið mér gullmynt (aö viröi um 300$) aö
skilnaði meö því fororði aö ég gæti alltaf skipt henni í
peninga ef mér tækist ekki aö hala aura út úr
sameiginlegum sjóöi okkar Önnu og Gauju í
Danmörku, sem var mín eina von. En allt gekk vel,
þaö var ennþá inneign í sjóönum - sennilega Gauju
peningar - og mér tókst aö fá 400$ frá bankanum og
keypti miöa til San Fransisco þ. 4. des. með stoppi á
Hawaii. Áöur haföi ég skrifað mömmu og pabba og
beðið þau um aö kaupa fyrir mig farmiöa heim frá
N.Y. þann 13. des.
En þá kom babb í bátinn. Útlendingaeftirlitið á Fijii
eyjum leyföi mér ekki aö afskrá mig af bátnum
Integrity, nema ég gæti sýnt þeim farmiða alla leiö
heim til íslands! „Þeir flyttu sko ekki vandamálin til
annarra landa!“ og þeir tóku ekkert mark á því þótt ég
segðist eiga miöa í New York, sem biöi eftir mér.
Þessu haföi ég aldrei lent í áöur á öllu mínu feröalagi!
En þaö var engu tauti viö embættismennina komiö.
Aö lokum gafst ég upp, hringdi í pabba og baö hann
aö kaupa fyrir mig miöa hjá Flugleiðum, frá Fijii til
íslands takk. Og þaö var dýrt. - Ég hef líklega
aldrei tekiö jafn nærri mér aö þurfa aö biöja um
hjálp, og ég man aö ég grenjaði yfir þessum ósigri
mínum heilt kvöld! - En eftir sólarhring stóö ég
meö farmiðann í höndunum og fékk aö afskrá mig
af bátnum. Og ég var staðráðin í aö nota þennan
miöa ekki og fá hann endurgreiddan, sem ég og
gerði. Fékk hverja krónu endurgreidda þegar ég
kom heim og gat borgað pabba til baka.
En þaö var ennþá rúm vika til 4. des. og ég
skellti mér í göngutúr yfir Viti Levu meö enskum
kvikmyndagerðarmanni, sem ég hitti á
þjóðminjasafninu í Suva. Hann var aö gera
heimildarmynd um síöustu mannæturnar á eynni,
og feröin sú var saga útaf fyrir sig! Hann iagði til
bílinn, ég tjaldið. Meiniö var að aðeins var hægt
aö keyra meö ströndinni, en þorpið, þar sem
síðasti kristniboöinn var étinn fyrir hundraö árum,
var inni á miöri eyjunni. Tveggja daga labb frá
veginum. Hann buröaöist meö þungar
myndatökuvélar og rafgeyma, sem saman vógu
örugglega 40 - 50 kíló. Og þar sem ég er kvenna
hjálpfúsust og haföi lítið annaö en tjaldið og
svefnpokann í bakpoka mínum, bauöst ég til aö
taka eins og einn geymi. Svona 20 kíló. Og meö
þetta burðumst viö þar til viö komum til þorpsins
þar sem potturin góöi stóö, alveg eins og í
teiknimyndunum! - Og þá kom í Ijós aö sýran úr
geyminum haföi lekið yfir innihald bakpokans og
étiö gat á svefnpokann, bakpokann og flest mín
föt. -
Mannœtupotturinn góði, til sýnis
fyrir ferðamenn.
Þarna kvaddi ég kunningja minn, nennti ekki aö
vera burðardýr öllu lengur. Kunni heldur ekki viö
viömót hans viö þá innfæddu, sem var frekar
hrokafullt, - né elskulegt viömót hans viö mig! -
Og þegar ég kvaddi var hann aö reyna aö fá leigt
múldýr eöa hest til aö ferja sig niður dalinn. Vona
aö þaö hafi tekist. Ég gekk hinsvegar áfram í tvo
daga og hitti margt gott og elskulegt fólk, sem ekki
Litli - Bergþór 23