Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 12
Frá Reykholtsskóla Eftirfarandi efni var skrifað og sent Litla-Beigþóri afnemendum 5. og 6. bekkjar. Unglingsárin. Unglingsárin geta verið erfið því þá erum við að breytast úr börnum í fullorðið fólk. Öllum þessum breytingum fylgja mikil umbrot. Ég á fjögur eldri systkin sem eru búin að ganga í gegnum þessi ósköp, það var að minnsta kosti mjög erfitt að vera litla systir þessara geðvondu skrímsla. Eina huggunin er sú að þetta gengur yfir á tveim til þrem árum hjá flestum en einn og ein getur verið illa haldin í tíu til fimmtán ár. Mig langar að verð geðgóður unglingur bæði fyrir mig og fjölskylduna. Ashildur Sigrún Sigðurðardóttir 5. bekk. ( " ^ Mörgum finnst unglingsárin erfiðasta tímabil ævinnar því að einmitt þá breytist barn í sjálfstæða manneskju. Unglingsstúlkur fara að mála sig heil ósköp og hafa mjög miklar áhyggjur af útliti sínu og strákar geta líka setið tímunum saman fyrir framan spegilinn og kroppað í bólur úr andlitinu á sér. Ég og mín fjölskylda höfum sloppið ágætlega vel við miklar hamfarir í eldri bróður mínum þá meina ég geðvonsku o.fl. Hann hefur t.d. ekki brotið stóla eða annað lauslegt í húsinu. En versta unglingavandamál held ég að sé að þora ekki að segja NEI við áfengi, sígarettum, fíkniefnum og hættulegum uppátækjum sem slæmur félagsskapur býður uppá. Ef til vill verð ég ennþá verri en eldri bróðir minn en sem betur fer gengur þetta hræðilega gelgjuskeið yfir. v____________________________________________________Björt Ólafsdóttir 5. bekk. y Unglingsárin eru með erfiðustu tímabilum í lífi fólks. Þá breytist manneskjan úr barni í sjálfstæða og sjálfbjarga persónu. Ég þekki nokkra heiðursmenn sem stunda þá göfugu íþrótt borðtennis. Þeir eru á þessu tímabili. þ.e.a.s. gelgjuskeiðinu. Þeir verða bandsjóðandikolvitlausir ef maður rekur sig agnarlítið í netið á borðtennisborðinu. Kalla þeir þá á eftir manni ýmis ófögur skammaryrði. Ég hef nú ekki mikið að segja um stelpur á þessum aldri, en ég hef heyrt að nokkuð beri á fýlu, frekju og viðkvæmni hjá þeim. Pabbi og mamma segjast hafa verið algjörir englar á gelgjuskeiðinu, en ég er ekki viss. Versta vandamálið er það að lenda í slæmum félagsskap. þ.e.a.s. eignast kunningja sem teyma mann út í fíkniefni, áfengisdrykkju og innbrot svo fátt sé nefnt. Það vill enginn vera kallaður pelabarn af félögum sínum, af því að hann vill ekki prófa, svo hann hugsar með sér: „Það gerir ekkert til þó að ég prófi einu sinni.“ En því miður er það ekki rétt. Ég vona bara að ég verði ekki mjög erfið á gelgjuskeiðinu! En sem betur fer, þá líður þetta tímabil hjá, eins og flest önnur. _________________________________________________Elín /. Magnúsdóttir 5. bekk.y Unglingsár geta verið mjög erfið vegna mikilla hormónakasta t.d. reiðiköst, gleðiköst og margt annað. Reiðiköst geta verið mjög mikil vegna hormóna sem breytir líkamsstarfsemi. Auðvitað koma mörg önnur köst í Ijós t.d. óregla, fýla út í umhverfið og margt annað. Reiðisköst geta farið í hámark þegar börn á unglingsárunum fara að kasta stólum í veggi blóta kennara, kýla einhvern allt í einu bara vegna reiðikasts og sjá svo eftir öllu eftir að reiðikastið er runnið af. Þannig geta unglingsárin verið oft mjög erfið á köflum. Krakkar geta verið mjög glúrin að Ijúga að foreldrum um að þau séu að gera saklausa hluti en svo eru þau komin í partý. v____________________________________________Gunnar Örn Pórðarson 6. bekk. y Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.