Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 17
aö nú væri ég búinn aö gera hann uppgefinn. Viö héldum áfram suður í Kjalfellsver. Þar spretti ég af Brún og tók hann hraustlega í aö kroppa, og varö ég því feginn. „Hér megum viö ekki stansa nema stutt, Brúnn minn“, segi ég og halla mér svo aftur bak hjá hnakknum og steinsofna, því mig var farið aö syfja svo síðasta spölinn, þó ég ætlaöi alls ekki aö láta þaö eftir mér aö sofna tímans vegna. Ég haföi þúfu fyrir kodda og aöra höndina undir hnakkanum. Svo hrekk ég upp viö þaö aö ýtt er dálítið harkalega viö olnboganum, sem stóð út af þúfunni. Ég hrekk upp og stendur þá Brúnn yfir mér. Gat ég ekki annað álitiö en hann heföi komið til aö vekja mig. Eg áttaði mig fljótt, klappaði Brún, þakkaöi honum fyrir og lagði á hann í snatri. Leit ég á klukkuna og haföi þá sofið í 20 mínútur. Brúnn brokkaöi léttilega suður lága hrauniö, og þegar hann kom moldargöturnar noröan viö sæluhúsið í Hvítárnesi tók hann á sprett og hljóp góöan spöl heim aö húsinu. Klukkuna vantaði þá 5 mínútur í 8, er ég kom í húsiö, svo skeytið komst í tæka tíö í talstöðina. Fannst mér ég eiga þaö Brún eingöngu aö þakka. Fyrirmælin sem viö fengum frá Teiti voru þau aö viö skyldum lóga ánum en reka lömbin saman viö norðanféð. Skrifaö í mars 1969. Varðmannabragur. Höfundar: Helgi Geirsson, Sveinn Kristjánsson og fleiri veröir á Kili sumariö 1937. (Lag: Heyrið morgunsöng á sænum.) Hvergi sem á Hveravöllum hrauns viö gróinn reit innilukt af fögrum fjöllum friösælla ég veit. Blanda þar á flúðum fellur forn og jökulgrá. Spóinn hátt í hlíðum vellur, heiöavötnin blá. Spóinn hátt í hlíðum vellur, heiöavötnin fagurblá. Drengir þar viö eld og ísa afl sitt þreyta og dug. Snemma þeir úr rekkju rísa röskvum meður hug. Hérna eru aö verki verðir vökumanna störf. Fjallaloftiö hugann heröir á hreysti er alltaf þörf. Fjallaloftið hugann heröir á hreysti vorri er alltaf þörf. Eltum kindur, eltum kindur upp á Djöflasand. Svalur þýtur sunnanvindur, sólin gyllir land. Liprir kyssa fákafætur fróns á rjóöa kinn. Hugsum oss ef heimasætur hjá oss dveldu um sinn. Hugsum oss ef heimasætur hjá oss dveldu í þetta sinn. Arangur Iþróttamanns ársins, Róberts Einars Jenssonar 1993. Héraðsmót 15-18 ára. 6. feb. Hveragerði Hástökk 1.80 m 1. sæti Hástökk án atr. 1.45 m 1. sæti Langst. án atr. 2.89 m 1. sæti Þrístökk án atr. 8.87 m 1. sæti Stigahæstur í flokki drengja með 24 stig. MÍ. 15-18 ára 6.-7.mars Reykjavík 50 m gr. 7,1 sek 1 .sæti Hástökk 1.85 m 1. " 50 m hl. 6,1 sek 2. sæti Langstökk 6.29 m 2. sæti Hástökk án atr. 1.49 m 2. sæti Þrístökk án atr. 9.02 m 2. sæti Ml. aðalhluti 13-14 febrúar Reykjavík Hástökk 1.90 m 1 .sæti MÍ. fjölþraut 13-14 mars Reykjvík 4082 stig 2.sæti Íþróttahátíö HSK 10-11 júlí Hvolsvelli Langstökk 6.21 m 1. sæti Kringlukast 29.08 m 3. sæti 100 m hl. 11,4 sek 1. sæti 400 m hl. 57,8 sek 2. sæti 110 m gr. hl. 15,8 sek 1. sæti Sveit Bisk. 4x100 m Karlar 49,7 sek2. sæti MÍ15-18 ára 24-25 júlí Dalvík 110 m gr. hl. 16,1 sek 1. sæti 300 m gr. hl. 43,6 sek 1. sæti Sveit HSK 4x100 m 49,3 sek 1. sæti Langstökk 6,17 m. 3. sæti 110 m gr.hl. 16,1 sek 1. sæti 100 m hl. 43,6 sek. 1. sæti 400 m gr. hl. 62,6 sek. 3. sæti Oska-Kaffi Oska-Kaffi Opið á verslunartíma frá 9 - 18. Laugardaga 10 - 13. Heitir réttir í hádeginu. Alltaf óvænt tilboð í gangi. Verið velkomin!! Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.