Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 6
Hrepp snefndarfréttir Hérfer á eftir úrdráttur úr bókunum hreppsnefndarfunda en aðeins er stiklað á stóru og valið úr það sem að talið er forvitnilegt íbúum sveitarinnar og það sem á við í dag en forsendur fyrir málum eru oft fljótar að breytast. Fundur 14. desember 1993. 4. Skipulagsteikningar sumarhúsa í Helludal og Brekkuskógi. Lesið bréf, dags. 9. des. '93, undirritað af Narfa Hjörleifssyni og meðfylgjandi tillögur að sumarhúsabyggð í landi Brekkuskógar 16 lóðir, hver um sig 5.000 m2 að stærð. Lesið bréf, dags. 9. des. '93, undirritað af Narfa Hjörleifssyni, með tillögu að sumarhúsabyggð í landi Helludals, 11 lóðir, hver um sig 5.000 m2 að stærð. Hreppsnefnd samþykkir erindin fyrir sitt leyti, enda verði teikningar gerðar samkvæmt skipulagslögum. Oddvita falið að senda erindið til umsagnaraðila. 5. Fundargerð aðalfundar Laugaráshéraðs. Lesin fundargerð aðalfundar Laugaráshéraðs, frá 2. des. '93. Hreppsnefnd samþykkir áætlun oddivtanefndar um uppbyggingu heilsugæslustöðvar í Laugarási. Einnig að stjórnarformanni verði veitt umboð til að standa að samningagerð við ríkið um bygginguna og umboð til lántöku til að hraða byggingarframkvæmdum. 7. Uppsögn hundaeftirlitsmanns. Lesið bréf dags. 18. nóv. '93, undirritað af Agli Jónassyni, þar sem hann segir upp starfi sínu sem hundahreinsunarmaður. Oddvita falið að vinna að lausn málsins. 8. Uppsögn skrifstofumanns. Lesið bréf dags. 1. des. '93, undirritað af Hólmfríði Ingólfsdóttur, þar sem hún segir starfi sínu lausu á skrifstofu Biskupstungnahrepps. Oddviti skýrði frá því að ráðin hefði verið í hennar stað Guðrún Sveinsdóttir frá Bræðratungu. 9. Erindi K.Á. Lesið bréf dags. 30. okt. '93, undirritað af Sigurði Kirstjánssyni. Meðfylgjandi eru reikningar og rekstraryfirlit, ásamt reglugerð fyrir B-deildar stofnsjóð. Boðin eru til kaups samvinnuhlutabréf í B-deild stofnsjóðs Kaupfélags Árnesinga. Samþykkt var að kaupa hlutabréf að nafnverði kr. 100.000,-. 12. Frá ferðamálanefnd. Sveinn Sæland ræddi um skiltamál og bæjarmerkingar. Einnig fyrirhugaðar merkingar í þéttbýli. 13. Fundargerð rekstrarnefndar. Lesnar voru fundargerðir rekstrarnefndar, dags 23. ágúst '93 og 17. nóvember '93. Lagt var fram yfirlit yfir rekstur Aratungu og sundlaugar fyrir árið 1993. Rætt var um rekstur Aratungu og leiðir til að auka hann og bæta. Einnig var rætt um mannahald og að á næsta fundi verði tekin ákvörðun um hvort breytingar verði gerðar í þeim efnum. 14. Undirbúningur að byggingu íþróttahúss. Gísli skýrði frá því að hann hefði fengið boð frá Valdimari Harðarsyni, arkitekt, þar sem hann býðst til að teikna tengibyggingu milli sundlaugar og væntanlegs íþróttahúss. Ákveðið að efna til fundar með undirbúningsnefnd og arkitekt. 15. Rætt var um sameiningu sveitarfélaga og niðurstöður úr skoðanakönnun í Grímsnesi og Laugardal um þau mál. Ákveðið að bíða eftir viðbrögðum frá málsaðilum. Fundur 11. janúar 1994. 1. Ákvörðun um álagningu gjalda 1994. a) Tekin fyrir álagning útsvars og er nú búið að hækka útsvarsprósentuna í hámark 9,2 %. Samþykkt að leggja 9% útsvar á gjaldendur. b) Álagning fasteignagjalda. Samþykkt að leggja 0,5% á A-flokk og 1% á B-flokk, og fella niður fasteignagjöld af íbúum 67 ára og eldri, sem búa í eigin húsnæði. 2. Atvinnuleysisskráning. Nú eru 11 manns á atvinnuleysisskrá. Rætt var um að sækja um framlög úr atvinnuleysistryggingasjóði til verkefna hér í sveitarfélaginu, sem yrðu betur útfærð síðar. Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.