Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 24
Umhverfis jörðina..frh. Við "Kava"clrykkju á Viti Levu. Kava er helgidrykkur eyjabúa á þessum slóðum. T.h. sér á tœr kunningja míns, en það þykir argasti dónaskapur þarna að sitja flötum beinum og beina tám að öðru fólki! tók í mál aö ég gisti í tjaldi, en skaut yfir mig skjólshúsi. Fijii eyjar eru nú sjálfstæðar, en voru áöur nýlenda Breta (til 1970). íbúarnir eru blanda af melanesum, indverjum, polynesum, kínverjum, hvítum mönnum og sjálfsagt fleirum. Þar af er um helmingurinn indverjar, sem voru fluttir inn frá Indlandi um miöja 19. öld til aö vinna á sykurekrum englendinga. Þaö sannast þarna aö þeir eru frjósamir, því þeir eru mest áberandi og í öllum meiriháttar stööum á Fijii. Enda haföi maður þaö á tilfinningunni aö vera kominn aftur til Indlands, nema hvaö fátæktin var ekki eins áberandi . En indversk kaupmenning meö prangi, götusölum og matarvögnum var sú sama og þunglamalegt skrifræöiö, sem ég fékk aö kynnast eftirminnilega! HEIM Þann 4. desember, eftir tvær vikur á Fijii eyjum, flaug ég til HAWAII eyja (bandarískar). Þar hitti ég aftur Jim og viö fórum í viku frí á eynni MAUI, í boöi Jims. Tilbreyting aö búa á hóteli og liggja í sólbaði viö sundlaugina eftir skútu- og tjaldlíf síöustu mánaöa. En gullmyntinni skilaöi ég þarna aftur ónotaðri! Síöan lá leiöin til SAN FRANSISCO á vesturströnd Bandaríkjanna. Ég bjó þar í 2 daga hjá bróöur Ted Beakens af Integrity, velstæðri fjölskyldu í betra hverfi borgarinnar. Keypti ódýrasta flugmiðann sem ég fann til N.Y. fyrir síöasta 100$ seöilinn og í N.Y. beið mín svo miðinn til íslands á skrifstofu Flugleiöa. Feröinni heim var borgið! Ég kom til NEW YORK snemma morguns 13. desember, en vélin til íslands átti ekki aö fara fyrr en um kvöldið. Þaö var þoka og kalt, og ég berfætt á sandölum. Ég átti ennþá nokkra dollara og fyrir þá keypti ég mér strigaskó og jólakort. Og meö þaö fór ég út á flugvöll og sat þar allan daginn og skrifaði á kortin, þar til vélin fór seint um kvöldið eftir nokkurra tíma seinkunn. Mér fannst flugið heim ekki sérlega skemmtilegt, þröngt í vélinni, grenjandi krakkar og farþegar og flugáhöfn greinileg þreytt og pirruö. En heim til Keflavíkur komumst viö eftir 6-7 tíma flug aö morgni 14. desember 1983. Vegna tímamismunarins kom ég degi seinna en fjölskylda mín haföi búist viö, svo engin móttökusveit beiö eftir mér í flughöfninni. Hafa sennilega veriö hætt aö trúa því aö ég kæmi New York - New York íþoku og kulda. nokkurn tímann heim, eftir allt sem á undan var gengiö! En mikið var samt gott aö vera komin heim og finna kaldan hraglandann taka á móti sér þegar út úr flugstööinni kom. - Og heyra gamaikunna rödd Jóns Múla Árnasonar í morgunútvarpinu í rútunni, tala hægt og skýrt. - Rútubílstjórinn talaöi líka mjög hægt fannst mér og tafsaði svolítið! (Eins og íslendingar gera jú!) Þetta var síðasta menningaráfallið á þessu feröalagi eftir hraðtalandi ameríkana og „Radio Voice of America" síöasta hálfa áriö! Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.