Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein í vetur hafa þær náttúruhamfarir orðið sem vekja okkur til umhugsunar um stöðu okkar og smæð gagnvart náttúruöflunum. Hér er auðvitað átt við snjóflóðin sem hafa orðið vestur á fjörðum og eru þau öllum kunnug. Þjóðin öll hefur sýnt hug sinn í verki með glæsilegri söfnun en peningar koma þó aldrei til með að bæta allan þann missi sem þar hefur orðið. Ritstjórn Litla Bergþórs vill fyrir hönd UMF Bisk. og allra íbúa Biskupstungnahrepps senda öllum sem eiga um sárt að binda vegna þessara atburða dýpstu samúðarkveðjur Biskupstungur gætu einnig eins og svo margir aðrir staðir á Islandi orðið fyrir mannskæðum náttúruhamförum. Hér er einkum átt við jarðskjálfta en einnig er tjón vegna eldgosa hugsanlegt. I þeim umræðum sem hafa fylgt í kjölfar snjóflóðanna hefur komið fram að menn hafa teflt á tæpasta vað með byggingar á svæðum sem varað hafði verið við sem hættulegum. I þessu ljósi er sú tillaga sem fram hefur komið um úttekt á byggingum með tilliti til styrkleika við jarðskjálfta nauðsynleg. Að fleiru þarf þó að hyggja. Nauðsyn góðs skipulags almannavarna og öruggur og styrkrar stjórnar hefur sannað gildi sitt. Ekkert er þó hægt að gera nema vel búnar og vel æfðar björgunarsveitir séu fyrir hendi. Leitarhundar voru notaðir til að leita að fólki í snjóflóðunum. Er ekki nauðsyn að hafa slíka hunda til að leita í rústum eftir jarðskjálfta ? Samkvæmt spá jarvísindamanna er að vænta öflugs jarðskjálfta á Suðurlandi á næstu 20 árum. Sögulegar heimildir benda til þess að styrkur hans geti orðið verulegar í Biskupstungum. Látum ekki henda okkur að hafa ekki gert það sem hægt er til að forða tjóni þegar þar að kemur. Við verðum að kynna okkur þær varúðarráðstafanir sem hægt er að gera heima við. Við verðum að styðja í verki þá sem vinna almannavörnum og bj örgunarstörfum. Aðeins með þessu móti getum við reynt að draga úr því áfalli sem getur orðið. Verum viðbúin. P.S. Ritnefnd Litla Bergþórs að störfum en henni bætist jafiit og þétt liðsauki. Nýjasti meðlimurinn Margrét í Miðhúsum sefur ífangi Elínar. Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.