Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 23
að vera í 11. bekk en var ennþá í 6. bekk. (Þó held ég að þetta sé hálfgert einsdæmi og komi ekki oft fyrir). Einnig voru allar reglur strangari. Við minniháttar brot svo sem læti í tíma var refsingin að sitja inni á skrifstofu og læra þar undir umsjón skólastjórans og ritarans. Við stæiTÍ brotum, svo sem að reykja eða að vera ölvaður í skólanum, var vísað úr skólanum. Einu sinni voru um 15-20 manns úr 8.-10. bekk rekin úr skólanum í 6 vikur vegna þess að þau mættu ölvuð á skólaball. Þau máttu koma í skólann til að þreyta próf og ná í námsefnið. Flest þeirra voru síðan í banni heima hjá sér í allt frá 4 mánuðum til 1 ár. Mikið var gert úr því að maður bæri virðingu fyrir kennurunum. Maður átti að nota Mr., Mrs., Mr., plús eftirnafn. Það var margt annað sem var ólíkt með Kanada og Islandi, eins og matarvenjur og landslagið. Það kom mér á óvart hvað munurinn er í raun mikill. Jónína R. Kristjánsdóttir. Skiptinemaferðalag. Montreal í baksýn. Þessi dvöl mín í Kanada var mjög skemmtileg og var einnig mikil lffsreynsla. Eg hvet því alla, sem hafa áhuga á að gerast skiptinemar, að láta verða af því. NAVAL KÚLULOKAR fyrir hitaveitur Set hf. hefur selt hitaveitum landsins kúluloka fyrir heitt vatn í áraraðir. Reynsla fyrirtækisins í þjónustu vió veiturnar og fullvissa um gæái NAVAL lokanna tryggir kaupendum endingargóða og hagkvæma vöru. Eyravegi 43 - 800 SELFOSS Pósthólf 83 Sími 98-22700 Fax 98-22099 Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.