Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 4
Hvað segirðu til? Skemmtikraftar á Þorrablóti. Hér verður skýrt frá því helsta sem fréttnæmt má telja hér í sveit frá byrjun nóvember 1994 til febrúarloka 1995. Veturinn hefur verið fremur mildur, snjór ekki mikill en stundum nokkuð snarpir byljir og skafrenningur. Þetta hefur lítið hamlað samgöngum, enda eru helstu vegir nú mokaðir nokkrum sinnum í viku, ef þörf er á. Frost hefur stundum orðið mikið, en oftast hefur hiti verið rétt undir núllinu. Heilsufar hefur verið fremur gott þó einhverjar pestir hafi verið að hrjá fólk öðru hvoru. I menningarlífi ber hæst fjölbreytta tónlistardagski'á á nokkrum samkomum í Skálholtskirkju á aðventu. Þar sungu kór Menntaskólans að Laugarvatni, Karlakórinn Fóstbræður, Skálholtskórinn og Barnakór Biskupstungna og hljóðfæraleikara spiluðu á ýmis hljóðfæri. Ungmennafélag Hrunamanna sýndi gamanleikinn Glímuskjálfta í Aratungu í desember. Á kvöldvöku Búnaðarfélagsins, sem haldinn var í Réttinni í Úthlíð í janúar, var Magnúsi í Kjarnholtum afhent afrekshorn fyrir góðan árangur í hrossarækt, og Ólafur Örn Haraldsson greindi í máli og myndum frá ferð yfir Grænlandsjökul. Um áramótin var tveimur Skálhyltingum veittur riddarakross íslensku Fálkaorðunnar. Þeir eru Björn Erlendsson, fyn'um bóndi í Skálholti, og Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi. Þoirablót var haldið með hefðbundnum hætti annan dag þorra. Það var að þessu sinni í umsjá Skálholtssóknar. Skemmtidagskrá var vönduð, þar sem um 20 manns sungu, lásu, léku og dönsuðu af hjartans list. Lögregla fylgdist með að enginn æki heim án þess að vera til þess hæfur að skemmtun lokinni. Um síðustu helgina í febrúar kenndu þau Jón Stefánsson, organisti og Margrét Bóasdóttir, söngkona, um 50 manns söng í Aratungu. Námskeiðið var kennt við „Fjárlögin", sem er safn gamalla ættjarðarlaga. Á síðasta degi þess sungu þátttakendur við messu í Skálholti og söngsamkoma var í Aratungu. Ættfræðinámskeið var haldið í Skálhotsskóla í lok janúar og byrjun febrúar. I febrúar var undimtaður samningur milli ríkis og sveitarfélaganna í Laugarásslæknishéraði um ______________ byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í f Sefur Laugarási. Gert er ráð V. hreppsnefndin ? fyrir að hún kosti um 74 milljónir króna og taki tvö ár að byggja hana. í janúar létust fjórir Tungnamenn. Þeir vpru^ Gísli Oddsson, bóndi í Ljósalandi og var hanri jarðaður íHveragerði. Helgi Indriðason fyiTum bóndi í Laugarási, sem dvalið hefur á Kumbaravogi síðustu ár. Hann var jarðsettur í Skálholti. Sigurjón Guðmundsson frá Holtakotum, sem dvalið hefur á Elliheimilinu Grund síðustu áratugi. Hann var jarðaður í Bræðratungu. Smári Guðmundsson á Reyn í Ölfusi bóndi í Hólum og síðar í Arnarholti. Hann var jarðsettur á Selfossi. A. K. fyrrum Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.