Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 22
í lok ágúst 1992 fór ég í ársdvöl til Kanada sem skiptinemi. Þar bjó ég rétt fyrir utan bæinn Roblin Manitoba hjá fjölskyldu af úkraínskum ættum. Eg lærði því bæði kanadíska siði og venjur og úkraínska. Munurinn á Kanada og íslandi er þó nokkur og var því miserfitt að aðlagast breyttum aðstæðum. Kanada er (eins og flestir vita) miklu stærra land en Island. Tíminn færist áfram eða aftur um klukkutíma eða meira þegar maður ferðast milli fylkja. Vegalengdirnar eru einnig meiri. Að keyra eitthvert í 1 -2 tíma bara til að kaupa sér buxur þykir lítið mál. Eitt sinn komu vinir Afmæli Russell's (á sunnudeginum eftir að ég kom). Eg, Russell og Tamie mínir nokkuð snemma um morgun að sækja mig, því þau voru á leiðinni í morgunmat á Giro's café, sem er í Winnipeg, en það tekur ekki nema 4-5 tíma að keyra þangað án þess að stoppa. Kanadabúar halda ýmsar amerískar hátíðir eins og þakkargjörðarhátíð og hrekkjavöku. Einnig halda Kanadabúar hátíðleg jólin á ameríska vfsu auðvitað. Fyrir miðjan desember eru allir búnir að skreyta húsin og garðinn. Skiptinemi í Kanada Jónína R. Kristjánsdóttir. Fólkið leggur mismikið á sig við skreytingar, en þó voru þó nokkrir sem tóku þetta mjög alvarlega. Það var ekkert sparað við jólaseríurnar á þeim bæjum. Oft mátti sjá hús sem voru ein ljósadýrð, (sást ekki í þakið) snjókarla, jólasveina og hreindýr á stjái í garðinum sem einnig ljómaði af ljósadýrð. Svo byrja jólin eldsnemma um morgun þ. 25. desember með opnun jólagjafa. Börnin vakna oftast 6 eða 7 svo er restin af fjölskyldunni að drattast á fætur til hádegis. í hádeginu er síðan borðuð veislumáltíð. Jólin eru síðan sögð búin 28. desember og þegar nýja árið byrjar er allt jólaskraut komið ofan í kassa. Gamlárskvöld er ekki fjölskylduskemmtun eins og hér heima. Fullorðna fólkið fer út á lífið oftast í partý hjá vinafólki en börnin sitja heima hjá afa og ömmu eða hverjum sem getur passað þau og eina flugeldasýningin sem þau fá að sjá er sú sem er sjónvarpað frá einhverri stórborginni. Það er ekki fyrr en þau eru orðin 16-18 ára sem þau fara eitthvert út á lífið og þá ekki með mömmu og pabba. Þannig að áramótin eru lítið spennandi fyrir yngri kynslóðina. í Kanada býr fólk af allskyns ólíkum þjóðernum og er mikið gert í því að halda í gamla siði. T.d. í janúar hélt fólk af úkraínskum ættum jólin hátíðleg. Einnig var í gangi kennsla í úkraínskum dönsum og haldnar voru keppnir um allt land í þessum dönsum. Skólinn sem ég gekk í heitir Goose Lake High. Það kom mér á óvart hvað skólakerfið þarna úti er ólíkt kerfinu héma heima. Börnin byrja í „kindergarden“ sem er hálfgerður 0- bekkur 4-6 ára gömul. Til þess að komast í 1. bekk verða þau að sýna ákveðinn þroska og getu. Þannig er það síðan gegnum alla skólagönguna. Ef þau ná ekki ákveðinni einkunn þá eru þau fallin. Ég kynntist einni stelpu, sem er jafngömul mér og hefði því átt Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.