Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 17
manna og dýra á gróðurinn á heiðinni og þá hefst ný eyðingarhrina sem stendur enn. Þrátt fyrir þessar hamfarir má enn finna skógarleifar á Haukadalsheiði og Biskupstungnaafrétti, s.s. í Rótarmannagili, í Skógarhlíð austan við Ásbrandsá og við Hvítárvatn í um 420 m hœð yfir sjó. Arnór Karlson segir í grein sinni í Grœðum ísland 1992, að enn megi finna lágvaxið birki í Sandvatnshlíð og að fyrir um hálfri öld hafi fundist þar botn kolagrafar en slíkar kolagrafir hafa fundist víða á afréttinum. En mikill jarðvegur hefur tapast. Guttormur Sigbjarnarson áœtlar að í allt hafi 190 ferkílómetra svœði eyðst og um 220 milljónir rúmmetra af jarðvegi glatast. Þrátt fyrir að enn berist áfoksefni innan af afrétti er helsta uppspretta moldar og sandfoks nú sunnan og vestan Sandvatnsins. Auk moldarlaga sem þar eru að eyðast, er mikið af fokefnum sem m.a. hafa borist með jökulhlaupum úr Hagavatni á fyrri hluta aldarinnar. LANDFRÆÐILEGAR AÐSTÆÐUR Sandvatn á Haukadalsheiði er að meðaltali um 19 ferkílómetrar að stœrð og er þá meðtalið aurasvœðið suðaustan vatnsins og sandflákasvœði suðvestan þess. Vatnið er í um 275 metra hœð yfir sjávarmáli og í það rennur jökulá, Farið, sem er að mestu afrennsli Hagavatns en þó tekur það einnig í sig vatn af svœði vestan við Jarlhettur og úr suðausturhluta Langjökuls. Einnig fellur yfirborðsvatn af svœðinu austan Jarlhetta í Sandvatn. Úr Sandvatni renna þrjár ár til suðausturs. Nyrst er Sandá sem fellur í Hvítá en syðri árnar tvœr sameinast eftir um 2 km og mynda Ásbrandsá sem síðan fellur í Tungufljót. Töluverðar breytingar hafa orðið á Sandvatni vegna jökulhlaupa úr Hagavatni. Vitað er um a.m.k. fimm stór hlaup, hin fyrstu 1708 og 1884. Guttormur Sigbjarnarson (1967) telur að í hlaupi 1902 hafi vatnsborð Hagavatns lœkkað um 4 til 5 metra en þá finnur vatnið sér afrennsli sunnan undir Brekknafjöllum. Árið 1929 brýtur vatnið sér framrás um Leynifossskarð í hlaupi og enn lœkkar í Hagavatni, nú um 6 til 7 metra. Árið 1939 fœrist afrennslið í Nýjafoss og við það lœkkar í vatninu um 9,5 til 10 metra. Með jökulhlaupunum hefur borist fram óhemju magn sands og leirs sem sest til þegar hlaupin koma niður á flatlendið í kringum Sandvatn. Mestu breytingarnar á Sandvatni urðu í hlaupinu 1929 sem varð til þess að útfallið frá Sandvatni yfir í Sandá myndaðist, vatnsborðið lœkkaði og gífurlega mikil sand og aurasvœði fóru að koma í Ijós. Öll jökulhlaupin urðu vegna hörfunar Hagafellsjökuls. Við hopun hans opnast fyrir lœgra útfall úr Hagavatni en um 1960 hopaði jökullinn alveg upp úr vatninu þannig að ekki verða sams konar hlaup af þeim völdum í náninni framtíð. Eftir sem áður berst árlega talsverður aur með Farinu sem sest til í og við Sandvatn. Vatnsborð Sandvatns er mjög breytilegt. A vorin er vatnsstaðan að jafnaði nokkuð há og liggur yfir miklum hluta sandeyranna. Á sumrin þorna þœr að miklu leyti og þá fer að fjúka úr þessum eyrum bœði sandur og einnig fíngerður jökulleir sem berst með Farinu úr Hagavatni. Melgresi á Haukadalsheiði. Guðni Lýðsson á bakvið Þorfinn á Spóastöðum, Ingólfur á Engi, Kristín í Haukadal og Gísli í Kjarnholtum. UPPGRÆÐSLA Árið 1963 var vesturjaðar Haukadalsheiðar girtur og þremur árum seinna var austurjaðarinn girtur. Árið 1987 var síðan girt lengra norður með vesturjaðri í Farið og þá var búið að girða af 70 ferkm svœði með um 40 km langri girðingu. Strax var hafist handa árið 1963 um sáningu melfrœs og gerð varnargarða til að reyna að hefta sandfokið. Einnig var dreift áburði og grasfrœi með landgrœðsluflugvélinni TF-Tún. Erfiðlega gekk að eiga við aurasvœðið kringum Sandvatn þar eð vatn lónaði þarfram eftir sumri. Því var ekki unnt að koma gróðri þar af stað þannig að árangursríkast virtist vera að sjá til þess að svœðið nœði ekki að þorna upp. Árið 1972 hóf Landgrœðslan að undirbúa stíflu- og áveituframkvœmdir við Sandvatn með það að markmiði að hœkka vatnsborð Sandvatnsins til þess að víðáttumiklir sandar og aurar fœru undir vatn en þar átti sandfokið aðallega upptök sín. Ýmsar athugasemdir voru gerðar vegna fyrirhugaðra framkvœmda, sem taka þurfti tillit til, og svo fór að framkvœmdir hófust ekki fyrr en árið 1986. Þá var stíflað fyrir afrennslið til Sandár og einnig var sett stífla við nyrðra útfallið til Tungufljóts en útfall vatnsins varð þá um syðri kvíslina í Ásbrandsána og eftir henni út í Tungufljót. Við þetta fœrðist Sandvatnið í svipað horf og það var fyrir hlaupið úr Hagavatni 1929. Þegar ráðist var í brúargerð yfir Tungufljót fór Vegagerð ríkisins fram á að lœkka stífluna við Sandá jafnframt því að setja stíflu í syðri kvísl Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.