Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 6
Formannsspjall Heilir og sælir Ungmennafélagar og aðrir lesendur. Þegar þetta er skrifað er Þoná að kveðja og Góa tekin við. Þegar sest er niður við svona skriftir hugsar maður ósjálfrátt liðnar stundir. Hvað höfum við verið að gera? Margt hefur verið gert en margt er enn ógert. Það er auðvelt að setjast niður á stjórnarfund og skipuleggja starfið og ákveða eitt og annað, en þegar kemur að framkvæmd mála er auðvelt að velta þeim yfir á næsta dag, næstu viku eða bara næsta ár. Ætli þetta sé ekki algengt víða, allavega bíðum við eftir að fá íþróttahús hér í sveit og börnin spyrja af hverju fáum við ekki íþróttahús? Sum þessara barna eru ekki börn lengur, heldur vaxin upp og farin að heiman, en önnur eru börn í dag en hvað verða þau, loksins þegar hið langþráða íþróttahús kemur? (vonandi ekki gamalmenni). Auðvitað vantar peninga en vantar ekki eitthvað meira? Börnin okkar fljúga úr hreiðrinu alltof fljótt. Þegar skólagöngu lýkur hér í Reykholtsskóla eru þau mörg hver farin að heiman nema þau sem fá vinnu hér að sumarlagi. Þann stutta tíma sem þau eru hér þá þurfum við að sinna þeim betur. Er ekki of algengt að við ætlum einhverjum öðrum að sinna þessum málum en ekki okkur sjálfum. Fylgjumst við með því sem börnin okkar eru að gera? Vitum við hvað þau eru að gera í skólanum,? Vitum við hvað þau eru að gera á íþróttaæfingu eða hvernig þeim gengur? Við sem eigum börn hér í sveit og ætlumst til að þau hafi eitthvað fyrir stafni í sínum frítíma, getum ekki bara ætlast til þess að hinir sinni þeim, við verðum að gera eitthvað sjálf. Þetta er spurning um öflugt foreldrastarf og tími til kominn að hressa upp á foreldrastarf innan Ungmennafélagsins. Þetta á nú ekki að vera nein skamman'æða heldur bara svona til umhugsunar. Bingó var haldið hér í október síðastliðnum og tókst mjög vel. Vinningar voru flestir gefnir af fyrirtækjum, félögum og einstaklingum og færum við þeim öllum bestu þakkir fyrir frábærar undirtektir. Vinningar voru margir og má t.d. nefna, geislaspilara, vasadiskó, fpróttatöskur, blóm, reiðhjálma, umfelgun, sumarbústaðardvöl, sigling niður Hvítá, matur fyrir tvo á Hótel Geysi, heill svínsskrokkur og margt fleira. Aðal vinningurinn var farseðlar fyrir tvo til Newcastle. Yfir hundrað manns á öllum aldri spiluðu með og sá sem hlaut aðalvinninginn var Kristinn Fannar Sveinsson í Laugarási aðeins 8 ára og flaug hann út með foreldrum sínum í nóvember. Félagsvist hefur verið spiluð hér þrisvar og þokkalega mætt. Eitt skifti var eingöngu fyrir börnin og var frekar léleg mæting en þau sem komu höfðu gaman af. Við höfum ekki verið með nein stórkostleg verðlaun heldur viljum við reyna að fá fólk saman og hafa gaman af. Jólafundur leikdeildar var í desember. Á þeim fundi var ákveðið að hafa leiklistarnámskeið fyrir unglinga og fullorðna sem var helgina 18. og 19. feb. s.l. undir stjórn Ólafar Svemsdóttir. Tókst það mjög vel. Einnig stendur til að bjóða heim leikfélögum úr Gnúpverjahreppi og Hrunamannahreppi og er búið að ákveða 1. apríl (vonandi ekki aprílgabb). Er ætlunin að leikfélagar komi grímuklæddir sem sagt grímudansleikur. Hin ýmsu íþróttamót eru þessa dagana, í borðtennis, frjálsum og körfubolta. Formaður íþróttadeildar segir nánar frá því öllu. Það er ánægjulegt að vita til þess að Litli Bergþór skuli vera lesin vítt og breitt um landið og að burtfluttir Tungnamenn fylgist með því sem gerist hér í sveit. Við höfum verið mjög heppin að hafa fengið áhugasamt fólk í ritnefnd gegnum árin sem hefur unnið vel og hefur mikinn metnað. Við Ungmennafélagar erum ákaflega stolt af þessu blaði og við vonum einnig að þið lesendur góðir séuð ánægð með okkar framlag. Margrét Sverrisdóttir form. Umf. Bisk. Litli - Bergþór 6 -------------------------------------------------------- Kristinn Fannar Sveinsson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.