Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 8
Frá íþróttadeild U.M.F.B. Nú er vetrarstarfið í fullum gangi hjá deildinni, en þar er um að ræða körfubolta og borðtennis. Borðtennisinn gengur mjög vel og það eru alltaf að bætast fleiri og fleiri krakkar í hópinn og þá sérstaklega á æfingarnar hjá þeim yngri. Við fórum og kepptum á jólamóti þeirra Hrunamanna og unnum það annað árið í röð. Við fórum síðan aftur út að Flúðum þann 11. febrúar og kepptum á Héraðsmótinu í borðtennis og sigruðum þar glæsilega. Eldri strákarnir kepptu í flokkum fyrir ofan sig og voru samt í efstu sætunum. í flokki stráka 12- 13 ára áttum við fjóra efstu menn og svo mætti áfram telja, en þetta sýnir hvað við eigum sterka Sigurlið Umf.Bisk. á Héraðsmóti í borðtennis 1995. krakka í þessari grein. Þegar þetta er skrifað er íslandsmótið framundan, en það verður gaman að sjá hvernig þau koma út úr því. Drengja og stúlknaliðin í körfuboltanum eru nú í harðri baráttu í Héraðsmótinu. Þeim hefur gengið Drengjalið U.M.F.Bisk. í körfu 1994. Olafur Bjarni, Olafur Lýðitr, Ingvar, Dagur, Atli. Fremri röð : Ketill, Axel, Kristján Gunnar, Ingimar og Freyr fremstur. svona upp og niður. Þegar þetta er skrifað er hvort liðið búið að vinna einn leik, en aðrir hafa tapast misjafnlega stórt. Yngri hópurinn í körfubolta hefur einnig verið að æfa einu sinni í viku. Fyrir áramót var Gunnar Sverrisson með þá og fóru þeir einu sinni út að Ljósafossi og kepptu þarvið heimamenn. Okkar menn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þar glæsilega og voru heldur en ekki ánægðir. Og vil ég fyrir hönd íþróttadeildarinnar þakka Gunnari fyrir samstarfið. Eftir áramótin hefur Gylfi Gíslason verið með æfingarnar, en framundan er fjögurrafélagamótið sem að þessu sinni verður að Flúðum. Ég vil að lokum þakka þeim samstarfið sem hafa verið með okkur og stutt í starfinu í vetur með von um gott áframhaldandi samstarf við íþróttadeildina. Iþróttakona ársins íþróttakona ársins að þessu sinni er Elma Rut Þórðardóttir á Akri. Hún hefur staðið sig með sóma í íþróttunum. Hún er mjög fjölhæf íþróttakona. Hún hefur æft borðtennis, körfubolta, fótbolta og frjálsar. Á árinu 1994 keppti Elma á Landsmótinu að Laugarvatni í borðtennis, en það er öllu íþróttafólki mikið keppikefli að komast á Landsmót. Hún varð í öðru sæti í sínum flokki á Héraðsmótinu í borðtennis og hún hefur stundað æfingarnar vel. Hún hefur verið hörð af sér í fótboltanum og ekki gefið strákunum neitt eftir, en þar æfum við og keppum í blönduðum liðum. Hún var mjög dugleg að hala inn stig fyrir sitt félag á þriggjafélagamótinu í frjálsum nú í sumar og einnig stóð hún sig mjög vel á innanfélagsmótinu. í körfuboltanum er hún ein af aðal máttarstólpum liðsin og gefur ekkert eftir. Elma Rut er mjög samviskusöm á æfingum og til fyrirmyndar í keppni og óskum við henni til hamingju með árangurinn og vonum að hún eigi bjarta framtíð í íþróttunum sem og öðru. Áslaug Sveinbjörnsdóttir F.h. íþróttadeildar Áslaug Sveinbjörnsdóttir Elma Rut Þórðardóttir. Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.