Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 16
SANDVATN A HAUKADALSHEIÐI (Birt með góðfúslegu leyfí landgræðslustjóra) Ásgeir Jónsson Elín Fjóla Þórarinsdóttir Landgrœðsla ríkisins Áœtlanadeild febrúar 1994 ÁGRIP Á Haukadalsheiði hefur verið alvarlegur uppblástur allt síðan á 12. öld. Landgrœðslan hefur frá því 1963 barist gegn eyðingaröflunum og enn sér ekki fyrir endann á þeirri baráttu. Þar vegur þyngst Sandvatnssvœðið sem er sífelld uppspretta sandfoks. Farið, sem er jökulvatn úr Sandvatni, ber jökulleir og sand á leirurnar við Sandvatn sem síðan þorna upp og sandfok þaðan getur orðið gífurlegt síðari hluta sumars og að hausti. Sandskafl við grjóthól á Haukadalsheiði. Ljósmynd: Helgi Bjarnason. Mjög erfitt er að koma gróðri þarna af stað því að vatn lónar á aurasvœðinu fram eftir sumri. Eina úrrœðið er því að koma í veg fyrir að svœðið þorni upp yfir sumartímann. Á grundvelli tillagna Steingríms Arasonar verkfrœðings réðst Landgrœðslan í það að stífla útfall Sandár og Nyrðri-Ásbrandsár úr Sandvatni 1986 til að hœkka vatnsborð Sandvatns og koma þannig í veg fyrir að leirurnar þornuðu yfir sumartímann. Árið 1988 óskaði Vegagerð ríkisins eftir því að lœkka stíflu í Sandárfarvegi vegna brúar yfir Tungufljót og við það jókst áfokið á nýjan leik. Nú er áformað að hœkka aftur vatnsyfirborð Sandvatns til að hefta fok af svœðinu. Helgi Bjarnason, verkfrœðingur hjá Landsvirkjun, og Páll Bjarnason, tœknifrœðingur hjá Verkfrœðistofu Suðurlands, hafa staðið að könnun og s Aœtlun um hœkkun vatnsborðs og stöðvun sandfoks frummœlingum á svœðinu og gert frumáœtlun en einnig hafa Pálmi R. Pálmason og Kristján Már Sigurjónsson, verkfrœðingar hjá Verkfrœðistofu Sigurðar Thoroddsen, gert tillögur að stíflum og yfirföllum og er stuðst við áœtlanir þeirra í köflunum um framkvœmdir og kostnað. Landgrœðslan þakkar þessum aðilum störf þeirra sem unnin voru endurgjaldslaust í þágu landgrœðslu. HAUKADALSHEIÐI Haukadalsheiðin er í Árnessýslu, norðan Haukadals í Biskupstungum. Segja má að mörk hennar séu um Sandfell, norður um Fagradalsfjall, suður Farið og Sandvatn og áfram um Ásbrandsá að hálendisbrúninni ofan Haukadals og vestur í Sandfell. Norðan og austan Haukadalsheiðar er Biskupstungnaafréttur. Haukadalsheiði þótti fyrrum ágœtt upprekstrarland og heimildir eru um að skógartekja var þar nokkur. í Jarðabókinni 1709 segir um Torfastaði: „Skóg hefur kirkjan átt þar sem Sandvatnshlíð heitir fyrir vestan Bláfell en sá skógur er nú aleyddur og í sand kominn". Saga jarðvegseyðingar er þó mun eldri en það. Guttormur Sigbjarnarson (1969) álítur að á 12. og 13. öld hafi jarðvegseyðing á svœðinu tekið að fœrast í aukana en fram að því hafi verið eðlileg hœgfara jarðvegseyðing á afmörkuðum svœðum. Norðaustlœgir vindar eru helsta rofáttin á heiðinni og rekja má sögu jarðvegseyðingar með því að skoða þykknun jarðvegs sunnan til á heiðinni á milli þekktra öskulaga. Guttormur álítur ástœður fyrir þessari slœmu jarðvegseyðingarhrinu á 12. og 13. öld vera kólnandi veðurfar og áhrif ösku- og vikurfalls frá Heklugosi árið 1104, auk þess sem þá sé farið að gœta áhrifa frá búsetu manna. Á 14. öld hlýnar aftur og fram á 17. öld dregur mjög úr eyðingunni og allvíða byrjar land að gróa upp. Þó telur Guttormur að eyðingin sunnan Sandvatns hafi haldið áfram. Á seinni hluta 17. aldar kólnar talsvert og samhliða því koma þrjú eldgos sem dreifa ösku sinni yfir heiðina, Heklugosin 1693 og 1766 og Kötlugos 1721. Samfara kólnandi veðurfari eykst enn ágangur Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.