Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 11
Skráning örnefna Einn þeirra sem á sumarhús í Faxabúðum í landi Heiðar er Sigurgeir Skúlason, landfræðingur. Síðastliðið sumar tók hann sér fyrir hendur að skrá örnefni í nágrenni bústaðar síns Vatnleysujarðanna og Arnarholt, en Kjaransstaði og Ból að hluta. Nú hefur Sigurgeir tekið að sér á vegum Biskupstungnahrepps að skrá örnefni á öllum jörðum í sveitinni á loftmyndir, sem áformað er að gefa út og selja þeim er kaupa vilja. Talið er að 13 myndir þurfi til að ná yfir alla byggðina, og mun hver mynd ná yfir svæði sem er um 8 km á hvorn veg, en hún verður um 55 sentimetrar á kant. Hverja mynd á að selja á kr. 17.000.- frágengna til að hengja upp með hlífðarfilmu og í álramma. Sigurgeir fær myndir hjá Landmælingum og örnenfnaskrár hjá Örnefnastofnun. Hann leitar síðan aðstoðar heimafólks við að færa nöfnin inn á myndirnar, bæta við og leiðrétta. Verkefni þetta var kynnt með heimsóknum á ein 40 heimili í sveitinni á þorra. Kom fram mikill áhugi á því og virtist fólk telja aðkallandi að skrá örnefnin á þann hátt að þau glötuðust ekki og væru tiltæk þeim er vildu kynna sér þau. Rúmlega 30 myndir voru pantaðar strax. Þetta verkefni leiðir hugann að breytileika örnefna. Ýmsir staðir eru kallaðir mismundandi nöfnum og þau breytast frá einum tima til annars. Stundum er verulegur munur á ritmáli og talmáli í þessu efni. Eitt Ijósasta dæmið um þetta er nafnið á bænum hér í sveit sem opinberlega er nefndur Kjaransstaðir. Ýmsir heimamenn tala um Kervastaði, Kjervastaði, Kjarvastaði eða Kervatnsstaði og velta fyrir sér hvert sé hið upprunalega. Ég hef flett upp í tiltækum bókum frá fyrri tímum til að athuga hvaða nöfn eru notuð þar. Niðurstaðan er þessi. 1. Manntal 1703; Kjaransstaðir. 2. Jarðabók 1709; Kjaransstaðir (skrifað kianansstaðer). 3. Manntal 1729; Kervatnsstaðir. 4. Manntal 1802; Kjervatnsstaðir (skrifað Kiervatnsstader). 5. Manntal 1816; Kervatnsstaðir. 6. Jarðatal Johnsen frá 1847; Kervatnsstaðir, (Kjaranstaðir). (í fyrra skiptið sem það kemur fyrir, er síðara nafnið í sviga en í sðar skipti aðeins það fyrra.) 7. Manntal 1845; Kervatnsstaðir. í manntölum í Inn til fjalla 1850, 1901 og 1950 og alltaf notað Kjaransstaðir. Það virðist einnig eingöngu notað í bókum Ungmennafélagsins frá fyrri hluta aldarinnar og í skrá hreppstjóra yfir verkfæra karlmenn frá sama tíma. A.K Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Jens Pétur Jóhannsson Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Heimasími 98-68845 Verkstæði sími 98-68984 Bílasími 985-37101 Héraðsmót í borðtennis 11 ára og yngri hnokkar 3. Jón Ágúst Gunnarsson 5. Eldur Olafsson 6. Jóhann Pétur Jensson 11 ára og yngri hnátur 6. Ragnheiður Kjartansdóttir 12-13 ára strákar 1. Georg Kári Hilmarsson 2. Hilmar Ragnarsson 3. Gunnar Örn Þórðarson 4. Bóas Kristjánsson 14-15 ára piltar 1. Guðni Páll Sæland 3. Dagur Kristoffersen 14-15 ára stúlkur Elma Rut Þórðardóttir 16-17 ára drengir 2. Axel Sæland 3. EinarPáll Mímisson 18-39 ára karlar 1. Þorvaldur Skúli Pálsson 2. Ingimar Ari Jensson 18-39 ára konur 2. Margrét Sverrisdóttir 3. Áslaug Sveinbjömsdóttir 40 ára og eldri 2. Gunnar Sverrisson 4. Sveinn Sæland þetta er sex efstu sætin en það voru fleiri þátttakendur frá okkur. 1. sæti UMF. Bisk. 78 stig 2. sæti UMF Garpur 47 stig 3. sæti UMF. Hrun. 41 stig Ungt og efnilegt borðtennisfólk. Ragnheiður, Fríða, Jón Agúst og Andri. X Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.