Litli Bergþór - 01.03.1995, Side 15

Litli Bergþór - 01.03.1995, Side 15
A IS I AUÐHOLT frh.. Hann var fæddur 1529, dugnaðar maður en ekki lærður. Hann var enn á lífi 1605. Hann hafði þann sið að bera alltaf vopn þegar hann fór til mannafunda, en sá siður mun annars hafa lagst af uppúr siðaskiptum. Það hefði verið hægt að sitja lengi enn og ræða við Jón, því hann er fróður og hefur frá mörgu að segja. En Litli-Bergþór lætur hér staðar numið í þetta sinn og þakkar Jóni fyrir góðar viðtökur og ánægjulegt spjall. G.S. Skíðasvæðið Haukadal Akveðiö hefur verið aðhafaskíðasvæðið •mnan skógræktarinnar í Haukadal opið t vetur. Troðnarverðagönguleiðirumhelgarþega ^^Þamæe^rfagu^umhverfi.Skógurinn^veitir^ mikið skjól og þvi er veður oft mun betra þar en víðast hvar annarsstaöar. Fólki er bent á aó hafa samband vió Hótel Gevsir Þarfæstlýsingásvæðinu(kort), viðurkenningaskjöl um aö hafa tekið þatt' göngunni og góðar veitingar e.ns og þærgeras . Skógræktríkisins Hótel Geysir Atvinnumálanefnd Biskupstungna Svavar Sveinsson Kristján í Stekkholti. Síðasti textinn í söngbókinni á þorrablóti 1995 er nefndur Sálmalagið.Hann er birtur hér m. a. til að leiðrétta villur, sem í honum eru. Nokkuð er á reiki eftir hvern þessi kviðlingur er. Margir hafa talið að höfundur lmns vœri Páll Guðmundsson, sem var bóndi á Hjálmsstöðum í Laugardal. Aðrir telja hann eftir Sumarliða Grímsson, sem varfæddur íÁsakoti hér í sveit árið 1883 en bjó síðast í Litla-Hvammi í Reykjavík. Um leið er rétt að gera svolitla grein fyrir Kristjáni þessum, sem Tungnamenn mœra svo oft og innilega með þessu Ijóði. Kristján var Kristjánsson, fæddur 29. ágúst 1862 í Götu í Holtum. Foreldrar hans voru Kristján Hreinsson, bóndi í Götu og víðar, og bústýra hans, Hólmfríður Björnsdóttir í Bakkakoti á Rangárvöllum. Kristján bjó í Stekkholti hér ísveitfrá 1892 til 1915 ásamtkonu sinni, Guðrúnu Sigurðardóttur. Hún varfœdd á Breiðavaði íAustur- Húnavatnssýslu 17. september 1865. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Guðmundsson og Sigríður Jónsdóttir, sem bjuggu á Breiðavaði. Önnur dóttir þeirra, Ásdís, var kona Brynjólfs Eyjólfssonar, en þau bjuggu á Miðhúsum hér í sveit frá 1886 til 1913. Kristján og Guðrún áttu tvö börn bæði fædd íStekkholti.Ólöf varfædd 4. júní 1892. Hún var seinni kona Þorsteins Björnssonar, semfæddur var á Réttarhóli á Grímstunguheiði í Austur-Húnavatnssýslu. Þau bjuggu fyrst í Skálmhotshrauni í Villingaholtshreppi en síðar á Hellu í Rangán>allasýslu og voru þaufyrstu erþar settust að. Síðar bjuggu þau í Selsundi á Rangárvöllum en fluttu þaðan til Hafnaifjarðar 1947 vegna öskufalls úr Heklu. Jónas varfæddur 19. maí 1894. Kona hans var Ágústa Þorkelsdóttir, semfœdd var á Brekkum í Hvolhreppi. Þau bjuggu í Vetleifsholti íHoltum. Kristján og Guðrún ólu upp Höllu Sæmundsdóttur, sem varfædd í Hrauntúni hér í sveit árið 1899. Maður hennar var Guðlaugur Jónsson, sem varfæddur á Hárlaugsstöðum í Holtum árið 1896, og bjuggu þau í Vegatungu hér í sveit frá 1944 til 1952. Flestar heimildir að þessu eru úr Ábúendatali í Villingaholtshreppi 1801 - 1951 eftir Brynjólf Ámundason. A. K. Kristján í Stekkholti í kaupstað með nautin sín ríður. Kúfskjótta merin sem ljósgeisli um jörðina líður. Hátt ber hann lof. Hans er þó aldrei um of. Safnaðarfulltrúinn fríður. Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.