Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 9
íþróttamaður og frjálsíþróttamaður ársins Tómas Grétar Gunnarsson í Asparlundi skipaði sér á rmeðal bestu hástökkvara og stangarstökkvara landsins á árinu 1994. Innanhúss stökk hann 1,95 m. Á íþróttahátið HSK sigraði Tómas bæði í stangarstökki og hástökki og tryggði sér sæti í landsmótsliði HSK. Á Landsmótinu sýndi hann mikla keppnishörku við sérlega erfiðar aðstæður í hástökkskeppninni og sigraði með glæsibrag og stökk 1,91 m og varð fjórði í stangarstökki með 4,00 m. Sigur Tómasar í hástökkinu á Landsmótinu var annar tveggja hápunkta á keppnistímabili hans. Hinn hápunkturinn kom þegar hann bætti með eftirminnilegum hætti íslenska unglingametið (20 ára og yngri) í stangarstökki og stökk 4,31 m. Með þessum árangri náði Tómas lágmarki til keppni í Norðurlandalandskeppni unglinga sem fram fór í Huddinge í Svíþjóð. Þar hafnaði hann í sjöunda sæti. Með árangri sínum í sumar hefur Tómas sannað rækilega að hann er efnilegasti stangarstökkvari landsins og að hann er mikill keppnismaður þegar mikið liggur við. Framkoma Tómasar utan vallar sem innan er ávallt til fyrirmyndar og hann hefur náð að tvinna saman æfingar, keppni og nám svo að til eftirbreytni hlýtur að teljast. Þráinn Hafsteinsson, landsliðaþjálfari Tómas Grétar Gunnarsson. Borðtennismaður ársins Ég hef verið þeirrar blessunar aðnjótandi að hafa verið þjálfari leikmanna Umf. Bisk. frá því að reglulegar æfingar hófust. Margir leikmenn eiga skilið að vera valdir sem borðtennismenn ársins hjá félaginu. Einn verður þó að taka það að sér að vera fulltrúi þessa gjörvilega hóps. Fremstan meðal jafningja tel ég vera Þorvald Skúla Pálsson. Hann hóf reglulegar æfingar haustið 1993 og hefur því æft borðtennis í um eitt og hálft ár. Hann varð fyrstur leikmanna Umf. Bisk. til að vinna sig upp um flokk og er nú í toppbaráttunni í I. flokki karla. Þorvaldur hefur allt það til brunns að bera, sem einkennir góðan íþróttamann. Hann tekur íþrótt sína alvarlega og leggur sig allan fram við æfingar og keppni. Hann er góðurfélagi og framkoma hans til sóma bæði innan og utan vallar og því prýðis fyrirmynd yngri leikmanna. Til hamingju Þorvaldur, þú ert á réttri leið. Kristján Viðar Haraldsson, þjálfari. Hver er syndari ársins ? Sundmaður ársins I ár varð fyrir valinu Sigrún Guðjónsdóttir. Sigrún mætir mjög vel á æfingar og er bæði samviskusöm og dugleg. Einnig hefur hún náð bestu tímum af sundkrökkunum í Biskupstungum í hinum ýmsu sundgreinum. Guðbjörg H. Bjarnadóttir, þjálfari. Þorvaldur Skúli Pálsson. Sigrún Guðjónsdóttir. Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.