Litli Bergþór - 01.03.1995, Page 5

Litli Bergþór - 01.03.1995, Page 5
Þorragæla I söngbók á þorrablóti 1995 er Ijóð um þorrann. Þar er greintfrá því að Þórður Kárason hafi ort það fyrir fyrsta þorrablótið hér í sveit á síðari tímum að beiðni þeirra Lilju Júlíusdóttur og Fríðar Pétursdóttur árið 1955. Þær höfðu forgöngu um að blótið var haldið, og er sagt að þœr hafi sótt fyrirmyndina til Siglufjarðar. Sumirmuna enn þegar þetta varflutt, og er Halldór á Litla-Fljóti, sonur Þórðar, einn þeirra. Hann segir svo frá að Lilja og Fríður hafi beðið föður sinn að yrkja eitthvað til að syngja á blótinu og helst eitthvert glens um sveitungana. Þórður hafði stundum gert þaðfyrr á árum. Einkum er þekktur piparsveinabragurinn, sem hann mun hafa ort árið 1932. Sagt hefur verið að sumum, sem ort var um íþeim brag, hafi sárnað og Þórður ekki viljað verða til þess aftur. Þetta Ijóðfengu þær, og var Þorsteinn á Vatnsleysu fenginn til að syngja það. Hann hafði þann formála aðflutningi sínum að nú væru þeirþrír í sóknarnefnd Torfastaðakirkju, Sveinn í Miklaholti, Þórður á Litla-FIjóti og hann sjálfur. Þeir vœru nú orðnir nokkuð gamlir og vœri samanlagður aldur þeirra 200 ár. A árum áðar hefðu þeir stundum lagt nokkuð afmörkum við skemmtanahald. „Þórður orti, ég söng en Sveinn rýmdi bæinn og bauð öllum heim til sín á skemmtunina. “ Þorsteinn söng síðan braginn undir laginu, sem notað er við sönginn alkunna „Þegar hnígur húm að Þorra “. A K Þorragæla hin minni. Þórður Kárason. Myndina tók Grétar Eiríksson ífjallferð. Oft má lýðsins sakna siðar sem að lagður var til hliðar. Aukum blót til árs og friðar hér eina stund í kvöld. Karl á stundum kaldan anda, kólgur fram úr vitum standa. Brúar vötn til beggja handa þó brúki ei smíðatól. En stundum eru hans brúnir blíðar bitrar hvergi nærri hríðar. Sauðfé unir upp til hlíðar og ekki af Þorra veit. Hér er kominn karlinn Þorri kynslóð til að heilsa vorri. Er með gnægðir hönd í hvorri sem henta vorri þjóð. Mætavel hann rósir ristir rúður á og sýnir listir. Þegar gráan hausinn hristir fer heljarkuldi um storð. Þorra fagna ætíð eigum öruggum og karli seigum. Þó að hér sé þurrt við megum samt Þorra drekka skál. Ei skal kvíða komu Þorra komi hann sæll til húsa vorra. Sýnum dæmi séra Snorra er sigur ætíð vann. Fjöllin hvítum kufli klæðast klakabrynju undir væðast. Skepnur þessar hreður hræðast og húsa flýja til. Þórður Kárason Litla-Fljóti. HJÓLBARÐA VIÐGERÐIR HJÓLBARÐASALA OPIÐ: Mánudaga — föstudaga kl. 08.00 - 18.00 laugardaga kl. 10.00 - 15.00 sunnudaga frá 15. júní til 15. ágúst kl. 13.00 - 17.00 AUSTURVEGI 58 - SELFOSSI - SÍMI 98-22722 HEIMASÍMAR 98-22371 - 22289 - 22346 - 22881 Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.