Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 20
Barnakór Biskupstungna Það hefur sannarlega verið mikil sveifla í starfi Barnakórsins frá síðastliðnu vori. Þá var send spóla með söng kórsins til Kalundborgar Barnakór Biskupstungna ásamt stjórnanda sínum Hilmari Erni í Skálholtskirkju. svo mótshaldar í árlegri kórakeppni gætu tekið afstöðu til þess hvort kórinn ætti yfir höfuð nokkurt erindi á kórahátíðina. Ýmsir stórviðburðir áttu sér stað hjá þjóðinni svo sem 50 ára lýðveldishátíðin á Þingvöllum og Landsmót Ungmennafélaganna á Laugarvatni og söng kórinn á báðum þessum hátíðum. I september barst jákvætt svar frá Kalundborg. Börnin og foreldrar höfðu í sumar haft þá fyrirhyggju að byrja að safna peningum til fararinnar, ef af henni yrði, og seldu þau vörur, sem þau gerðu eða þeim voru gefnar, í sölutjaldinu í sumar. Þar söfnuðust rúmar kr. 100.000,- og voru allir hreyknir af því framtaki ekki síst börnin. Þann 18. nóvember var farið í Kringluna með vörur og allan kórinn og söng hann þar allan eftirmiðdaginn á klukkutíma fresti og seldi brodd, rúgbrauð kökur, penna, þurrkaðar rósir, jólakort o.fl. Þarna söfnuðust aðrar 100.000,- og stolt barnanna var mikið eftir daginn. Svo var gert söluátak í pennum og jólakortum. Börnin gerðu tillögur að jólakortum en Toril Malmö teiknaði fyrir kórinn mjög táknræna jólamynd af Skálholtskirkju og börnum að syngja. Sala á kortunum og pennum gaf í aðra hönd um kr. 110.000,-. Kórinn naut jafnframt styrkja frá velunnurum og þannig átti hann til fararinnar um kr. 400.000,- um áramótin. Vonir okkar stóðu til að hægt væri að sækja í hina ýmsu menningarsjóði til styrktar á ferð til Kalundborgar en reyndin hefur verið sú að sjóðirnir setja sér þannig reglur að ekkert fjármagn hefur fengist úr þeim til fararinnar. Leitað var til safnaðarnefnda og hrepps og hefur hvor aðili veitt í fararstyrk kr. 200.000,- og þakkar kórinn innilega fyrir þann stuðning sem í þessu felst. Leitað var til fleiri aðila og hefur prófasturinn sr. Tómas Guðmundsson gefið loforð fyrir styrk allt að ki\ 100.000,- þegar þetta er skrifað. Ekki hafa fleiri svarað jákvætt beiðnum okkar, enn sem komið er, en ljóst er að ferðin verður farin með öll börnin og mun sameiginlegur sjóður standa straum af ferðinni fyrir börnin. Eins og alltaf vill verða í samfélögum eins og okkar þá heyrast úrtöluraddir þar sem fólk býsnast yfir kostnaði og velta fyrir sér hvaða aðilar muni nú græða á þessu öllu saman en við foreldrar erum mjög þakklát fyrir þann stuðning sem samfélagið og aðrir hafa veitt börnunum okkar og þökkum einlæglega fyrir það. Við erum líka viss um að samfélagið og áframhaldandi söngstarf mun eflast þegar tekist er á við eins skemmtilega hluti og nú eru framundan. Við höfum lagt inikla áherslu á að safna fyrir þeim kostnaði sem hlýst af ferð barnanna út, enda eru heimili barnanna misjafnlega í stakk búin til að geta staðið straum af slíkum kostnaði, og það má ekki verða til þess að einhver fær ekki tækifæri til að koma með. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að þeir foreldrar sem ætla að styðja við kórinn með því að fara með honum munu greiða eigin ferðakostnað sjálfir. Mikill áhugi var á að fá eins peysur á öll börnin sem einkenndi þau og var leitað til Landsbankans eftir styrk til þess að prenta á peysur. Landsbankinn veitti kr. 25.000,- í styrk til þessa en í staðinn var Landsbankamerkið sett á aðra ermi peysanna. Sigrún á Engi gerði mjög skemmtilega mynd sem skreytir peysurnar að framan. Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.