Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 18
SANDVATN A HAUKADALSHEIÐI frh. Ásbrandsárinnar til þess að veita vatninu aftur niður Sandárfarveginn. Við þessar framkvœmdir lœkkaði vatnsyfirborð Sandvatnsins sem leiddi til þess að svokallaður Syðri-Flói við Sandvatn þornaði aftur upp og þaðan hafa nú síðastliðin ár gengið gífurlegir sandbyljir suður Haukadalsheiðina sem hafa eyðilagt gróður á stórum svœðum á heiðinni. Þetta hefur aukið erfiðleikana við frekari landgrœðsluframkvœmdir á svœðinu og enn hefur ekki tekist að hefta sandfok við Sandvatn þótt vissulega hafi mikið áunnist í uppgrœðslumálum á heiðinni. FYRIRHUGAÐAR FRAMKVÆMDIR Landgrœðslan hefur um allnokkurt skeið áformað að stöðva uppblástur á Sandvatnssvœðinu. Til að svo megi verða þarf vatnsyfirborð Sandvatns að verða stöðugra og virðist eðlilegast að endurgera stíflu í Sandárfarvegi og nýja stíflu með yfirfalli í Syðri-Ásbrandsá en þar er landið hvað hœst af þessum þrem útföllum. En eftir að jökulvatn hvarf að mestu úr Ásbrandsá og þá Tungufljóti hafa menn vanist fljótinu tœru og óska Biskupstungnamenn eftir því að svo verði áfram sé þess nokkur kostur. Því þyrfti að gera aðrennslisskurð úr Syðri-Flóa í Sandá og afrennslið yrði þá niður í Hvítá. Haustið 1992 voru aðstœður á svœðinu skoðaðar af Helga Bjarnasyni og Páli Bjarnasyni og gerðu þeir frummœlingar á aurasvœðinu og helstu stíflustöðum sem til greina komu. Við þœr athuganir kom fram að land er mjög flatt á aurasvœðinu og afrennsli af svœðinu hefur flœmst þar allvíða fyrrum, sérstaklega í stórflóðum í Farinu eftir jökulhlaup Hagavatnsjökuls, síðast árið 1980. Af loftmyndum og landakortum að dœma sést að rennsli hefur verið frá aurasvœðinu sunnan vatnsins, áleiðis til Sandár í flóðum og því er Ijóst að möguleiki er á að gera afrennslisfarveg á svipuðum slóðum af aurasvœði til Sandár. Við þœr aðstœður þarf vatnsborð við afrennsli að vera 1- 1,5 m hœrra en landhœð og því þarf að reisa lágar stíflur í fyrri útrennsli Ásbrandsár frá aurasvœðinu. Þessi veituleið var lauslega hœðarmœld 23. júní 1993 og kom í Ijós að tiltölulega auðvelt vœri að stífla fyrri útrennsli til Ásbrandsár þannig að rennsli fengist til norðausturs yfir í farveg Sandár. Þœr aðgerðir sem ráðst þarf í við Sandvatn til að hœkka vatnsborð þar og koma vatni á aurasvœðið neðan vatnsins eru eftirfarandi: 1. Hœkka grjótklœðningu á stíflu í Sandá um 0,5-0,8 m og gera flóðyfirfall við stífluna. 2. Hœkka þarf nyrðri stíflu við vatnið um 0,5 m og bœta við grjótvörn á stífluna. 3. Gera þarf útrennsli úr Sandvatni með því að hafa grjótyfirfall á núverandi syðri stíflu yfir á aurasvœðið. Þarf þá að lœkka stífluna á þeim hluta um 1,3 m og klœða stíflufláa beggja megin með grjóti til ölduvarnar. 4. Reisa þarf stíflur í fyrri útrennsli af aurasvœði, við nyrðri og syðri kvíslar Ásbrandsár. Hœð á stíflum rœðst annars vegar af þeirri vatnsborðshœð sem þarf til að þekja aurasvœðið og hins vegar af þeirri hœð vatnsborðs, sem þarf til að rennsli fáist af svœðinu til Sandár. 5. Lagfœra þarf og hugsanlega tryggja rof í afrennsli hins nýja farvegar til Sandár af aurasvœði. Ekki er gert ráð fyrir að grafa þurfi fyrir afrennsli svo nokkru nemi nema þar sem hœtta er á jarðvegsrofi, þar þarf að klœða farveg. TÆKNILEGAR FORSENDUR Til að vatn nái yfir allt aurasvœðið og geti runnið til Sandár þarf hœð vatnsborðs að vera a.m.k. 273,5-274,0 m.y.s. að jafnaði. Með þeirri hœð yrði vatnsdýpi í útrásarfarvegum um 1,8-2,0 m. Ef vatnsborð Sandvatns verður hœkkað um 0,5 m frá núverandi hœð yrði hœðarmunur á vatninu og vatnsborði á aurasvœði um 1,7 m. Stíflugarðar í útrásum neðan aurasvœðisins verða því að vera um 4 m á hœð og með fláum 1:2 og 1:2,5. Ekki er gert ráð fyrir yfirfalli eða framhjárennsli við þœr en verði óvenjuhátt vatnsborð á svœðinu af einhverjum sökum eru skörð á milli stíflanna, þar sem vatn mun geta runnið um við vatnsborð sem er 0,5-1,0 m hœrra en við eðlilegt rennsli. Ennfremur mun útrás vatnsins til Sandár verða gerð þannig að stíflugörðum verði ekki hœtta búin. Við hlaup í Hagafellsjökli er viðbúið að rennsli stóraukist í Farinu. Gert er ráð fyrir að það rennsli geti runnið um stífluyfirfall Sandár en hœkkun í Sandvatni getur við þœr aðstœður orðið veruleg. Þurfa stíflumannvirki við vatnið að þola a.m.k. 1 m hœkkun vatnsborðs án þess að þeim sé hœtta búin. FRAMKVÆMDAÁÆTLUN Byrjað yrði á verkinu með byggingu varnargarða við aurasvœði sbr. lið 4 hér að ofan, þá yrði syðri stífla Sandvatns hœkkuð og gert yfirfall þar, síðan yrði nyrðri stífla hœkkuð og loks stíflan í Sandá og þar gert yfirfall við hlið stíflu. Síðan yrði farvegur af aurasvœði til Sandár lagaður samhliða því að vatn tœki að renna af svœðinu. Gert er ráð fyrir því að verkið taki 10-12 daga. Er þá miðað við að notaðar verði 1-2 ýtur, 1-2 gröfur og 2 vörubílar auk valtara. Ekki er talið að gera þurfi sérstaka efnisleit á svœðinu fyrir byggingarefni. Nœgjanlegt efni virðist vera fyrir hendi í nœrliggjandi hólum og hœðum til stíflugerðar og reynsla er komin á það efni í þeim stíflum sem byggðar voru við Sandvatnið. Notast þarf við síudúk undir grjótklœðningu í fláa stíflananna vatnsmegin og í yfirföll. Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.