Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.03.1995, Blaðsíða 12
AISI AUÐHOLT Viðtalið: Rætt við Jón Bjarnason í Auðsholti. Jón Bjarnason. Biskupstungur hafa frá alda öðli verið umluktar torfœrum ám, og áður en vegir og brýr nútímans komu til sögunnar upp úr síðustu aldamótum, voru ferjustaðirnir lífæð Tungnamanna. Lögferjur voru á Hvítá við Iðu og Auðsholt. Aðrar ferjur voru á Brúará við Spóastaði og á Tungufljóti við Krók. Þeimfækkar nú óðum, sem aldir eru upp við ferjurnar og muna notkun þeirra. Einn þeirra er Jón Bjarnason í Auðsholti, ern unglingur á nírœðis aldri. Fréttamaður Litla-Bergþór brá sér í heimsókn til hans einn bjartan en kaldan vetrardag í byrjun mars, til að spjalla við hann um lífið við ferjustaðinn ogfleira. Eins ogflestum mun kunnugt liggur Auðsholt austan Hvítár, gegnt Laugarási og eru aðeins nokkur hundruð metrar milli staðanna, yfir ána. Efaka á þjóðveginn, eru hinsvegar um 30 kmfrá Laugarási í Auðsholt. Fréttamaður var svo heppinn að Hvítá var á traustum ís og sótti Borgþór, sonarsonur Jóns, Irann yfir ána á jeppatrölli sínu. Ferðin gekk vel og tók ekki nema nokkrar mínútur að aka yfir, þráttfyrir skafrenning og þæfymgs fœri. Séð heim að Auðsholti yfir ísilagða Hvítá, frá Auðsholtshamri. Þegar við höfum komið okkur vel fyrir í stofunni hjá Jóni, liggur fyrst fyrir að spyrja um ætt og uppruna að íslenskum sið. Jón: Ég er ættaður úr Tungunum í báðar ættir. Foreldrar mínir voru Bjarni Jónsson og Vigdís Pálsdóttir. Forfeður mínir í beinan karllegg hétu reyndar Jón hver fram af öðrum og bjuggu áður á Brú, Kjarnholtum, Galtalæk og víðar. Langafafaðir Út á miðri Hvítá. Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.