Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 16
Frá Landgræðslufélaginu Hér er ætlunin að segja frá tveimur framkvæmda- dögum á vegum Landgræðslufélagsins í sumar. Félagið hefur haft forgöngu um fleira. Þar er að telja áburðar- dreifingu í Skálholtstungu og við Arbúðir. En hér verður sagt frá áburðardreifingu fyrir innan Sandá og ferð, sem farin var í september inn Haukadalsheiði og í Fremstaver. Fyrri dagurinn er miðvikudagurinn 28. júní. Þá fór hluti sauðfjárbænda úr Biskupstungum inn fyrir Sandá að dreifa áburði og fræi. Landgræðslan hefur lengst af séð um áburðardreifingu á uppgræðsluna við Sandá, en á síðasta ári tóku sauðfjárbændur að sér að sjá um að koma út áburði á þetta svæði. Aburðinn greiða Biskupstungnahreppur, sauðfjárbændur og Land- græðslan í sameiningu. Þorfinnur og Garðar á Spóastöðum, Björn í Utlilíð, Sigurður á Furubrún, Arnheiður í Gýgjarhólskoti og Helga á Gýgjarhóli í nýrœkt á Haukadalsheiði. Sandvatn, Sandvatnshlíð og Bláfell í baksýn. Við Eiríkur lögðum af stað frá Gýgjarhólskoti eftir mjaltir og tókum Magnús á Kjóastöðum með. Tvo traktora áttum við á Kattarhrygg, annan fyrir áburðar- dreifara en hinn fyrir vagni. Þeir höfðu verið daginn áður við Árbúðir við áburðardreifingu. Á vagninum voru 6 tonn af áburði og um 300 kg af grasfræi. Þessu ætluðum við að dreifa í grennd við sæluhúsið í Fremstaveri. Inn í Fremstaver vorum við komin um kl. 11. Þá var að renna í hlað Guðmundur bóndi á Vatnsleysu, á sinni Fiat dráttarvél með áburðardreifara, tilbúinn í slaginn. Fljótlega birtist Valur á Gýgjarhóli búinn traktor og áburðardreifara. Var strax hafist handa við að blanda áburði og fræi í dreifarana og spreða þessu síðan út um melana. Eftir nokkra stund kom Amór í Arnarholti á dráttarvél með áburðardreifara. Þetta virtist ætla að ganga alveg eins og í sögu. Veðrið var að batna. Þokunni frá því um morguninn að létta og veðrið hið ákjósanlegasta til áburðardreifingar. Þá neitaði Zetorinn hans Arnórs að dreifa áburði og þurfti að hefja samninga við hann. Rétt í sama bili kom Eiríkur labbandi, hann var kominn í hvarf og búinn að festa traktorinn í drullu. Valur fór að draga hann upp, svo nú var Gummi einn um áburðardreifinguna. Þetta átti að vera búið kl. 1, því þá ætlaði Róbert að mæta með fullan bíl af áburði við uppgræðsluna við Sandá. Þetta hafðist þó allt. Valur dró Eirík upp án þess að festa traktorinn. Að vísu festi Valur sig sjálfan undir áburðardreifaranum svo að korraði í honum. Þegar Arnór var búinn að semja við traktorinn, var Gummi rétt búinn að dreifa. Klukkan var líka orðin eitt svo ég dreif mig á mínum fjallabíl niður að Sandá að athuga málið. Þar var Róbert mættur með áburðinn. Einnig voru komnir þar vaskir menn með sína áburðardreifara, Kjartan í Tungu, Heimir á Krók og Margeir á Brú. Þeir voru farnir að setja í dreifarana. Athugað var með stillingar á dreifurunum til að dreifimagnið yrði við hæfi (um 150 kg/ha). Þeir fóru svo að dreifa þvert á graslendið þarna. Fljótlega bættist Ragnar ráðsmaður á Torfastöðum í hópinn. Svo komu þeir sem verið höfðu að dreifa við Fremstaverið. Nú fór þetta að ganga vel. Þó er alltaf erfitt að halda röð í svona dreifingu, langt á milli og ekki alltaf hægt að keyra beint af augum vegna skorninga og annars landslags. Það er helst að passa að ekki sé oft dreift á það sama. Um kl. 15 kom Jóhannes á Brekku með annað áburðarhlass, sem gekk greiðlega að dreifa. Klukkan 17 var búið að dreifa öllum áburðinum. Þá var sest niður og borðað nesti og málin rædd. Síðan var hugsað til heimferðar. En mikill hluti af tímanum sem fer í þessa dreifingu liggur í milliferðunum. Það voru allir ánægðir eftir gott dagsverk. Föstudaginn 8. sept. var farin ferð á vegum félagsins inn á Haukadalsheiði, innúr „á milli vatna“ og endað í Fremstaveri. Farið var frá Haukadal upp úr kl. 13 á þremur jeppabifreiðum. Með í för voru 9 félagar í Landgræðslufélaginu, landgræðslustjóri og starfsmaður Landgræðslunnar, Aðalsteinn Steinþórsson. Sigurður Greipsson og frú fylgdu ferðinni af stað á bíl frá Landgræðslunni. Farið var upp í gegnum skógræktarlandið í Haukadal og inn á Haukadalsheiði. Þar var stoppað, landið og gróðurinn skoðaður, í mjög góðu veðri, undir leiðsögn starfsmanna Land- græðslunnar. Þar mátti sjá lúpínuplöntur, melgresis- sáningar og uppgræðslu með kjötmjöli, svo eitthvað sé nefnt. Áburðardreifing við Sandá. Af Haukadalsheiði var farið inn á Biskupstungna- afrétt með því að keyra eftir stíflugörðum milli Sandvatnanna og yfir affallið úr efra vatninu. Þegar allir voru komnir heilu og höldnu upp úr ánni dreif landgræðslustjóri í að festa landgræðslujeppann í sandbleytu við vatnið. Björn í Uthlíð brá snarlega við og dró farartækið upp úr drullunni með sínum eðaljeppa. Torfur niður við vatnið undan Sandvatnshlíð voru skoðaðar úr tjarlægð og nánar með fuglaskoðunarkíki Ingólfs á Engi. Á torfunum sáust 6 kindur. Ákveðið var að Landgræðslan sæi um að girða þessar torfur. Síðan var ekið að Rótarmannagili og skoðaður árangur af því starfi sem þar hefur verið unnið. Þá var farið í Fremstaver og drukkið þar kaffi, borðaðar samlokur og kaka og málin rædd. Þegar allir voru mettir var haldið heim á leið. Komið var við í girðingunni við Djúphóla og skoðaður gróður þar. Aftur var komið í Haukadal um kl. 19 eftir vel heppnaða ferð. Arnheiður Þórðardóttir Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.