Litli Bergþór - 01.07.1997, Qupperneq 3

Litli Bergþór - 01.07.1997, Qupperneq 3
Ritstjómargrein Aðalfundur Ungmennafélags Biskupstungna endurkaus enn ritnefnd þá er séð hefur um útgáfu Litla-Bergþórs síðustu ár. Sýnir það að forusta og virkir félagar Ungmennafélagsins láta sér vel líka hvernig blaðið er úr garði gert og hvað þar er lögð áhersla á. Hlutverk Litla-Berþórs eru nokkur. Það er að sjálfsögðu fyrst og fremst málgagn Ungmennafélagsins og flytur því allar helstu fréttir af starfinu hjá því, úrslit íþróttamóta og fréttir af öðru, sem er verið að gera á vegum félagsins og birtir skilaboð og viðhorf stjórnar þess í sérstöku formannspjalli. Einnig er reynt að greina frá starfi annarra félaga í sveitinni svo og því helsta, sem fréttnæmt er að vettvangi sveitarstjórnar. Almenn tíðindi eru tíunduð í sérstökum fréttaþætti. Upp á síðkastið hafa verið tekin nokkur viðtöl við fólk í sveitinni, sem hefur frá einhverju skemmtilegu að segja, hvort sem er úr fortíð eða í nútíð. Sótt er eftir efni frá nemendum Reykholtsskóla, einkum því sem er vel unnið og áhugavert. Stundum rekst ritnefnd á ýmislegt, sem snertir Tungurnar, í öðrum ritum og bókum, sem hún metur þess virði að birta. Flestu öðru efni koma höfundar á framfæri við ritnefnd. í vaxandi mæli verður þess vart að höfundar vandaðra og vel unninna greina vilja fá þær birtar í Litla-Bergþór með það fyrir augum að koma þeim á framfæri og að þær séu varðveittar, því eftir það eru þær aðgengilegar öllum um ókomna tíð t. d. á Landsbókasafni. Þetta er mikil viðurkenning á gildi blaðsins, en gerir jafnframt kröfu til að vanda allan frágang þess. Fjárhagur blaðsins byggist á áskriftargjöldum tryggra kaupenda, stuðningi nokkurra aðila, sem fá vörur sínar og þjónustu kynnta í blaðinu, og sjálfboðavinnu ritnefndar og þeirra sem skrifa í blaðið, því engin ritlaun eru greidd. Hér er því um algjörlega sjálfstætt mennigarstarf að ræða, sem hefur verulegt gildi bæði fyrir Ungmennafélagið og sveitina í heild. Það sýnir að ungmennafélögin hafa hlutverki að gegna við að gefa mannlífinu í sveitarfélögum, þar sem þau starfa, þroskandi innihald. A. K. BISK-VERK Tökum að okkur alla byggingastarfsemi Nýsmíði - Viðhald Sumarhúsaþj ónusta Þorsteinn Þórarinsson, sími Skúli Sveinsson........... Bflasími 486 8782 486 8982 853 5391 Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Jens Pétur Jóhannsson Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Heimasími 486-8845 Verkstæði sími 486-8984 Bílasími 853-7101 Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.