Litli Bergþór - 01.07.1997, Side 6

Litli Bergþór - 01.07.1997, Side 6
Hreppsnefndarfréttir Hreppsnefndarfundur 11. mars 1997. Mættir voru allir hreppsnefndarmenn. Einnig voru mættir Einar Sveinbjömsson endurskoðandi og skoðunarmenn Biskupstungnahrepps Þorfinnur Þórarinson og Sverrir Gunnarsson. Ársreikningur sveitarsjóðs 1996, fyrri umræða. Lagður fram ársreikningur Biskupstungnahrepps 1996 ásamt sundurliðun. Einar Sveinbjömsson endurskoðandi, fór yfir reikninginn og skýrði hann. Reikningurinn er undirritaður af Halldóri Hróari Sigurðssyni og Einari Sveinbjörnssyni löggiltum endurskoðendum og skoðunarmönnum Biskupstungnahrepps Þorfinni Þórarinssyni og Sverri Gunnarssyni. Lagt fram bréf frá Sigurði Sigurðarsyni og Jóni Pálssyni þar sem þeir fara fram á stuðning við sýningu 16 listamanna Myndhöggvarafélags ísl. í Skálholti í sumar. Samþykkt að leggja fram kr. 10.000,-. Lagt fram bréf Þjóðminjasafns Islands þar sem hvatt er til skráningar fomleifa í heimabyggð. Hreppsnefnd bendir á að unnið hafi verið að skráningu fomleifa fyrir nokkmm ámm og veruleg gögn séu til um þær. Lagt fram bréf frá U.M.F.Bisk. ásamt ársreikningi 1996. Fundarboð SASS. Aðalfundur SASS verður á Hótel Geysi 4. og 5. apríl 1997. Kosnir voru á fundinn Gísli Einarsson, Svavar Sveinsson og Sveinn Sæland. Lagður var fram úrskurður Umhverfis- ráðuneytisins um veitingu byggingarleyfis á Iðu II. Málinu var vísað frá og f framhaldi af því samþ. hreppsnefnd að auglýsa skipulagstillöguna til staðfestingar. Bréf Slysavarnadeilda á Suðurlandi þar sem farið er fram á stuðning við gerð fræðslumyndar um jarðskjálfta. Samþykkt að leggja fram kr. 25.000,-. Lagt fram bréf frá Heilsugæslustöðinni í Laugarási, þar sem þeir leggja til að sveitarfélög í Laugaráshéraði sameinist um að ráða félagsráðgjafa og sálfræðing á starfssvæði sitt. Hreppsnefnd tekur undir erindið og vísar því til oddvitanefndarinnar. Lagt fram bréf frá 26. 2.1997 frá Pétri Skarphéðinssyni heilsugæslulækni varðandi tengingu nýrrar heilsugæslustöðvar við varaaflstöð. Farið er fram á kr. 200,- á íbúa. Samþykkt að leggja fram kr. 100,- á íbúa, enda verði kostnaði haldið í lágmarki. Sent almannavarnarnefnd til umfjöllunar. Lagt fram bréf frá Ferðamálaráði ísl. Ferðamálaráð hefur samþ. að veita styrk til uppbyggingar gönguleiða um Reykholt kr. 150.000,- og til gönguleiða í Laugarási kr. 150.000,-. Hreppsnefnd staðfestir að hún muni nýta styrkinn. Lagt fram bréf frá Barnakór Biskupstungna með ósk um fjárstyrk. Vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Fjárhagsáætlun. Frekari vinnslu frestað og afgreiðslu frestað til næsta fundar. Sveinn Sæland tekur sæti í hreppsráði af hálfu H- lista. Lagt fram bréf frá Orlofssjóði Bandalags Hákólamanna, þar sem farið er fram á að sveitarfélagið sjái um snjómokstur í Brekkuskógi. Samþykkt að kosta mokstur í Brekkuskógi fyrir páska í ár. Hreppsráðsfundur 20. mars. 1997. Fjárhagsáætlun, framhaldsvinna. Nefndarmenn yfirfóru hluta af fjárhagsáætluninni með aðhald á rekstri í huga. Kristinn Bárðarson skólastjóri mætti og gerði grein fyrir rekstri skólans. Hreppsráðsfundur 2. aprfl 1997. Vinna við fjárhagsáætlun. Haldið var áfram vinnu við fjárhagsáætlun og ákveðið að ljúka tillögum um hana á fundi 8. apríl kl. 10. Þá mætir endurskoðandi hreppsins Einar Sveinbjömsson og aðstoðar við gerð þriggja ára áætlunar. Bréf frá U.M.F. Bisk. Undirskriftarlisti frá aðalfundi Iþróttadeildar og áskorun um byggingu íþróttahúss. Kynnt bréf frá Sorpstöð Suðurlands dags. 5. febrúar 1997. Þar er leitað eftir áhuga sveitarfélaga á söfnun pappírs. Ákveðið að boða saman umhverfísnefnd og fá umhverfisfræðing Sorpstöðvarinnar á fundinn til kynningar á málinu. Bréf Félagsmálaráðuneytisins 12. febrúar, þar er kynnt úthlutun stofnframlags vegna byggingar íþróttahúss samtals kr. 1.000.000,- fyrir árið 1997. Óskað er eftir málsettum grunnmyndarteikningum, heildarkostnaðaráætlun og stuttri greinargerð um framkvæmdamáta. Bréf frá eigendum Klifs dagsett 11. mars 1997. Ósk um leyfi til byggingar 60 m2 bústaðs á jörðinni. Hreppsnefnd samþykkir og vísar erindinu til bygginganefndar. Bréf fjárhaldsmanns Héraðsnefndar dags. 22. febrúar 1997. Þar kemur fram að hlutdeild Biskupstungnahrepps vegna stofnkostnaðar og meiriháttar viðhalds fyrri ára er kr. 72.079,-. Bréf Samb. ísl. sveitarfélaga dags. 17. mars 1997. Kynntur hluti kjarasamnings við kennara vegna orlofsuppbótar. Bréf Ásborgar, ferðamálafulltrúa, dags. 25. 3.1997. Hún vísar til hlutafélagsins Langjökuls hf, sem leitað hefur eftir samstarfi við Biskupstungnamenn um þátttöku í hlutafélagi með það fyrir augum að allir aðilar sem áhuga hafa á Langjökli til útivistar starfi saman. Hreppsráð tekur jákvætt í málið og vísar því til Ferða- málafélagsins, til kynningar meðal ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Bréf frá Rarik dags. 16. mars 1997. Rarik fer fram á lóðir undir spennistöðvar í Laugarási og Reykholti. Hreppsráð leggur til að spennistöðin í Reykholti verði færð yfir gatnamótin upp að hlið dæluhúss Hitaveitu Reykholts en óbreytt í Laugarási. Athugasemdir vegna deiliskipulags sumarhúsa á Reykjavöllum. Ein athugasemd barst og kom hún frá Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.