Litli Bergþór - 01.07.1997, Page 9

Litli Bergþór - 01.07.1997, Page 9
Hreppsnefndarfréttir Fundargerð Héraðsnefndar dags. 3. maí 1997. Fram kemur í fundargerðinni að óráðstafað sé vegna safnvega í Biskupstungnahreppi 2 millj. kr. til að viðhalds og nýbygginga á þessu ári. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 20. maí 1997. Samþykkt lánveiting til Biskupstungnahrepps að fjárhæð kr. 8.millj.vegna skuldbreytinga. Útborgun lánsins verður eftirfarandi: 40% fyrir 1. ágúst, 30% fyrir 1. okt. og 30% fyrir 1. des. Bréf frá Kynnisferðum dags. 29. maí 1997. Styrkur til ferðamálaverkefnis kr. 50.000,-. Kaupsamningur v/sumarhúss á Eiríksbakka dags. 23. maí. Hreppsráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti. Fundargerð verkefnisstjórnar um stefnumótun í ferðaþjónustu, dags. 26. maí 1997. Þar er m.a. vakin athygli á samstarfi við Menntaskólann að Laugarvatni við öll sveitarfélög sem að verkefninu standa. Með fylgja drög að verklýsingu. Fjármögnun samstarfsins er enn ekki frágengin, þannig að hugsanlega gæti aukakostnaður fallið á sveitarfélögin ef af verður. Hreppsráð leggur til að Biskupstungnahreppur verði aðili að samstarfinu. Kosning formanns þjóðhátíðarnefndar. Hreppsnefnd samþykkir að Jórunn Svavarsdóttir verði falin formennska í þjóðhátíðamefnd þetta vorið. Bréf Peiks M. Bjarnasonar, dags. 2. júní 1997. Farið er fram á að Biskupstungnahreppur neyti forkaupsréttar að sumarhúsi og lóð á Eiríksbakka. Hann myndi síðar kaupa eignina af hreppnum. Hreppsráð vísar í bókun nr. 9 í þessari fundargerð og hafnar því erindinu. Samningur milli Landgræðslu ríkisins og Landgræðslufélags Biskupstungna kynntur og Gísla falið að undirrita samninginn fyrir hönd hreppsins. HreppsnefndarfundurlO. júní 1997 Skipulag Reykholts. Sveinn fór yfir plaggið Stefnumótun - Framtíðarsýn Biskupstungnahreppur 1997-2017 og Stefnumörkun - Framtíðarsýn Reykholt 1997-2017. Samþ.var að leggja það fram sem greinargerð með aðalskipulagi Reykholts 1997-2017. Afgreiðsla tillögu um fækkun í hreppsnefnd. Við atkvæðagreiðslu greiddu atkvæði með tillögunni Sveinn Sæland, Drífa Kristjánsdóttir, Páll M.Skúlason. Á móti vom Kjartan Sveinsson, Guðmundur Ingólfsson og Svavar Sveinsson. Gísli Einarsson sat hjá. Tillagan féll því á jöfnum atkvæðum. Erindi Sorpstöðvar Suðurlands 29.maí. Á vegum Sorpstöðvar Suðurlands er í athugun að samhæfa söfnun á brotajárni. Samþ.að taka þátt í verkefninu enda leiði það til aukinnar hagkvæmni. Fundargerð Skólanefndar 9.júní 1997. Samþ. að leita eftir skýrslu frá skólastjóra um kostnað við skólahaldið á komandi vetri, þ.e. launakostnað, fjölda starfsmanna, fjölda nemenda í bekkjardeildum, samkennslu bekkjardeilda ásamt aukakostnaði samkvæmt fundargerð skólanefndar 9. júní 1997. Ályktun um Póstþjónustu. Hreppsnefnd samþykkir að fara þess á leit við Póst og Síma hf. að póstflutningar verði í Biskupstungum fimm daga vikunnar. Mörg fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar í hreppnum reiða sig á öflugt póstflutningskerfi vegna eðlis starfsemi sinnar. Umsögn um endurnýjun gistiheimilisins að Galtalæk. Sótt er um endurnýjun á leyfi til sölu gistingar að Galtalæk. Hreppsnefnd mælir með leyfinu. Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps skorar á Vegagerð ríkisins að sinna viðhaldi á gömlu Tungufljótsbrúnni og að hún verði máluð nú í sumar. Bréf Fannars Olafssonar um styrk vegnú æfinga og keppnisferða. Fannar hefur verið valinn í unglingalandslið íslands í körfuknattleik, sem er á förum á Norðurlandamót í sumar. Samþ. að styrkja Fannar um 25.000 kr. Drífa Kristjánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. I ljósi þess að fyrir dyrum stendur bygging íþróttahúss í Reykholti, sem tengjast mun sundlaugarhúsinu er fyrirsjáanlegt að þörf muni verða fyrir þann hluta hússins sem nú hýsir afgreiðslu Landsbankans. því óskar hreppsnefnd eftir viðræðum við ráðamenn bankans um hvemig bregðast megi við þessari nýju stöðu. Tekið saman af D.K. Enginn sveitarfundur í vor, síðasta áriðfyrir kosningar. Eg sem œtlaði að halda fyrstu framboðsrœðuna þar. TRÉ OG RUNNAR TRJÁPLÖNTUR - SKJÓLBELTAPLÖNTUR - LIMGERÐISPLÖNTUR ólafur ásbjörnsson GARÐYRKJUSTÖÐIN VÍÐIGERÐI ASRUN BJORGVINSDOTTIR ...................... S. 486 8849 Fars. 853 7402 REYKHOLTI s,____________________________________________> Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.