Litli Bergþór - 01.07.1997, Side 13

Litli Bergþór - 01.07.1997, Side 13
Húsdýragarðurinn í Slakka frh... Blaðamaður Litla-Bergþórs sérfagurlega innrammað leyfisbréf hangandi á vegg veitingastofunnar, dagsett í maí 1997. L-B: Eg sé að þið hafið fengið formlegt leyfi fyrir liúsdýragarði hér í Slakka. Helgi: Já, það er nú saga útaf fyrir sig og mikill sigur fyrir okkur. Það er búið að taka okkur mörg ár að fá það í gegn. Það var nefnilega hvergi í kerfinu gert ráð fyrir svona dýragarði og engar reglur eða lög til yfir þær kröfur, sem gera ætti til húsdýragarða í einkaeign. En loksins í vor komust þessar reglugerðir í gegn og þá gátum við fengið formlegt leyfi. Við vorum að sækja það núna um daginn. L-B: Hvað rœktið þið ígróðurhúsunum? Helgi: Við ræktum tómata, gúrkur og papriku. L-B: Og hvernig tekst að samræma gróðurhúsavinnuna og rekstur húsdýragarðs? Helgi: Ef vel gengur er hægt að hafa fleira fólk í vinnu. Við erum hér tvö allt árið, en á sumrin erum við með 2-3 í vinnu. Ef vel ætti að vera, þyrftu að vera hér tveir til viðbótar, en því höfum við ekki efni á ennþá. Málið er að auka söluna til þeirra sem hér koma, en til þess þurfum við að stækka húsnæðið. Nú höfum við tekjur af aðgangseyri og kaffisölu fyrir utan gróðurhúsin. Draumur okkar er að selja meira af handavinnu, leirmunum og kertastjökum, en gróðurhúsin taka það mikinn tíma að vetrinum, að lítill tími vinnst til þess að framleiða neitt að ráði. L-B: Eg á alveg eftir að forvitnast um fjölskylduhagi ykkar. Helgi: Við Björg áttum sitt barnið hvort áður en við byrjuðum að búa saman. Dóttir Bjargar, Gunnur Ösp vinnur hér hjá okkur, sonur minn, Ivar Örn var hjá okkur til 12 ára aldurs og gekk þá í Reykholtsskóla, en er nú í bænum hjá móður sinni. Nú saman eigum við svo einn son, Egil Óla, sem er 15 mánaða núna. Það má segja að hann sé lítið kraftaverk, því við vorum búin að reyna að eignast barn í mörg ár og búin að gefa það upp á bátinn. Og ekki ber á öðru, þarna situr Egill Óli í grasinu með dýrunum, með ljósar krullur eins og lítill engill í sólinni. Brosandi út að eyrum með ísinn sinn um allt andlit. Það væsir greinilega ekki um hann frekar en dýrin og skömmu seinna er hann sofnaður í vagninum sínum. Meðan við Helgi höfum setið að spjalli hefur Björg verið á þönum, að sinna barni, dýrum og gestum. Það er greinilega nóg að gera og blaðamaður veit að þau eiga eftir að skreppa „í bæinn“ í dag líka. Svo það er ekki til setunnar boðið. Eftir að hafa smellt af nokkrum myndum af dýrum og fólki í húsdýragarðinum, þakkar blaðamaður Litla-Bergþórs fyrir sig og kveður þessi önnum köfnu hjón með þakklæti fyrir móttökurnar og óskum um velgengni í þessari óvanalegu atvinnugrein. G.S. r LEIF & ÆVAR Hársnyrtistofa Leifs og Ævars Austurvegi 21 Selfossi, 'Opið Opið Opið mán.-miðv. 9-18,^ fimmtud. 9-20, föstud.9-19, og laugard. 9-14. sími 482-1455 fax 482-2898 Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.