Litli Bergþór - 01.07.1997, Page 25

Litli Bergþór - 01.07.1997, Page 25
farvegi Sandár og út í Hvítá í þeim mæli, að neðri foss Gullfoss hvarf alveg. Það er þó hæpið sem fram var haldið, að gljúfrið við Hagavatn og Nýifoss. Leynifoss hafi ekki verið til áður og alfarið grafizt við þetta hlaup. Trúlegra er að sagan hafi endurtekið sig og að útfall Hagavatns hafi einhvemtíma áður orðið um þennan slakka. Jökullinn hélt áfram að hopa unz 200-300 m voru orðnir frá vatninu upp að jökulröndinni. En eftir kuldaskeiðið sem hófst hér um 1967 og náði hámarki á kaldasta ári aldarinnar, 1979, hljóp Eystri- Hagafellsjökullinn fram á nýjan leik, en náði aðeins niður að vatnsborðinu. Þar hefur jökulsporðurinn verið á síðustu ámm, ýmist að ganga fram eða hopa. Síðastliðið sumar vantaði örlítið á að gengt væri milli vatns og jökuls, en þar hefur þá trúlega verið sandbleyta og ófært. Heimildir em um fimm jökulhlaup úr Hagavatni: 1708, 1884, 1902, 1929 og 1939. Tvö þau síðustu vom stærst. Þessi jökuhlaup urðu þegar jökulstíflur í skörðum Brekknafjallanna brustu og afrennslið fluttist í lægri farveg. Vatnsborð Hagavatns var um tíma 22m hærra en það er nú , en þegar jökullinn hopaði frá skarðinu við Leynifoss 1929, lækkaði vatnsborðið um 10 m og víðáttumiklar leirur komu upp. Fyrir því em heimildir bænda sem smöluðu þetta land, að skömmu síðar hafi byrjað uppblástur inn við Breknafjöll, en sá uppblástursgeiri nær nú á ská yfir allt Innhraunið, fram í Sjónarhóla og yfir á hlíð Sandfells. Til viðbótar komu upp stórar leirur eftir hlaupið 1939, enda minnast heimamenn þess, að á ámnum eftir 1940 stóð mökkurinn eins og veggur þegar þomaði með norðanátt á vorin og að sá mökkur náði inn að Hagavatni. Það áfok eyddi að stórum hluta því sem eftir var af gróðurlendi á Haukadalsheiði; m.a. eyddist blaut mýri, Stóramýri, þar sem áður hafði verið aflað heyja. Á ámnum 1929-1939 þótti Leynifoss bera nafn með rentu og sást ekki fyrr en að honum var komið. Mörgum þótti gott til þess að hugsa að Leynifoss yrði til aftur eftir hækkun vatnsborðs Hagavatns með stíflunni. Hundrað metra háir fossar em ekki á hverju strái, en þarna getur augljóslega orðið til ferðamannastaður, sem mundi draga til sín fjölda ferðamanna. Ferðamannastaðir eru auðlind í nútímanum; jafnvel tilbúnir ferðamannastaðir eins og Bláa lónið. Við Leynifoss hefði ekki þurft að gera neitt annað en að styrkja með steinsteypu móbergið á þröskuldinum, sem fossinn fellur fram af. Frá fossbrúninni er tilkomumikið útsýni yfir umhverfi Hagavatns og ekki er síður eftirminnilegt að gægjast niður og sjá þetta svarta gímald, sem Leynifoss hefur grafið. Áskilið var frá hendi skipulagsstjóra, að göngubrú yrði gerð ofan við fossbrúnina, sem hlaut að teljast nauðsynleg ráðstöfun með tilliti til þess að opna gönguleiðir í báðar áttir. Hagavatn og Eystri-Hagafellsjökull. Stóra-Jarlhetta í baksýn. Ungar jarðmyndanir Brekknafjöllin mynda þá kvos sem Hagavatn stendur í; án þeirra hefði aldrei orðið neitt vatn þarna. Þetta eru móbergsfjöll og sýnilega á gossprungu, því þau mynda beina röð við Högnhöfða og Kálfstinda vestan Lambahraunsdyngjunnar. Brekknafjöll eru nefndt eftir Buðlungabrekkum, grasivöxnum brekkum sunnanmegin. Framhald þeirra heldur áfram inn í jökul, en lítið eitt framar hefur síðan gosið á annarri sprungu og þar hafa Jarlhettur myndast. Þetta eru ungar jarðmyndanir; hafa átt sér stað á síðasta jökulskeiði ísaldarinnar, sem lauk fyrir um 10 þúsund árum. Þama hefur gosið undir þykkum ísskildi jökulsins og aðeins náð að myndast móbergshryggir. Annarsstaðar í næsta nágrenni náði gos uppúr jöklinum og hlóð þar stapann Hlöðufell. Þessi fjöll eru öll með hvössum brúnum, gagnstætt ávölum línum eldri fjalla, þar sem farg ísaldarjökuls mýkti allar misfellur. Brekknafjöllin við Hagavatn ekki hvassbrýnd, heldur jökulsorfin mjög, einkum að norðanverðu, bæði eftir síðasta jökulskeið ísaldarinnar og að einhverju leyti eftir Langjökul, sem hefur oftar en einu sinni lagst yfir þau. Fyrir aðeins 3.500 árum gerðist það, að yngsta jarðmyndunin girti fyrir þann vatnshalla sem kann að hafa verið frá svæðinu við Hagavatn til vesturs. Það var gosið í Eldborgum og tilkoma Lambahraunsdyngjunnar. Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.