Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein A þessu vori hafa sveitarstjómarmálin verið ofarlega á baugi hér í sveit. Þetta stafar að sjálfsögðu af því að, svo sem ávallt gerist árið, sem ártalið er jöfn tala en ekki deilanleg með fjómm, em hreppsnefndarkosningar. Mjög er misjafnt hvemig þessar umræður fara fram og mun svo hafa verið síðan farið var að kjósa í sveitarstjórnir fyrir um fimm aldarfjórðungum. Lengst af voru hér óbundnar kosningar, sem eftir að hætt var að kjósa í heyrenda hljóði fóm þannig fram að hver og einn skrifaði á kjörseðil nöfn þeirra, sem hann óskaði að væru í hreppsnefnd. Allir nema þeir, sem báðust undan endurkosningu, voru í kjöri og gátu hlotið kosningu þó þeir hefðu engan áhuga á setu í hreppsnefnd. Umræðan snerist þá að lang mestu leyti um persónur. Bollalagt var um kosti og ávirðingar fólksins, sem til greina var talið koma. Stundum var þá stutt í róginn. Yfirleitt viðurkenndi enginn að hann hefði áhuga á að ná kjöri, lýsti sig í mesta lagi fúsan að taka þetta að sér, ef þess væri óskað. Oft var að vísu mikið talað um að þessi eða hinn þráði mjög að komast í hreppsnefnd. Var það venjulega lagt honum út til lasts og gert grín að honum fyrir. Margir telja enn að þetta fyrirkomulag sé æskilegt, því þá geti hver og einn valið sína óskahreppsnefnd án tillits til hvemig samtök eða hópar stilla upp listum. Löggjafinn lítur hins vegar svo á að meginreglan skuli vera að kosið sé samkvæmt frambornum listum, og getur tiltölulega lítill hópur ráðið því að kosningamar fari þannig fram. Hér mun þurfa til þess að lágmarki 27 kjósendur, 7 á framboðslista og 20 meðmælendur, eða tæp 8 % þeirra sem á kjörskrá vom nú. Hér voru nú listakosningar í fjórða sinn. Oft em nokkur vandkvæði á að skipa fólki á mismunandi lista, þar sem ekki er grundvöllur fyrir að styðjast við stjórnmálaflokka. Undanfarnar þrennar kosningar hefur fráfarandi oddviti gefið kost á sér til endurkjörs, og verið boðinn fram listi með hann í efsta sæti. Aðrir listar hafa þá verið bomir fram með það að markmiði að breyta meira til en líklegt væri að fráfarandi valdahópur gerði. Við kosningamar nú, þar sem oddviti gaf ekki kost á endurkjöri, bám fyrrverandi samstarfsmenn og fylgismenn hans fram lista, annar listi var borinn fram af þeim, er voru í minnihluta í síðustu hreppsnefnd, og tveir nýjir listar komu fram. Annar þeirra var aðeins skipaður 7 mönnum. Þannig vom alls 49 manns í framboði eða um sjöundi hluti þeira, er kosningarétt höfðu. Allir listamir gáfu út og dreifðu ritum, þar sem helstu stefnumál þeirra voru tíunduð, og á framboðsfundi gerðu talsmenn listanna grein fyrir því, sem þeir vildu leggja áherslu á, og svöruðu fyrirspumum fundarmanna. Að baki þessu hefur legið veruleg vinna, og sýnir það að fólk hefur áhuga á framfaramálum sveitarinnar og er reiðubúið að leggja nokkuð af mörkum til að vinna að framgangi þeirra. Varla fer hjá því að svona starf er til góðs. Það kemur á framfæri sjónarmiðum margra og þrýstir á um framgang þarfra verkefna. Það verður nýrri hreppsnefnd vonandi gott veganesti í vandasömu starfi. A. K. f-------------------------------------------------------------------------> Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. um öll leyfi fyrir heimtaug að Efnissala og varahlutaþjónusta. sumarhúsum og lagningu raflagna. Fljót og góð vinna. Jens Pétur Jóhannsson Heimasími 486-8845 —----------------------- Verkstæði sími 486-8984 LOGGILTUR RAFVERKTAKI Bí|asími 853.7101 Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.