Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 26
Prestur í Biskupstungum frh Sr Guðmundur við sembalinn sem hann keypti til nota við sumartónleikana. Ein hugmyndin var að gefa þjóðkirkjunni húsið. Hana vantar bókasafn og menningarmiðstöð. Einhverskonar endurhæfingarmiðstöð kæmi lrka til greina. En eitt er víst, við hyggjum ekki á hótelrekstur. Viljum ekki of mikinn eril í kring um húsið. En til að byrja með býst ég við að gera mér hesthús á neðstu hæðinni, þar sem ég hef ekki efni á að ráðast í hesthúsbyggingu samhliða íbúðarhúsinu. Þarhafa hross áður leitað skjóls. En það þarf að leiða þangað vatn og rafmagn. I sambandi við hestamennskuna get ég sagt þér af öðru uppátæki, sem ég veit ekki hvort nokkur Tungnamaður trúir. Ég keypti í fyrra hlut í hesti, nokkuð dýrum hesti. Svo vildi til að ég rakst á mann, sem ég vissi að var til, en ég hafði ekki séð. Hann heitir Bragi Andrésson, Mýramaður, en býr nú á Eyrarbakka. Hann sagðist eiga hest, sem væri gersemi. Ég fór að skoða hestana hjá honum og þar var ungur hestur, fríður og tilþrifamikill, sem heitir EMMI. Ég hváði við og spurði hvaðan nafnið væri komið og hann sagði hestinn heita eftir karli nokkrum í Ólafsvík, Emanúel að nafni. Þá rifjaðist upp fyrir mér að þegar Anna var að alast upp í Ólafsvík, var bara einn maður þar, sem kallaður var hestamaður. Hann var nokkur slarkari og gefinn fyrir brask, kallaður Emmi. Krakkamir fengu stundum að sækja hesta fyrir hann og einhverju sinni, þegar Anna var komin á bak, hafði klárinn tekið á rás, og stokkið í einum spretti heim. Hafði hún orðið ansi hrædd. - En þessi hestur er semsagt fæddur hjá Emma í Ólafsvík. Hann er undan Pilti frá Sperðli og Flugu (3986), sem var undan Herði yngri (591) frá Kolkuósi. Móðurkynið er annars frá Jóni Pálssyni, dýralækni á Selfossi. Sr. Guðmundur sýnir blaðamanni ættartölu hestsins og myndband frá síðasta fjórðungsmóti, afPilti og afkomendum hans. Það er greinilega mikill kraftur í Emma þessum og ógnar vilji, þar sem hann geisist um völlinn. Bragi tamdi Ófeig frá Hvanneyri, sem kallaður hefur verið viljugasti stóðhestur á íslandi. Lítil jörp hryssa undan honum, Perla 4889, fékk 10 fyrir vilja, en hún átti 13. folaldið í sumar með Emma, sonarsyni sínum. Bragi þurfti liðsinnis við og mér fannst sjálfsagt að hjálpa honum að koma þessum hesti upp. Við erum báðir sannfærðir um að dagar hans muni koma. Ég gerði að gamni mínu vísur um Emma til Braga Andréssonar og eru þær á þessa leið: Varla sá ég frárri fót fara um svörð á jörðu, berja fastar grund og grjót, geisa um börðin hörðu. Brúnin skörp og bráin fríð, blikar á móðursjóðinn. Æðir fram sem öskuhríð, æsir glóðum móðinn. Emmi slyngur slær um sig Sleipnisfótum skjótum. Fer þá súgur sæll urn þig, sindur hrjóta af grjótum. L.-B: Það er nú komið að lokum þessa spjalls, en er það eitthvað, sem þú vildir segja að lokum ? Sr. Guðmundur: Hér er nú sjálfsagt margt ofsagt af sjálfum mér, og vansagt um vini og velgjörðir. En ég er og verð Tungnamaður héðan af, og hér mun ég síðast nema land, ef Guð vill, í jurtagarði Herrans. Að svo mœltu kveðar Litli-Bergþór séra Guðmund Ola með kœru þakklœti fyrir ánægjulegar spjallstundir á liðnu vori og óskar honum alls velfarnaðar á komandi árum í byggingarstússi sem öðrum áhugamálum. Það er Ijóst, að hann þaifekki að kvíða aðgerðarleysi á efri árum. GS Bragi Andrésson á Emma. Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.