Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 19
Skeiðum. Spurði hann mig hvort ég væri að fara til kinda. Þótti mér það mikil upphefð að hann skyldi halda að mér væri treyst til þess, en varð að játa, að ég væri bara að sækja kýmar. Síðan klappaði hann á kollinn á mér og blessaði mig. Seinna frétti ég að hann hefði komið í Heysholt og talað fallega um mig. Haustið 1954 var hinsvegar ekkert laust embætti í Landssveit, því þá var prestur þar sr. Ragnar Ófeigsson, sonur Ófeigs.. Þess má geta að Grétar Ó. Fells, sem seinna varð þekktur rithöfundur og formaður Guðspekifélags íslands, var tvíburabróðir Ragnars Ófeigssonar. Eina lausa prestakallið var að Sandfelli í Öræfum. Það varð þó ekki af því að við sæktum um það, því í nóvember 1954 var Skálholt auglýst laust til umsóknar. Það hafði haft nokkum aðdraganda, en þá hafði um skeið verið vaxandi áhugi fyrir því að endurreisa Skálholt. Meðal annarra áhugamanna vom sr. Sigurbjörn Einarsson og Asmundur Guðmundsson biskup, en þeir vom þó ekki samstíga. Ásmundur var bróðursonur sr. Magnúsar Helgasonar á Torfastöðum, ættaður frá Birtingarholti. Fór hann ásamt föruneyti austur til að fá Tungnamenn til að afsala sér kosningarétti, því kjósa átti vígslubiskup að Skálholti. En sá átti jafnframt að þjóna sem prestur Tungnamanna. Var fundurinn haldinn á Vatnsleysu og eftir því, sem Guðni Karlsson hefur sagt mér, reifaði Ásmundur málið og tóku menn ekki ólíklega í þetta. Þá gerist það að bóndi einn rís á fætur og segir: „Ég afsala mér aldrei kosningarétti". Þetta var Ingvar eldri á Hvítárbakka. Við það varð eins og sprenging. Menn snérust á sveif með Ingvari og það endaði með því að biskup fór suður sárreiður og auglýsti prestakallið umsvifalaust. Sr. Eirík á Torfastöðum vantaði þá eitt ár til að hafa setið 50 ár í embætti, en vitað var að hann langaði mjög til þess að ná þeim áfanga. Einhverra hluta vegna sóttu engir mektarmenn um Skálholt og líður svo og bíður. Svo gerist það einn góðviðrisdag að ég rekst á sr. Sigurbjöm Einarsson á göngu á Freyjugötunni. Það stóð ekki vel á hjá Sigurbimi. Hann hafði nýlega greinst með mein í hálsi. Skálholtshátíð 1956 var í undirbúningi og Skálholtsfélagið, sem Sigurbjöm stofnaði var sniðgengið og Sigurbjöm úti í kuldanum. Það voru því erfiðir tímar hjá honum. Ég spurði hann álits á Skálholtsmálinu og hvort einhver hefði sótt um embættið. Sagði hann svo ekki vera og hvatti mig eindregið til að sækja, sem ég gerði. Um sömu mundir sótti Sigurður Haukur Guðjónsson einnig um Skálholt. Kosningarbaráttan fór fram með mjög sérstökum hætti. Okkur Sigurði Hauki kom vel saman, svo við ákváðum að fara saman að kynna okkur. Predikuðum við báðir í sömu guðþjónustunum og sr. Eiríkur þjónaði fyrir altari. Seinna komu konur okkar með, og urðu þetta bæði skemmtilegar og lærdómsríkar ferðir. Það hafði held ég ekki tíðkast áður að prestefni tækju konur sínar með á þennan hátt. Að vísu voru þær báðar í vinnu og því ekki alltaf auðvelt hjá þeim að komast. Kostnaði af bflaútgerð skiptum við á milli okkar. Ég man sérstaklega eftir einni ferð, en þá áttum við að messa í Úthlíð og Bræðratungu sama daginn. Þetta var um veturinn og mikill snjór, og við leggjum fjögur af stað úr bænum. Fór svo að við urðum að hverfa frá í Hveradalabrekkunni. En það var ekki gefist upp við svo búið, heldur snúið við og farin Krísuvíkurleiðin austur. Komum við seint um eftirmiðdaginn í Úthlíð, messuðum þar og síðan var tekið strikið suður í Bræðratungu. Þar vorum við komin um kl. átta um kvöldið. Kirkjan var full og ég man hvemig stókurinn stóð út úr mönnum, því það var 13 stiga frost. En menn létu það ekki á sig fá. í Bræðratungusöfnuði er gott söngfólk og það krafðist þess að fá að heyra prestefnin tóna. Tónaði annar okkar Faðir vor og hinn Innsetningarorðin minnir mig. Þetta var alll svolítið sérstakt. Það sögðu mér reyndar gamlir Tungnamenn, að þeir hefðu ekki síður kosið Önnu konu mína en mig. En auðvitað vissi ég að hún náði miklu betur til fólksins en ég, svo það var nú með ráðum gert að ég beitti henni fyrir mig í kosningabaráttunni, segir sr. Guðmundur og kímir. Hún var alin upp á fjölmennu prestheimili í Ólafsvík og átti auðvelt með að umgangast fólk að eðlisfari. Ég var hinsvegar hlédrægur og jafnvel hræddur við fólk, sérstaklega sem unglingur. En það fór semsagt svo, að ég var kosinn. L-B: Hvemig var að koma sem prestur í Biskupstungurnar? Sr. Guðmundur: Það hefur um margt verið merkileg lífsreynsla að vera prestur í Biskupstungum og í Skálholti í 42 ár og ekki líkt því, sem er í venjulegu sveitaprestakalli. Skemmtilegustu og bestu árin áttum við mörg á Torfastöðum og þessi fyrstu ár okkar voru ekki ólík góðu hjónabandi. Já, ég held það megi likja sambandi prests og safnaðar við hjónaband. Presturinn er bundinn söfnuði sínum og söfnuðurinn prestinum. Fyrst ríkir ástríki og gleði, svo koma skeið, þar sem meira reynir á, og reynir á margt annað en gleðina. En okkur var góð ævi gefin í þessari sveit, mér nú 11 árum lengri en Önnu og ég er ákaflega sáttur við hlutskipti mitt. Þess má geta að mánuði eftir prestkosningu mína dó sr. Ragnar í Fellsmúla, en þar hefði ég helst viljað vera prestur. Tók ég það sem tákn um að hér ætti ég að vera. Við fluttum austur rosasumarið 1955, á 28. ári bæði. Anna var þá veik af berklum, svo ég var einn til að byrja með og búslóðin lítil. - Berklamir tóku sig upp af og til fyrstu 5 árin okkar á Torfastöðum, eða þar til virk lyf unnu á veikinni. Ég naut þess að koma í sveitina og endurlifa bemskuárin. Nándina við jörðina, skepnumar og fólkið. Okkur voru strax gefin lömb og fljótlega eignaðist ég hest. Það er ekki skjall að segja, að okkur Önnu fannst vera fjarska góð veröld hér og reyndar dæmalaust samfélag hér í Tungunum þá. Það hafði mikil áhrif á okkur og kom okkur á óvart, hve hér var mikil íslensk menning í tungutaki manna. Kveðjusamsæti fyrir sr. Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.