Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 22
Prestur í Biskupstungum frh hestamönnum hér í sveit, t.d. Þórami í Fellskoti, Erlendi og Sigurði á Vatnsleysu, Bimi í Skálholti og fleirum. En eflaust hefur einhverja vantað, sem erindi áttu á stofnfundinn. Ég var kosinn formaður og var það í 10 ár. Með mér í fyrstu stjóminni voru þeir Erlendur Bjömsson á Vatnsleysu og Egill Geirsson í Múla. Við byrjuðum m.a. að halda árshátíðir hestamannafélagsins, sem orðið hafa allra samkoma vinsælastar. L.-B: En nafnið áfélaginu ogfáninn? Sr. Guðmundur: Jú, ég stakk uppá Loganafninu á hestamannafélagið, það er rétt, og það var samþykkt. Ég hafði mætur á nafninu, þó ekki tækist að gefa reiðhestinum mínum það nafn eins og ég nefndi áðan! Svo þegar við fórum að taka þátt í lands- og fjórðungsmótum þurftum við að hafa fána og það varð til þess að ég teiknaði þennan fána, sem hefur verið merki félagsins síðan. Hann er nú frekar barnalegur finnst mér nú orðið, og snýr reyndar ekki rétt eins og hann er hafður nú. Ég skar líka út hún á gömlu fánastöngina, grófan hestshaus. En hann er víst týndur. L.-B: Þú teiknaðir líkafána Ungmennafélags Biskupstungna. Sr. Guðmundur: Jú, ég var beðinn um að gera það og mér finnst hann enn táknrænn fyrir Biskupstungur, með bók, glímukappa og Geysi, þótt hann sé ekki móðins. Árið eftir stofnun hestamannafélagsins rákum við tamningastöð á Torfastöðum í eitt sumar og voru þrír tamningamenn starfandi við stöðina það sumar, þeir Hörður Ingvarsson frá Hvítárbakka, sem var allt sumarið og Guðni Karlsson frá Gýgjarhólskoti og Sigurður Erlendsson, sem skiptu sumrinu milli sín. Ég fór að skrifa fréttapistla um Loga í tímaritið Hestinn okkar og það leiddi til þess, að ég var beðinn um að taka að mér ritstjórn blaðsins. Það mun hafa verið að tillögu Jóns Pálssonar dýralæknis, að ég hygg, að ég var beðinn um þetta. Ritstjóri var ég síðan árin 1963 - 70. Fyrir það fékk ég um ein mánaðarlaun á ári, en þessu fylgdi mikil vinna og ferðalög. Með mér í ritsjórn voru Matthías Matthíasson, bróðir Louisu Matthíasdóttur listmálara, en þau voru börn Matthíasar Einarssonar læknis, sem þekktur var á sinni tíð í Reykjavík. Matthías yngri var fáorður, skýrmæltur og ákveðinn, lét menn ekki snúa sér. Þótti ekki gott að vera röngu megin við hann. En hann var góður knapi og áhugasamur hestamaður. Hann dó úr krabbameini fyrir aldur fram. Þriðji maðurinn í ritstjóm var Einar Sæmundsen yngri, skógræktarstjóri Reykjavíkur, mikill hestamaður. Hann keypti Bergsstaði ásamt fleirum, en fórst í bílslysi fyrir ofan Heiði, skömmu eftir að Matthías dó. Sennilega hefur þetta starf okkar gömlu hestakarlanna verið áhrifaríkara en við gerðum okkur grein fyrir. Hestamannafélögin, landsmótið, sem var fyrst haldið á Þingvöllum 1950, og tímaritið Hesturinn okkar, hafa haft áhrif á þróunina í hestamennskunni og átt þátt í að hefja hestamennskuna til þess vegs og virðingar, sem hún skipar nú. L.-B: Getur þú sagt okkur eitthvað afþínum eigin hrossum ? Sr. Guðmundur: Jú, við áttum ekki mikið þegar við komum austur. Egill í Múla lánaði mér hross og reiðtygi fyrst, meðan ég var fátækur og allslaus og Þórarinn í Fellskoti gaf mér ístöð, sem ég á enn. Ég eignaðist þó fljótlega hest, en Önnu vantaði reiðhest. Mér var sagt að Sigurður Greipsson ætti stóð, og fór ég með Agli í Múla inn á Haukadalsheiði að elta trippi. í framhaldi af því eignaðist ég fola frá Sigurði, bleikálóttan, sem kallaður var Dálkur. Hann var fyrsta kennarakaupið mitt. Egill tók hann í tamningu, en sagði hann grófan, illgengan og latan og stakk uppá hestakaupum við Jón Bjamason frá Hlemmiskeiði. Fékk ég þar handa Önnu rauðnösóttan hest frá Kirkjubæ, sem ég kallaði Hróa. Hann var undan þekktri hryssu, Nös frá Svaðastöðum, en undan henni vom tveir þekktir stóðhestar, Svaði og Randver frá Kirkjubæ. Því miður var hann ekki gallalaus, bilaði snemma í liðum. En hann var þægilegur, traustur og ratvís. Ég eignaðist hins vegar viljugan og fjörugan hest, Blakk frá Gljákoti, sem ég keypti af Kjartani á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Hann var líka veill í fótum og þurfti ég að fella hann aðeins 14 vetra. Með okkur á Torfastöðum bjuggu fyrstu árin Ketill Kristjánsson frá Felli og Ingibjörg kona hans frá Kjamholtum. Kristján gamli á Felli vissi að mig vantaði hest og sagði mér að Jón í Garðsauka ætti efnilega fola. Við Kristján fórum því saman að heimsækja Jón. Fundum við að lokum staðinn en leist ekki alveg á blikuna, því allt virtist í eyði. Kristján tók lurk og barði dyra og herti höggin þegar enginn kom. Eftir drjúga stund kom Sóley, kona Jóns fyrir hom á bænum. Höfðum við barið á rangar dyr og gat hún sagt okkur að Jón væri ekki heima. Jón hafði sagt Kristjáni að Þorvaldur Jónsson á Skúmsstöðum ætti 2-3 efnilega fola á tamningaaldri og fyrst við vomm komnir austureftir fórum við þangað. Þar hittum við fyrir Þorvald, móðurbróður Jóns í Garðsauka, en hann var ógleymanlegur maður. Stórbóndasonur, ættaður frá Hemru í Skaftártungu. En ýmis áföll urðu þess valdandi að hann lenti í fátækt og basli, varð ekkjumaður, en átti nú komunga konu. Þorvaldur var ekki mildur við fyrstu sýn. Hávaxinn, skarpleitur, mikilleitur, dökkur á brún og brá. Talaði sem véfrétt. Hann fylgdi okkur þó í hesthúsið og þar stóðu folamir, gljáandi og fallegir við stallinn. Þá breyttist maðurinn allt í einu og varð allur Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.