Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 18
Prestur í Biskupstungum Viðtal við s s sr. Guðmund Ola Olafsson Seinni hluti. Sr. Guðmundur Óli, nývígður prestur. Hér verður þráðurinn tekinn upp aftur í viðtali Litli-Bergþórs við séra Guðmund Óla Ólafsson fyrrum prest í Skálholti. Þegarfrá var horfið sögu í síðasta tölublaði var sr. Guðmundur komin lieim eftir námsdvöl í Þýskalandi ásamt Önnu Magnúsdóttur konu sinni, sem var þar hjá lionum um sumarið. L-B: Segðu mér, fóruð þið Anna strax að litast um eftir lausu prestsembœtti? Sr. Guðmundur: Jú, það má segja það. Við komum heim í ágústlok 1954 og fórum þá fyrst í sumarhús uppi í Landssveit. Eg hafði mestan áhuga á að starfa í sveit, en ég hafði sem drengur verið í Heysholti í Landssveit og heillast af lífinu þar. Á bamsaldri tók ég að hrífast af hestum, var altekinn af „hrossasótt" strax um 6-7 ára aldur. Bæjarhesthúsin voru á næsta leiti við heimili mitt í Reykjavfk og ég minnist þess að þar var bleikur hestur, sem mér fannst allra hesta fallegastur. Sótti ég mjög í hesthúsin. - Pappír og blýantur voru önnur ástríða mín, og teiknaði ég hesta og sögur öllum stundum. Einnig fékk ég leir þegar ég var 5-6 ára og hnoðaði hann árum saman. Voru margir hestar gerðir úr þeim leir. - Eg var 10 ára þegar ég kom fyrst í sveitavistina, á sauðburði vorið 1938, og þar var ég næstu 3 sumur. Faðir minn hafði áður verið þar í 10 sumur sem bam og unglingur. I Heysholti var þá stundaður sveitabúskapur eins og hann hafði verið stundaður í 1000 ár, áður en tækniöldin reið í garð. Verkfærin voru orf, hrífa, tréskjólur, og hesturinn var þarfasti þjónninn. Á þeim tíma voru börn látin vinna mikið, en það var Litli - Bergþór 18 ------------------------- einhvemvegin sjálfsagt mál. Ég var þar smaladrengur, mokaði fjós, rak kýmar í haga og sótti, hjálpaði til við að þurrka tað, vinna á og á slætti fékk ég stutt orf og sló allan daginn. En þetta vora sæludagar, maturinn var góður, heimabakað brauð og flatkökur, eldað við skán. Þar komu oft gestir og þá voru skemmtilegar umræður. 1 Heysholti kynntist ég góðum hestum, m.a. tveim gráum hestum, vagnhestinum Grána, sem ég skrifaði um í „Hestinn okkar“ og reiðhestinum Flórusi, en hann var flórlitaður þ.e. hafði óhreinan gráan lit. Þegar ég eignaðist fyrsta reiðhestinn minn á Torfastöðum ætlaði ég að kalla hann Loga, eftir Loga frá Lambhaga, en Anna tók fram fyrir hendur mér og fór að kalla hann Flórus. Og það nafn festist við hann. Ég man einn vordag, fyrsta vorið mitt í Heysholti, að ég var sendur eftir kúnum, en það þótti mér ekkert sérstakt virðingar embætti. Mér var sagt að hafa með mér staf, þetta var krókstafur, sem notaður var til að ganga til kinda með. - þá vora settar strangar reglur, maður mátti ekki fara að heiman, nema hafa eitthvað á höfðinu, og vera með snæri og sjálfskeiðung. - Þegar ég er kominn spölkorn frá bæ kom á móti mér gamall maður með grátt skegg. Reið móálóttum hesti, grástjömóttum. Varþar kominn sr. Ofeigur Vigfússon, ættaður frá Fjalli á Heysholt í Landsveeit. Heysholti

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.