Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 23
Prestur í Biskupstungum frh. annar. Hjalaði við folana eins og við böm. Fór svo, að ég keypti af honum hest. Jóni í Garðsauka kynntist ég seinna og hestamennsku hans. Ég hef alltaf haft gaman af að þekkja menn, sem era ekki allra, kveða fast að orði og segja það sem þeir meina og þannig var Jón. Að mínu mati var hann listamaður, svo næmur á hesta að hann náði góðum árangri í ræktun þó hann ræktaði ekki eftir neinu kerfi nema eigin auga. Hrossin voru fögur og gustmikil. Það voru margir, sem hneyksluðust á stóryrðunum og tungutakinu hjá Jóni. Hann hafði verið í siglingum áður en hann settist að á föðurarfleifð sinni í Garðsauka og fór að rækta hross. Sumir töldu hann ekkert nema hávaðann, en hann var vel lesinn og hafði á takteinum tilvitnanir í góðar bókmenntir. Hann var einnig einhver biblíufróðasti bóndi, sem ég hef kynnst, þó hann talaði illa um presta og reyndi oft að hleypa mér upp. En það tókst nú ekki! Það fór svo, að flestir mínir hestar eru ættaðir frá Jóni í Garðsauka og Kristni á Brautarhóli. Kristinn átti hryssur út af Hamarsheiðar- skjóna. Skjóni sá var sonur Skugga og dóttursonur Nasa frá Skarði. Hann reyndist býsna vel hér í Tungunum. Undan honum voru Ljósaskjóni Egils í Múla, Skjóni Erlendar á Vatnsleysu og fleiri góð hross. Svaði frá Kirkjubæ kom einnig við hjá Kristni á þessum árum. Tel ég að ég hafi fengið góðan arf frá þessum tveim hestum frá Kristni og blandað honum við Garðsaukahrossin. L.-B: Voruð þið með stórt bú á Torfastöðum? Sr. Guðmundur: Við vorum með um 100 ær þegar við fórum frá Torfastöðum. Förguðum við þeim þegar við fluttum í Skálholt 1963, nema um 10 ám, sem við vorum með í skemmu hjá Bimi í Skálholti. Hestana vorum við með áfram. Já, það urðu mikil þáttaskil í lífi okkar þegar við fluttum í Skálholt, en í skipunarbréfinu var tekið fram, að við skyldum flytja í Skálholt, þegar kirkjan væri risin. Fyrir vígsluna kom dr. Róbert Abraham Ottósson til sögunnar, en reyndar hafði ég kynnst honum fyrr. Þegar ég var í guðfræðináminu var dr. Róbert að stúdera gamla grallarasönginn og bauð guðfræðinemum að syngja með sér. Var ég einn af þeim. Eins hafði Helga, systir Önnu sungið með honum í kórum, bæði Útvarpskómum og í Söngsveitinni Fílharmóníu. Þeir Sigurður Pálsson og Sigurbjörn Einarsson voru Anna Magnúsdóttir Anna lést einna fyrstir kennimanna, til að endurvekja grallara- sönginn og reisa Skálholt við. Þeir höfðu báðir verið í námi hjá sr. Guðmundi Einarssyni á Mosfelli og munu áhrif frá sr. Guðmundi og nábýlið við Skálholt, hafa vakið áhuga þeirra. Þeir í sameiningu vekja svo áhuga dr. Róberts á þessum gamla messusöng og urðu þess valdandi, að hann skrifaði doktorsritgerð sína um hann. Það var Magnús Stefensen sem kom með „nýja sönginn“ inn í kirkjuna og þá þótti grallarasöngurinn ekki frambærilegur og féll í gleymsku. Samkvæmt rannsóknum dr. Róberts er hann hinsvegar eldgamall, jafnvel með rætur austur í Gyðingalandi. Nú, það var í apríl 1963, sem dr. Róbert talaði við mig í síma og vildi koma austur og ræða undirbúning að kirkjuvígslunni. Spurði hann m.a. um hvort við teldum að heimamenn gætu annast kirkjusönginn við vígsluna. Viðtöldum svo vera, en þá voru Torfastaðakirkjukór og Karlakór Biskupstungnamanna við lýði í Tungunum. Þorsteinn á Vatnsleysu stjómaði báðum. Dr. Róbert kom austur, talaði við fólkið sem við Anna bentum á og tók það í raddpróf. Þetta var mikil vinna og viðkvæmt mál. Eins fór ég með honum um Skeið og Hrunamannahrepp, en þar vildu menn aðeins syngja undir stjórn sinna eigin kórstjóra. Þó komu til liðs við okkur tveir góðir bassar af Skeiðunum, þeir Ingvar á Reykjum og Ólafur í Skeiðháholti. Eins kom söngfólk frá Sólheimum í Grímsnesi. En annars var kórinn mannaður söngfólki úr Biskupstungum. Æfingatíminn var aðeins 3 mánuðir og oft var æft dögum saman í Skálholti. Ég var á öllum æfmgum hjá Róbert Abraham. Það var merkileg lífsreynsla að sjá hvemig hann mótaði kórinn. Hann var skapheitur, yndislegur maður, talaði fallega íslensku. Hafi ég lært eitthvað um söng, lærði ég það af Róbert Abraham, fyrst í Háskólanum og síðan á æfingunum. Kirkjan var síðan vígð í júlí 1963 og söng kórinn við vígslumessuna, aðeins með tilstyrk nokkurra háskólastúdenta, Guðríðar konu Róberts og Helgu Magnúsdóttur, systur Önnu. Ég var í undirbúningsnefnd vígsluhátíðarinnar og þjónaði sem sóknarprestur á vígslunni. Fyrstu predikun mína í kirkjunni flutti ég í fyrstu messu eftir vígsluna, kl. 5 síðdegis á vígsludaginn. Þá spilaði Guðmundur Gilsson organisti á Selfossi, en Páll Isólfsson spilaði við vígsluna. og sr. Guðmundur Óli. í apríl 1987. Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.