Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 7
Hreppsnefndarfréttir um lið 8 í greinargerð þar sem enginn kaldavatnsgeymir er á Torfastaðaheiði. Bréf Skálholtskórs dags. 18. mars 1998 þar sem óskað er eftir styrk til Þýskalandsfarar. Samþykkt að leggja fram 100.000 kr. Kaupsamningur Lambabrúnar. Lagður fram kaupsamningur vegna Lambabrúnar í Biskupstungum. Loftur Jónasson og Vilborg Guðmundsdóttir selja Boga Pálssyni og Þóru Birgisdóttur lóðina ásamt íbúðarhúsi og leigulóðarréttindum. Hreppsnefnd samþykkir að falla frá forkaupsrétti. Bréf Geysis hf dags. 15. apríl 1998 þar sem Geysir- Vélsleðaferðir ehf og Jöklarútan ehf óska eftir starfsleyfi til jöklaferða. Einnig er óskað eftir stöðuleyfi fyrir færanlegt þjónustuhús við Skálpanes. Hreppsnefnd samþ. starfsleyfið og vísar umsókn um stöðuleyfi til byggingarnefndar. Bréf menntamálaráðuneytis 14. apríl 1998 þar sem fram kemur að ekki hafa allir nemendur fengið lögbundinn fjölda skóladaga 1996-1997. Bréfinu vísað til skólanefndar. Hreppsnefnd ítrekar að eigandi hesthúss og girðingar í Launrétt fjarlægi það fyrir 15. júní 1998. Hreppsnefndarfundur 12. maí 1998. Mættir voru allir hreppsnefndarmenn nema Páll en í hans stað var Margrét Baldursdóttir. Bréf frá útvarpstöinni Glundri þar sem farið er fram á styrk til útvarpsreksturs í maí. Samþykkt að leggja fram kr. 10.000,- enda sé tryggt að fullorðinn ábyrðarmaður sé fyrir stöðinni. Ályktun kennarafundar frá 28. aprfl 1998 þar sem lýst er áhyggjum vegna undirskriftalista sem í gangi em. Kosning formanns þjóðhátíðarnefndar. Samþykkt að fela Kristjáni Vali Ingólfssyni formennsku í þjóðhátíðamefnd í ár. Hreppsráðsfundur 28. maí 1998. Fundargerð Leikskólanefndar dags. 5.maí 1998. Varðandi punkta um viðhald innandyra, þá er ákveðin fjárveiting á fjárhagsáætlun ætluð til þeirra framkvæmda. Varðandi leiksvæðið þá varpar hreppsráð fram þeirri hugmynd að komið verði upp nýju bflastæði við brekkuræturnar, ofan spennuvirkis Rarik og brekkunni og efri bflastæðunum síðan lokað þannig að hægt sé að útvfkka leiksvæðið að hluta í þá áttina. Ákveðið að láta Pétur H.Jónsson útfæra hugmyndina þannig að hægt verði að fjalla nánar um hana. Fundargerðir skólanefndar dags. 20.maí 1998. Varðandi launalaust leyfi hjá Helga Kjartanssyni, þá leggur hreppsráð til að það gildi einungis í eitt ár. Erindi Gunnlaugs Skúlasonar Launrétt / Brekkugerði. Varðarmálnr. 12. frá hreppsnefndarfundi þann 21. aprfl 1998. Þar fer hreppsnefnd fram á að Gunnlaugur fjarlægi hesthús og girðingar við Launrétt fyrir 15. júní 1998. Gunnlaugur óskar eftir fresti til 15. sept. 1998 til þessara aðgerða og leggur hreppsráð til að orðið verði við því. Bréf Snæbjarnar Magnússonar og Hlífar Pálsdóttur Laugarási dags. 24. maí 1998. Þau óska annarsvegar eftir leyfi til að fá nafnið Iðufell, skráð á gömlu eignir Sláturfélagsins, sem þau hafa fest kaup á. Hreppsráð leggur til að það verði samþykkt. Hinsvegar óska þau eftir viðbót við lóð sína alls 4500 m2. Hreppsráð fellst á, að þau megi loka skurði sem er á viðkomandi lóð og planta út gróðri í landið. Um frekari leigu eða kaup er ekki að ræða að sinni og vísast til komandi aðal og deiliskipulags. Skipulagsmál. Pétur H.Jónsson mætti og kynnti m.a. skipulagshugmyndir að „Sigurðarstöðum“. Samningur um lóðina gildir til ársins 2002. Þau óska eftir áframhaldandi lóðasamningi. Hreppsráð er tilbúið til að koma á móts við lóðahafa og leggur til að skipulagðar verði fjórar lóðir þar sem byggð yrðu heilsárshús, en ca. helmingur lóðarinnar yrði til almennrar útivistar. Pétri H.Jónssyni falið að kanna hug íbúa í Austurbyggð til þessara hugmynda. Starfslokasamningur við Kristinn Bárðarson dagsettur 5.maí 1998. Kynntur og staðfestur. Bréf Sorpstöðvar Suðurlands dags. 15. maí. Kynnt skilti sem setja á upp á gámasvæðum í sveitinni og einnig drög að bæklingi sem dreift yrði á svæðinu. Hreppsráð lýsir ánægju sinni með þetta framtak, en athuga þarf betur með móttökustað fyrir brotajárn, þar sem núverandi staður er ekki til frambúðar af hálfu landeigenda. Bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Kynnt átakið Vorhreinsun 1998. Ákveðið að senda út kynningarefnið án samráðs við umhverfisnefndina, þar sem einungis er vika eftir af starfstíma hennar. Kynnt svar Félagsmálaráðuneytisins við umsókn Ferðamálafulltrúans um styrk til námskeiðahalds. Veittar voru 200.000.-kr. til verkefnisins „Stofnun og rekstur smáfyrirtækja". Hreppsnefndarfundur 3. júní 1998 Hreppsnefnd leggur áherslu á að gamla Tungufljótsbrúin verði til staðarfyrir létta umferð. Mikilvœgt er að friða brúna vegna aldurs, legu og útlits. Leitað verði eftir samstarfi milli Vegagerðarinnar og Húsfriðunarnefndar um viðhald hennar og varðveislu. Halldór Jónsson Stekkholti óskar eftir að fá kalt vatn frá Vatnsveitunni úr Bjamafelli. Samþykkt að athuga með hagkvæmustu kosti við að koma vatni að Stekkholti. Bréf Byggingafulltrúa 25. maí. 1998 þar sem hann telur að ein Bygginganefnd eigi að vera á öllu starfssvæði hans. Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið. Borist hefur gjöf frá Helga Kr. Einarssyni, sem er mynd af búendum í Biskupstungum 7. júní 1936. Myndir er tekin við samkomuhúsið á Vatnsleysu á 50 ára afmæli Búnaðarfélags Biskupstungna. Gefendum eru færðar kærar þakkir fyrir. Á þessum síðasta fundi hreppsnefndarinnar þakkaði oddviti mönnum samstarfið og óskaði mönnum góðs gengis. Skiptust menn á þakkarorðum og góðum óskum. Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.