Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? A þeim tíma, sem þessi pistill greinirfrá, eða mars til byrjunar júlí, hefur tíðarfar verið mjög gott. Frostakaflinn í febrúarlok og marsbyrjun skildi eftir nokkurn klakabörk íjörðu, og hvarfhann ekki aðfullu fyrr en komið varfram íjúní. Snjór var nœstum enginn á láglendi og lítill tilfjalla, rigningasamt var framan af maí og ekki sérlega hlýtt, en síðari hluti hans var með eindœmum blíður og einnig júní. Marga daga var sólskin og logn en nokkuð kalt um nœtur. Hiti varð allt að 20 stigum suma dagana undir lok maí, og laufguðust tré þá mjög ört, og birkið varð algrœnt áfáum dögum. Sœmilegt sauðkropp var komið á tún upp úr 20. maí, og sumstaðar varfarið að láta kýr út um hvítasunnu. Viku afjúní var úthagi víða orðinn töluvert grænn. íbyrjun júní gerði tvisvar haglél víða í sveitinni svo ber mold og möl gránuðu í bili. Síðari hluta júní var einnig mjög milt veðurfar. Menningarlífið hefur ekki verið sérlega líflegt nú á vordögum. Ymsa viðburði má þó nefna, svo sem söng kórs frá Færeyjum í Skálholtskirkju, söngskemmtun Alftavatnskórins, Söngkórs Miðdalskirkju og Skálholtskórs í Aratungu síðasta kvöld vetrar, söng þriggja barnakóra, Oddakirkju, Gnúpverja og Biskupstungna, við messu í Skálholtskirkju síðla í maí og á tónleikum að henni lokinni, þar sem Sinfóníuhljómsveit áhugamanna lék einnig. Helgihald hefur að öðru leyti einkennst mjög af bamaguðsþjónustum, hefðbundnum messum um páska og fermingu á hvítasunnu. í vor hefur risið herjans mikið íþróttahús við Reykholtslaug. Það er háreist en að því séð verður ánallra glugga. Sveitungar og samstarfsmenn þökkuðu fráfarandi oddvita, Gísla Einarssyni, samstarfíð síðustu áratugi með samsæti í Aratungu snemma í júní. Þar var boðið uppá kokteil og kjötsúpu, ávörp flutt og sungið af list. Greint er frá merkisviðburðum, svo sem afmæli Umf. Bisk. og fundum í tengslum við kosningar, annars staðar í blaðinu. Þjóðhátíð var haldin í hefðbundnum stfl. Hún hófst með guðsþjónustu í Torfastaðkirkju, skrautreið með fjallkonu í söðli í broddi fylkingar austur í Aratungu, þar sem hún flutti hátíðaljóð úti. Þar var einnig flutt hátíðarávarp og Skálholtskórinn söng. í sundlauginni var brugðið á leik, m. a. dró nýkjörin hreppsnefnd maka sína og fleiri aðstandendur í laugina í reiptogi. Drauga- og tröllaskoðunarfélag Evrópu hélt ráðstefnu í Skálholti seint í júní. Þar voru gestir fræddir um skrímsli, drauga, tröll og fleira af því tagi. Einnig var álfakirkja í Reykholti og sýruker á Bergsstöðum skoðað. Árbók Ferðafélags íslands 1998 er nýkomin út. Hún heitir Fjallajarðir og Framafréttur Biskupstungna og er skrifuð að Gísla Sigurðssyni frá Úthlíð. Frímann IS 40 tekinn út úr skipasmíðastöðinni á Miðhúsum í maí 1998. Hann hefur aflað ágœtlega í vor. í vor hefur verið unnið að endurbyggingu um 2 km kafla Biskupstungunabrautar frá Fellsrana og upp fyrir Þverkeldu á mörkum Fellskots og Vatnsleysu. Vonertil að nýuppbyggður vegur með bundnu slitlagi verði kominn upp fyrir Heiði fyrir haustið. Væntanlega verður notuð í hann möl, sem er verið að mala í nýrri námu við Tungufljót í landi Hjarðarlands. Bygging nýrrar brúar yfir Andalæk hefur verið boðin út. Sjálfvirk veðurathugunarstöð hefur verið reist við Skálholtsveg fyrir vestan Skálholt. Hún gefur upplýsingar um hitastig, vind og bflaumferð, og birtast þær í textavarpi. Allmiklar framkvæmdir eru í fyrrum sláturhúsi í Laugarási. Aðstaða til gestamóttöku hefur verið bætt og tækjum til fiskverkunar og fiskibollugerðar komið þar fyrir. Fleira er á prjónunum, svo sem aðstaða fyrir sölumarkað, þar sem áður var fjárrétt. Ferðamenn urðu varir við kindaspor í Fögruhlíð um páska. Tveir Tungnamenn fóru að leita þeirra og fundu tvær veturgamlar kindur frá Magnúsi á Kjóastöðum. Tókst þeim að ná gimbrinni, en hrúturinn gekk þeim úr greipum enda færi vont til eltinga, laus snjór ofan á hörðu hjarni. Þau voru vel á sig komin og bar gimbrin á sauðburði. Fullum mánuði síðar sáust tvær gráar veturgamlar kindur og eitt grátt lamb vestan við Svartá á móts við Árbúðir. Við eftirgrennslan reyndust þær frá Val á Gýgjarhóli, og tókst aðeins að ná hrútnum, og var hann talinn í dágóðum holdum. Þær bíða allar fjallmanna í haust að verða færðar til byggða. Daginn eftir þjóðhátíð var áburði dreift með dráttarvélum á uppgræðslulandið á Tunguheiði. Þar var slóðadregið daginn þar á eftir. Þann dag voru 24 tonn borin á nýræktina fyrir innan Sandá og 6 tonn við Fremstaver. Þegar menn voru að koma frá því verki sáu þeir að sláttur var hafinn í Brattholti. Allmargir bændur aðrir hófu slátt undir lok júní. Helga Guðrún Eiríksdóttir, húsmóðir á Bóli, lést í byrjun júlí. Hún var jarðsett á Torfastöðum. A. K. Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.