Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 25
Prestur í Biskupstungum frh.
Anna stjornaöi arum saman
helgileik í Skálholtskirkju, og
áður á Torfastöðum.
sunnan. Það fundum við og
Tungnafólk fann fyrir því. Það
var grátbroslegt atvik sem í
raun birti mér það. A mánudegi
eftir vígsluna kom fólk til að
skoða kirkjuna, en þá var hún læst og enginn lykill til í
sveitinni. Húsbændurnir höfðu tekið hann með sér suður.
Þurftum við að hafa talsvert fyrir því að fá lykil hingað
austur. Þetta allt varð til þess, að sóknarfólki fannst það
ekki eiga þessa kirkju eins og litlu kirkjuna eða kjallara
biskupshússins.
Kannski skulda ég Biskupstungnamönnum svolitla
skýringu á því hvemig ég hef stjómað tónleikahaldi hér í
Skálholti. Þegar Helga Ingólfsdóttir hóf
sumartónleikahald hér, setti ég henni þrjú skilyrði, sem
hún hefur öll haldið vel og drengilega. Þau voru: að
ekkert lófatak yrði í kirkjunni, að ekki yrði flutt nema
trúarleg eða menningarleg tónlist, og að ekki yrði seldur
aðgangur að kirkjunni. Það mun vera orðið einsdæmi hér
í Skálholti, að ekki sé klappað í kirkju.
En það eru mín lúthersku trúarsjónarmið, sem valda
þessu. Þegar Lúther gekk í gegnum vegginn í sinni
trúarbaráttu, frá æsku til
fullorðinsára, var hann stöðugt að
berjast við sinn stranga Guð. Við
lestur og rannsóknir á ritningunni,
varð honum Ijóst, að þetta var ekki sá
Guð, sem birtist í fagnaðarerindi
Guðs, í orðum Jesú Krists. Sá Guð
tekur ekki gjald fyrir aðgang að
himnaríki. Kirkjan táknar Guðs ríki á
jörðu. Þessvegna er óhæfa af
lútherskum presti að selja aðgang að
kirkjunni.
I Guðs húsi á ekki að dýrka neitt
nema mildi Guðs og dýrð Guðs.
Þegar kirkju er breytt í tónleikahús og
tónleikamennimir snúa bakhlutanum
í altarið þegar þeir bukka sig og
beygja fyrir aðdáendum sínum, finnst
mér það guðlast og ég þoli það ekki.
Brœðurnir Bjarni, Guðmundur Öli
og Felix. Skálholtskirkja í baksýn.
Altarið táknar návist Guðs. En ég hef orðið var við, að
það eru ekki allir prestar, sem skilja þessa afstöðu mína.
Ég hef ekki á móti því að fögur tónlist heyrist í kirkjunni,
eða góðar bókmenntir, því þær eru líka heilagar. En ég
vil ekki láta dýrka neina snillinga í kirkjunni. Það er eins
og ef hrópað væri húrra fyrir prestinum ef honum tekst
vel upp í stólnum. En það er ekki presturinn, heldur
fagnaðarerindi Guðs, sem skiptir máli.
Kirkja er kirkja og á ekki að vera
neitt annað.
L-B: Hvað erframundan hjá
þér sr. Guðmundur?
Sr. Guðmundur: Jú, ég er að
nema land, það stendur til að byggja
í landi Reykjaness hér í Grímsnesi.
Mönnum líst nú misjafnlega á það.
Til dæmis sagði hreppstjórinn mér
hreint út, þegar hann kom með
framtalseyðublöðin í vetur, að
honum litist ekki á að sjötugir karlar
færu að byggja sér íbúðarhús. En
eitthvað verður maður að gera af sér, segir sr.
Guðmundur og kímir enn við. Ég var að fá leyfi til að
byrja að byggja í gær (27/5 '98).
Sr. Guðmundur dregur fram kort af Reykjanesinu og
byggingarteikningar. Jörðin er um 270 ha. og þar hafa
verið skipulagðar um 14 lóðir. Við erum 5, sem erum
saman í þessu, þau Guðmunur Ingi Leifsson og Elín
Einarsdóttir, bróðurdóttir Önnu, sem lengi var hjá okkur
á Torfastöðum og seinna í Skálholti, Örn Jónsson,
góðkunnur húsasmiður og hestamaður, Willy Petersen,
blikksmiður í Reykjavík og Sigurður Ingi Bjarnason,
gullsmiður, bróðir Asdísar konu sr. Flóka. En hann hefur
löngum verið hálf gildings hestasveinn minn hér í
Skálholti hin síðustu ár. í Reykjanesi er mikill jarðhiti og
merkilegt svæði frá náttúrufræðilegu sjónarmiði, m.a.
vegna fuglalífs og gróðurfars.
Ibúðahúsið er tæplega 100 m2 að grunnfleti með risi,
um 165 m2 samtals auk bflskúrs. Það
er Gunnar Bjamason, bróðursonur
minn, sem væntanlega mun byggja
húsið.
I landi Reykjaness stendur
uppsteypt stórhýsi sem
Iþróttabandalag Reykjavíkur lét reisa
um 20 árum en náði aldrei að
verða fokhelt..
L.-B: Hvað hyggst þú geravið
þessa „Iþróttahöll"?
Sr. Guömundur: Það hafa verið
uppi ýmsar hugmyndir um hana, en ég
býst ekki við að lifa það að gert verði
mikið við það hús. Ég vona þó að hún
verði einhverntíma einhverjum að
gagni. En það liggur í augum uppi að
þetta er allt of mikið hús fyrir
einstaklinga að ráðast í.
Litli - Bergþór 25