Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 6
Hreppsnefndarfréttir Hreppsnefndarfundur 24. mars 1998. Samþykktir viðræðunefndar um sameiningu sveitarfélaga. Lögð var fram lokaútgáfa samþykkta viðræðunefndar um sameiningu átta sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu til kynningar og afgreiðslu. Páll og Svavar fóru yfir samþykktimar lið fyrir lið og skýrðu umræðuna sem að baki þeim liggja. Nokkrar athugasemdir komu fram. Sameiginlegur fundur hreppsnefndanna átta verður í Aratungu 27. mars kl. 14.00. Hreppsráðsfundur 16. apríl 1998. Bréf frá áhugahópi um Eyvind og Höllu. Oskað eftir framlagi til að reisa þeim bautastein á Hveravöllum í sumar. Hreppsráð leggur til að kr. 150.000,- verði lagðar til verksins frá Biskupstungnahreppi. Gísli og Ásborg em í nefnd sem annast skal hátíðahöld á Hveravöllum þann 15. ágúst í sumar. Þar verður minnisvarðinn afhjúpaður sem unninn er af Magnúsi Tómassyni listamanni. Bréf Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis dags. 22. mars. Hann óskar eftir að forðagæslumönnum verði falið að safna upplýsingum urn heilbrigði sauðfjár í sveitinni. Málið er þegar komið til forðagæslumannanna og er í vinnslu. Bréf Sorpstöðvar Suðurlands dags. 14. mars 1998. Kynntar hugmyndir um samræmdar merkingar á gámum og gámasvæðum og spurt eftir áhuga sveitarfélaga að taka þátt í verkinu. Hreppsráð lýsir áhuga sínum á málinu enda löngu tímabært að koma betri skikkan á þessi mál. Bréf Dagsbrúnar og Framsóknar dags. 6. apríl 1998. Þeir hafna tillögum hreppsnefndar um makaskipti á landi til byggingar sumarhúsa. Sveini falið að gera drög að svarbréfi fyrir næsta hreppsnefndarfund, þar sem þeim yrði gert formlegt tilboð og tilteknir ennfrekar þeir annmarkar sem eru á fyrirhuguðum byggingum þeirra. Fundargerð byggingarnefndar dags. 30. mars 1998. Byggingamefnd óskar eftir formlegu samþykki hreppsnefndar á deiliskipulagi við Koðralæk í landi Holtakota, áður en þeir leyfa byggingu sumarhúss þar. Hreppsráð telur að þar sem fyrir liggja samþykktir landeigenda á svæðinu um skipulagið og að þeir lofi að umferð verði óhindruð um vatnsbakkann sbr. bréf dags. 28. okt. 1997 og 14. jan. 1998 þá sé réttlætanlegt að víkja frá lögum og reglugerðum í þessu máli og samþykkja deiliskipulagið sem fyrir liggur. Varðandi bókun nr. 2 frá hreppsnefndarfundi þann 10. mars 1998 þá er ljóst að auglýsa þarf breytta landnotkun í Birkilundi ef tjaldsvæði yrði leyft. Hreppsráð leggur því til að Þóri verði boðið að byggja umrætt snyrtihús á tjaldsvæði hreppsins handan Skólavegar, gegnt Birkilundi. Oddvita falið að ganga frá málinu. Bréf Samb. ísl. sveitarf. dags. 1. aprfl 1998. Efni: Sameiginlegur lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga. Hreppsráð telur þetta eðlilega þróun og vísar málinu til afgreiðslu á næsta hreppsnefndarfundi. Hreppsnefndarfundur 21. apríl 1998. Hreppsreikningur Biskupstungnahrepps 1997. Ársreikningur Biskupstungnahrepps fyrir árið 1997 lá fyrir til síðari umræðu. Engar athugasemdir voru gerðar og var reikningurinn undirritaður af hreppsnefndarmönnum. Þriggja ára áætlun. Lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir tímabilið 1998-2001. Gert er ráð fyrir lækkun skulda úr 108,2 millj. 1997 í 80,3 millj. 2001. Áætlunin var samþykkt og undirrituð af hreppsnefndarmönnum. Opnunartími sundlaugar verði óbreyttur frá fyrra sumri, frá kl. 10 - 22 alla daga. Lögð voru fram drög að svarbréfi þar sem Dagsbrún og Framsókn er gert formlegt tilboð um makaskipti á landi. Lögð fram umræðutillaga að aðalskipulagi Laugaráss í Biskupstungum 1998-2010 ásamt greinargerð til kynningar. Bréf Skipulagsstofnunar 16. apríl 1998 þar sem veitt er heimild til að auglýsa deiliskipulag fyrir þjónustuhús við Gullfoss. Samþykkt að auglýsa deiliskipulagið. Deiliskipulag á Tjörn. Lagt fram deiliskipulag sumarhúsasvæðis í landi Tjarnar í Biskupstungum ásamt greinargerð. Samþ. að auglýsa skipulagið með fyrirvara Hársnyrtistofa Leifs Austurvegi 21 Selfossi, ^ mán.-miðv. 9-18,N Optð: fímmtud. 9-20, Opið: föstud.9-19, og laugard. 9-14. V______________ _____________J sími 482-1455 fax 482-2898 j Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.