Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 24
Prestur í Biskupstungum frh Við vígsluna urðu nokkur þáttaskil. Nú þóttist ég skyldugur að sinna Skálholti sem höfuðkirkju eins og Torfastöðum áður. Gamla kirkjan í Skálholti var rifin nokkru áður en nýja kirkjan var vígð. Hún var að vísu orðin gisin, en að öðru leyti ófúin og var í raun forngripur, því hún var yfir 100 ára gömul. En það var engin sókn sem vildi þiggja hana. Fjalir úr henni eru þó í Þjóðminjasafninu og hleri með grafskrift eftir Jón Vídalín og fleira í kjallara Skálholtskirkju. Sr. Gunnar Jóhannesson, prófastur í Skarði, kom til að flytja afhelgunarmessu, þegar gamla kirkjan var færð af grunninum. Þannig vildi þó til, að ég varð að messa þar eina messu eftir afhelgunarmessuna og þegar ég snéri mér frá altari að messu lokinni, staukst dúkurinn af gamla altarinu niður í gólf. Það hefur ekki komið fyrir mig, hvorki fyrr né síðar og tók ég það sem tákn um, að þar yrði ekki messað framar. Altarið var síðan flutt í stofu í Biskupshúsinu og orgelið danska, sem síðar var sett upp í Skálholtskirkjunni nýju, var í kössum sitt hvorum megin við altarið. Nokkru síðar gerði Guðjón Amgrímsson, sem var umsjónamaður með kirkjubyggingunni, kapellu í kjallara biskupshússins og byggði þar eftirlíkingu af altarinu og grátur fyrir framan það. Skálholtssókn var þá ung byggð, margt af bömum, og sátu bömin þá stundum á grátunum undir messunum. Þetta voru mjög frjálslegar messur og skemmtilegar. Knútur læknir var organisti og kona hans Hulda söng. Þá var kirkjusókn góð í Skálholtssókn og einnig framanaf eftir að nýja kirkjan kom. Sumarbúðir voru þá starfræktar í Skálholti og barnaheimili í Laugarási og voru bamamessur á hverjum sunnudegi. Eru margar skemmtilegar minningar um þær athafnir. biskupshúsinu varð almenningur, enda eina móttökuhúsið í Skálholti annað en kirkjan, og Anna hafði í nógu að snúast. Það vora miklar gestakomur og mikið af tíma okkar fór í að vaka yfir kirkjunni og leiðbeina ferðafólki. Leiðsögumannastéttin var ekki til að neinu marki á þeim tíma og stórir hópar komu leiðsögulausir. Það voru heldur engir kirkjuverðir fyrstu árin og það þótti sjálfsagt að presturinn væri leiðsögumaður. En þetta var okkur ekki bara raun, því veröldin stækkaði mikið. Róbert Abraham var fyrsti vorboðinn og eftir fylgdi ný menningaralda, sem flæddi hér yfir staðinn. Það var ómetanlegt að kynnast öllu þessu fólki. Hér hefur verið og er unnið hugsjónastarf, sem kemur til vegna frægðar staðarins, helgi hans og þessa einstæða húss. Ber þar hæst sumartónleikana, sem Helga Ingólfsdóttir hefur staðið fyrir um árabil. Þegar hún byrjaði sumartónleikahald hér, tíðkaðist ekki tónleikahald á Islandi á sumrin. Nú hefur það fest sig í Helga Ingólfsdóttir ásamt samstarfsfólki á sumartónleikum í Skálholti. Sr. Guðmundur talar yfir ferðafólki í Skálholtskirkju. Nýja kirkjan var strax yndisleg og sannaði við vígsluna, hvílík gersemi hún er. Fyrir Guðs mildi vil ég segja, því menn höfðu þá lítið vit á hljómburði. Ég tel að ekki sé hægt að finna betra sönghús hér á landi. Verkahringurinn hjá mér breyttist mikið við flutninginn í Skálholt og heimilið líka. Heimili okkar í sessi og þykir sjálfsagt mál víðast hvar á landinu. Tónlistarmenn hafa þar fengið aukinn starfa. L.-fí: Hvernig er að vera laus eftir þessa löngu bindingu ? Sr. Guðmundur sýnir blaðamanni forkunnarfagra silfurslegna svipu, sem prestar í prófastsdæminu gáfu honum við starfslok sem prófasti í Amesprófastsdæmi: Ætli menn reikni ekki með, að nú hafi ég nógan tíma til að ríða út! Ég er þakklátur fyrir þá starfsævi, sem ég hef átt hér í Biskupstungum, og þegar ég lít yfir farinn veg, er ég sáttur við, að ég er enn við sama heygarðshomið. Mér finnst ég hafa enn sama erindi að flytja og í byrjun ferils míns. Ég er líka feginn því, að mér finnst ég ekki þurfa að taka neitt til baka af þvf sem ég hef sagt. Ég er enn í tengslum við KFUM og Samband íslenskra kristniboðsfélaga og sinni verkefnum fyrir þá aðila, svo mér leiðist ekki. Ég vil gjarnan að það komi fram gagnvart fólkinu hér, að það voru dálítil átök, og ytra og innra stríð, þegar Skálholt var endurreist og ekki sársaukalaust. Kirkjan var ekki eign heimafólks, húsbóndavaldið var fyrir Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.