Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 29
Líklega hefur verið farin önnur ferð með ær að Loftsstöðum seinna, ég man það ekki glöggt. Þessar aðgerðir bættu mjög úr með pláss í fjárhúsunum í bili og nokkru seinna skrifaði pabbi Helga Guðnasyni, bónda í Haga í Grímsnesi, til að leita fyrir sér með beitaraðstöðu. Helgi brást vel við þessu og kom upp eftir þegar honum þótti vera kominn nægur sauðgróður f sínu landi, líklega um 25. maí. Léðu þeir feðgar okkur land fyrir meiri hlutann af ánum og fluttum við þær út eftir á traktorsvögnum og jeppakerru. Þar í Haga gekk maður undir manns hönd að greiða fyrir okkur á allan hátt. Einnig tók Sveinn í Bræðratungu af okkur þó nokkrar ær og má segja það sama um alla fyrirgreiðslu þar. Geldkindumar voru fluttar að Bóli, en þá bjó Arnór bróðir minn þar. Einnig tók hann nokkra hesta. Hin hrossin fómm við með að Bryðjuholti, líka fáeinar kindur, sem seinna voru látnar út úr húsum en aðrar ær af ýmsum ástæðum. Þá vom aðeins örfár kindur eftir heima og voru þær í húsi mest allan júnímánuð. Nautgripum var gefið inni fram undir mánaðamót júní-júlí og var þá sameinast um að flytja flesta vetrunga af öskusvæðinu að Kolsholti í Flóa og vom þeir þar fram undir haust. Lfpp úr miðjum júní fórum við að athuga með afréttinn. Virtist hann vera öskulaus fyrir innan Hvítá og aðeins farinn að lifna gróður. Síðan komu nokkrir heitir dagar nálægt mánaðamótunum, svo ástand hans mátti heita gott á venjulegum rekstrartíma, í fyrstu viku júlí. Var því hafist handa með að rýja féð og flytja það til fjalls. Það var mikil vinna, en þá höfðum við fengið aukinn mannskap og allir voru tilbúnir að rétta okkur hjálparhönd. Flutt var á bíium frá Loftsstöðum og Haga inn að Hvítárbrú, sem þá var ekki fær stærri bílum, og rákum við gangandi inn á Svartártorfur. Eitthvað vorum við í tjaldi við Hvítárbrú og biðum eftir næsta bíl. Var það í samvinnu við nágrannana, en frá Bóli, Bræðratungu, Hvítárbakka og Bryðjuholti var okkar fé rekið á fjall með heimafé. Gráblesótt ær var til héma þetta vor og tvær dætur hennar veturgamlar, flekkóttar. Þær lentu sín á hverjum staðnum. Ærin missti júgrið og varð lamblaus. Hún fór á fjall héðan að heiman. Önnur veturgamla gimbrin var með lambi og var rekin á fjall frá Hvítárbakka, en hin var geld og var rekin með Bólsfénu. Þær sáust allar saman inn við Þverbrekknamúla um haustið, þegar smalað var, og fylgdust að þegar rekið var inn í almenninginn í réttunum. Segja mátti að þetta brask tækist allt vonum framar, sára fáar kindur fómst og voru heimtur mjög góðar um haustið. Töluverða fyrirgreiðslu fengum við af opinberu fé, til að standa straum af útlögðum kostnaði við flutninga og fyrir hagabeit og nokkuð af áburði til þeirra sem léðu okkur beitiland. Einnig man ég að við fórum nokkrir bændur einn dag að dreifa áburði með höndum, hér á framafréttinn, til að bæta gróðrinum að nokkru leyti öskuskemmdimar. þá fengu þeir og fjárstyrk sem þurftu að kaupa hey og aðstoð við útvegun á því, ef með þurfti. Skaðabætur fengu þeir sem misstu fé að einhverju ráði. Nokkuð af fé og hrossum var aldrei tekið alveg í hús, eða flutt burt af svæðinu. Var svo með fénað Einars Guðmundssonar í Brattholti og hluta af fé Kristjáns Guðnasonar á Gýgjarhóli og á nokkrum fleiri bæjum. Megnið af því komst nú sæmilega af og mun það hafa verið skár sett á grösugu og kostamiklu beitilandi. Þá virtust hinar miklu rigningar skola burt eiturefnunum úr jarðveginum. Töluvert var hlynnt að skepnum með lyfjagjöf og átti það einnig við um kýmar sem inni stóðu. Askan barst alls staðar inn, með vindi, skófatnaði og öðm sem maður flutti með sér. Eitt smá atvik varð minnisstætt, jafnvel bömum, þegar Brattholtshestamir komu, skelfing dapurlegir, í einni lest. Þeir voru fimm eða sex. Gamli klárinn rölti á undan og stansaði við hestasteininn, þar sem hann fékk stundum heytuggu þegar Einar kom með mjólkina. Fengu þau nú að sjálfsögðu einhvern beina þar. Um fjárflutningana frá öðrum bæjum veit ég nú ekki, nema að nokkrum hluta. Fé Lýðs Sæmundssonar á Gýgjarhóli var flutt að Eiríksbakka. Frá Kristjáni á Gýgjarhóli fór fé að Efstadal og að Bjamastöðum í Grímsnesi. Frá Kjamholtum var flutt í Skálholtstungu, einnig frá Einholti, en þó eitthvað þaðan niður í Flóa. Hross frá Einholti vom rekin að Bræðratungu. Þá tóku Miklholtsbændur eitthvað töluvert af hrossum í hagagöngu. Ég held að þetta hafi gengið það líkt til á öðrum bæjum, að þessi minningabrot mín ættu að gefa nokkra hugmynd um þann vanda sem við var að etja öskuvorið og hvemig við því var brugðist. Skrifað á Góu 1998. Jón Karlsson, Gýgjarhólskoti. Litli - Bergþór 29

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.