Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.07.1998, Blaðsíða 28
Oskuvorið Vorið 1970 hófst eldgos í Heklu hinn 5. maí með öskufalli, eins og títt er um Heklugos. Lagði mökkinn í norð-vestur, yfir ofanverða Hreppa og Biskupstungur og náði hér frá Bláfelli og allt suð-vestur yfir Bjamarfell og var um 1 cm á þykkt um mikinn hluta geirans. Menn vom strax hræddir um að askan væri eitruð, samkvæmt fyrri reynslu af Heklugosum. Var það fljótlega staðfest með efnagreiningum, enda sá á skepnum að þær urðu lasnar og misstu lyst, hvað lítið sem þær reyndu að kroppa strá sem upp úr stóðu, einkum þegar fór að örla fyrir nýgræðingi. Nú fór sauðburður í hönd og á þeim árum voru æmar yfirleitt látnar bera úti. Var því lítill útbúnaður til að annast um þær innanhúss, vantaði milligrindur og þó einkum húspláss. Við í Gýgjarhólskoti áttum þá allmargt fé, um 300 ær og 60 gemlinga, auk nokkurra hrúta. Hins vegar áttum við mikil hey, höfðum þá ræktað allstórt tún austur á melunum og höfðu safnast upp nokkrar fymingar, sem nú komu sér vel, en aftur á móti var minna upp á að hlaupa með pláss fyrir lambær í hlöðunum fyrir bragðið. Sauðburður hófst snemma hjá okkur. Tólf gemlingar báru fyrir mál og hafði mér orðið á að setja á kollóttan hrút sem gimbur, auk þess hleypt fyrr til ánna en flestir aðrir, sjálfsagt af bjartsýni vegna heybirgða. P • * f' T I Kjalhrauni. Rauðkollur, Þjófadalsjjöll og Oddnýjarhnjúkur í baksýn. Nú var farið að smíða milligrindur og útbúa aðstöðu fyrir lambær, hvar sem við varð komið. Gýgjarhólsmenn áttu timburdrasl, rifrildi úr gömlu húsi, og fékk ég að ganga í því eftir þörfum. Feiknarleg vinna var að sjá öllum lambánum fyrir fóðri og vatni. Var mikill hörgull á vatnsílátum og gripið til ýmissa ráða, svo sem að logskera í sundur olíutunnur, líka voru gripnar gólffötur og þvottabalar, ef í það náðist. Mikil bót var í máli að við höfðum lagt vatnsleiðslu í aðal fjárhúsið sumarið áður. Kona mín, Ragnhildur Magnúsdóttir frá Bryðjuholti, var vakin og sofin yfir fénu. Alltaf þrengdist í húsunum og var bagalega dimmt í stíunum til að fylgjast með hvað lömbunum leið, því oftast var dimmviðri. Faðir minn, Karl Jónsson, var kominn vel á sjötugsaldur og mjög tekinn að lýjast. Hann var ekki alltaf mjög bjartsýnn þetta vor, en þó var honum mikil geðhjálp að vita að nóg var til af heyjum. Notuðum við óspart verstu heyin til að bera undir ærnar, því fljótt var að blotna í fjárhúskrónum. Karl, sonur okkar, var þá á tíunda ári og hjálpaði hann til eftir fremsta megni og þegar skólar hættu, seinni partinn í maí, fengum við unglinga, sem voru hér á sumrin og léttist þá róðurinn. Þegar leið á maímánuð var farið að leita fyrir sér með að koma fénaði á haga þar sem ekki var mengun af ösku. Tíð var mjög óhagstæð, sífelldar kalsarigningar og slydda á milli svo vorgróður þróaðist seint. Á snögglendi náði sér varla nokkurt strá upp úr öskunni. Einnig olli það miklum erfiðleikum að jarðklaki var mjög mikill eftir snjóléttan og frostharðan vetur. Vegir allir fóru mjög illa í þessari miklu úrkomutíð og vegavinnumenn voru í verkfalli svo ekkert var sinnt um viðgerðir. Hins vegar voru menn mjög hjálpsamir og fómfúsir að leysa úr þessum vanda. Ingvar Jóhannsson, bóndi á Hvítárbakka, sótti gemlingana sem bám fyrir mál og sá þeim farborða fram úr. Hörður, sonur Ingvars og mágur minn, útvegaði okkur landskika niður á Stokkseyri fyrir nokkrar ær, að Loftsstöðum, og fékk vini sína með sér til að laga girðingu kring um hann. þegar elstu lömbin voru svona viku til hálfs mánaðar gömul, fluttum við þangað 50 - 60 ær. Þá tókst Bjöm í Uthlíð á hendur að flytja ærnar niður eftir og varð það heldur slarksöm ferð. Hann var með kerru aftan í bflnum, sem lömbin voru látin í, en æmar á bflpallinn. Rok var og slagveður þennan dag. Var fyrst töluvert verk að tína saman æmar sem fyrst höfðu borið, úr sitt hverjum kofanum. Svo var alltaf spuming hvort slarkaðist yfir þetta og þetta hvarfið. Tengingin á kerrunni var eitthvað ófullkomin og brotnaði í einu hvarfinu. Eftir það hékk hún á svemm kaðalspotta og slingraði nokkuð, eins og vegurinn var. Þetta hafðist nú samt og aldrei æðraðist Björn. Þegar niður að Loftsstöðum kom, skánaði veðrið þó kalt væri, gekk á með smá éljum. Slepptum við fénu þar í mýrarjaðar, sem var orðinn sæmilega gróinn. Heimferðin gekk vel og kom þá í ljós að við höfðum alltaf tekið lakari kostinn, þar sem um fleiri en eina leið var að velja. Jón Karlsson, greinarhöjundur í essinu sínu. Litli - Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.