Litli Bergþór - 01.04.1999, Qupperneq 4

Litli Bergþór - 01.04.1999, Qupperneq 4
Formannsspjall Þar sem þessi pistill erfastur liður í Litla-Bergþóri er ég semformaður Ungmennafélagsins tilneyddur að skrifa nokkrar línur þó pennafœrni sé ekki mín sterkasta hlið. Það er álit mitt að hér eigi að skrifa um það sem við stefnum að og þá væntanleg markmið með starfinu íframtíðinni. Ætla ég að nefna nokkra punkta þessu að lútandi. íþróttir Það hefur ekki farið framhjá neinum opnun og nýting nýs íþróttahúss í Reykholti. Vil ég óska öllum Biskupstungnamönnum til hamingju með frábœrt hús sem gerir alla íþróttastarfsemi auðveldari. Einnig gefur það mikla möguleika, ekki síst til að auka fjölbreytnina á íþróttagreinum sem hœgt er að iðka fyrir fleiri og breiðari aldurshóp. Nú, á ári aldraðra, œttum við að huga að því hvað er hœgt að gera fyrirþann aldurshóp. Þá á ég við í sambandi við íþróttir og eða aðra líkamsþjálfun, en kannski einnig hvað elsti aldurs hópurinn getur gertfyrir okkur hin. Því öll getum við lœrt afhvert öðru. I vetur hafa verið troðin skíðaspor í Haukadalsskógi og verður því haldið áfram meðan snjór leyfir. Skíðaíþróttin hefur ekki verið stór þáttur hér á okkar svœði en þó er óvíðafegurra útivistarsvœði en í Haukadal. Einnig er þetta íþróttfyrir unga sem aldna. Þar sem útivist og holl hreyfing fara saman ífallegu umhverfi hvet ég ykkur Tungnamenn að nýta ykkur þetta í auknu mæli. Einnig vil ég hvetja ykkur foreldrar, forráðarmenn og aðra áhugasama um að kynna ykkurþað sem veríð er að gera í íþróttamiðstöðinni og verið óhrœdd við að spyrja þá sem sjá um einstakar uppákomur og œfingar um það sem þið viljið vita. Nú hafa hafist œfingar á íþróttum sem ekki hafa verið stundaðar liér áður s.s. Jiu - Jitsu sjálfsvarnaríþróttin og fleira. Einnig vœri ágœtt að heyrafrá ykkur hvort það vœri eitthvað sem þið vilduð stunda en ekki er boðið uppá. Skógrækt Skógrœkt höfum við stundað í Ungmennafélaginu langa tíð og vonandi verður svo áfram. Nú höfum viðfengið stóran ogfallegan reit afhentan afSigurði Þorsteinssyni á Heiði. Vœri það vel effélagar gœtu rœktað þar myndarlegan skóg á komandi árum og áratugum. Það hefur ekkifarið mikiðfyrir skógrœktardeildinni á síðustu árum en það hafa margir rœtt við mig um störfhennar og framtíðarmarkmið. Því vil ég hvetja ykkur sem áhuga hafið á skógrœkt og málefnum skógrœktardeildar að sýna áhuga í verki og efla þessa deild okkar með ykkar framlagi. Því fleiri sem deila verkunum því auðveldari verða þau og þetta á við um alla starfsemi félagsins. Hérnafyrr í pistlinum nefndi ég Haukadalsskóginn, fegurð hans og notagildi. Það vœri ánœgjulegt efvið gœtum komið uppfieiri slíkum perlum hér í sveit með jafn gott og mikið útivistargildi. En það er ekki nóg bara að pota niður hríslum á víð og dreif, það þarfað hlúa að skóginum. A ég þar við grisjun, klippafrá kjarrið þar sem þess erþörf, og áburðargjöf. Við viljum geta notið skógarins með því að ganga um hann hvort heldur er á skíðum eða tveim jafnfljótum, geta sest niður í rjóðri ein eða með fleirum og séð gróðurinn dafna. Félagsmál Félagsstaifsemi, eins og Ungmennafélagið er með, gengur ekki án fjármagns það vita allir. En hvaðan á fjármagnið að koma? Argjaldið, sem er nú ekki há upphœð, œtti hverfélagi að eiga auðvelt með að greiða. Hvet ég ykkur, sem viljið okkur vel og eruð félagar, að gera skil á árgjaldinu og einnig eldri skuldum. Það er okkur mikilvœgt að þetta skili sér inn svo að hœgt sé að sinna þeim verkefnum sem þið viljið að félagið sinni. Einnig vil ég minna á getraunanúmer félagsins sem er 803. Hvet ég fótbolta og getspekinga að nota það þegar spilað er í 1 X 2 því þar með fer hluti afverði seðilsins beint til félagsins. Jœja, þá hef ég komið inná það helsta sem mér liggur á hjarta þetta skiptið. Er það von mín að umrœðan um félags-, íþrótta- og áhugamál mœtti halda áfram og vera opin, almenn og jákvœð. Þvíþað er keppikefli okkar að sem flestir (helst allir) finni eitthvað við sitt hœfi innan okkar félags og þvíþurfum við að heyra frá ykkur hvað þið viljið. Magnús Asbjörnsson Skíðaganga í Haukadal. Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.