Litli Bergþór - 01.04.1999, Qupperneq 8
Hreppsnefndarfréttir
rauntölum frá 1998 og eru því notaðar rauntölurtölur frá
1997 og áætlun ársins 1998, munu þær fylgja með í
gögnum til hreppsnefndar. Einnig hefur sveitarstjóri
stuðst við þær tölur sem fyrir liggja vegna fyrstu 10
mánaða ársins 1998. Unnið verður að því að ljúka
uppgjöri vegna síðasta árs eins fljótt og kostur er, en þó
má áætla að síðari umræða fjárhagsáætlunar
hreppsnefndar í febrúar þyrfti að verða um tveim vikum
síðar en áætlað er eða um 23. febrúar svo vel fari.
1. fundur hreppsnefndar 19. janúar 1999.
Kynning á lokaskýrslu Geysisnefndar, Gísli
Einarsson kynnir. Gísli las erindisbréf nefndar sem felur
í sér friðun á Geysi og umhverfi hans.
Fundir nefndarinnar voru haldnir bæði í Reykjavík
og við Geysi. Lagt er til af nefndinni að ríkið kaupi
eignarhluta landeiganda og einnig að íbúðareigendum við
Geysi og bæir í nágrenni svæðisins fái tryggt heitt vatn til
afnota. Fjármagn til þess að gera grunnrannsóknir vegna
hitaveitu verða 2-3 milljónir króna. Einnig er lagt til að
votlendi svæðisins verði friðað. Nefndin leggur til
gjaldtöku af svæðinu til að fjármagna framkvæmdir og
viðhald svæðisins. Nefndin hefur nú skilað af sér til
ráðherra og framkvæmdaþáttur á niðurstöðu nefndarinnar
er því hjá honum.
Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps vill í framhaldi af
þessu senda Umhverfismálaráðherra eftirfarandi bókun:
Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps
fagnar þeirri vinnu sem ráðherra hefur
lagt í vinnu að framtíðarskipulagi fyrir
Geysissvæðið, Biskupstungnahreppi.
Það er eindregin ósk hreppsnefndar að
áframhaldandi vinnu samkvæmt
niðurstöðu nefndarinnar verði haldið áfram.
Ársyfirlit ferðamálafulltrúa fyrir 1998 kynnt
af ferðamálafulltrúa uppsveita Árnessýslu,
Ásborgu Arnþórsdóttur. Unnið er eftir
stefnumótunarvinnu sem gerð var af
verkefnastjórn í ferðaþjónustu uppsveitanna.
Veikasti hluti ferðaþjónustunar á svæðinu er
markaðssetning og því nauðsynlegt að styrkja
þann þátt. Einnig þarf að auka menningarþáttinn
og tengja áhugaverða staði betur saman með gagnkvæmri
kynningu.
Fjárhagsáætlun Biskupstungnahrepps fyrir árið
1999 kynnt. Formaður hreppsráðs Margeir Ingólfsson og
sveitarstjóri Ragnar Sær Ragnarsson kynntu drög að
fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Fram kom að skatttekjur
eru áætlaðar 96.385.000. Rekstur málaflokka kr.
72.913.000,-, afborgun lána, vextir og verðbætur
19.471.000,-. Rekstrarafgangur til framkvæmda verður
kr. 4.130.000,-.
Skipulagsmál
a) Lokadrög að deiliskipulagi fyrir Laugarás og
Reykholt.
b) Deiliskipulag á frístundabyggð í landi Miðhúsa
við Hrútá.
c) Deiliskipulag á frístundabyggð í Holti í landi
Neðra-Dals ehf
Litli - Bergþór 8 -------------------------
d) Deiliskipulag á frístundabyggð „Að Koðralæk“í
landi Holtakota.
Deiliskipulag á íbúðarhúsabyggð, sumarhús og
hesthúsum í landi Stóra- Fljóts. Geirharður Þorsteinsson
kom á fundinn og sagði frá hugmundum sínum um að
byggja upp sumarhús auk íbúðarhúsa á landsvæði sem
hann á í Reykholti. Sveinn sagði frá hugmyndum
vinnuhóps í skipulagsmálum og túlkun sinni um að
Reykholt verði þéttbýli og þar verði ekki sumarhús.
Hreppsnefnd hafnar ofangreindri tillögu að skipulagi og
samþykkir að þarna verði eingöngu íbúðabyggð, eins og
núverandi skipulag gerir ráð fyrir.
Hreppsráðsfundur 16. febrúar 1999.
Bréf frá stjórn Hitaveitu Reykholts, um samstarf
eða sameiningu við hitaveitu Laugaráss. Hreppsráð
fagnar framkomnu bréfi og telur að ráða þurfi ráðgjafa til
að meta hagræði þess að sameina hitaveiturnar.
Sveitarstjóri sjái um að boða stjórnir hitaveitnanna og að
fylgja eftir framgangi málsins.
Erindi Hrossaræktarfélags Biskupstungna um að
nýta Hólahaga undir hóflega beit fyrir hross og halda
stóðréttir í Tungnaréttum í september ár hvert.
Hreppsráði líst vel á hugmyndina en telur rétt að rætt sé
við fjallskilanefnd og Landgræðslu ríkisins um afnot
Hólahaga fyrir takmarkaðan fjölda hrossa.
Bréf frá Skipulagsstofnun vegna rafstöðvar í landi
Brekku, vegna Hrútár. Náttúruvernd Rrkisins hefur sent
frá sér athugasemd. Hreppsráð vísar erindinu til
afgreiðslu hreppsnefndar.
Aðgengi að Hvítá í Biskupstungum vegna raft-
siglinga. Hreppsráð fagnar öllum nýjum verkefnum í
ferðaþjónustu. Hreppsráð vill ítreka að við allar
framkvæmdir á svæðinu þarf að fara eftir ákvæðum
byggingar-og skipulagsmála.
Erindi frá Margréti Baldursdóttur og Sigurlaugu
Angatýsdóttur um að huga að eflingu félagsstarfs
aldraðra. Hreppsráð leggur til í tilefni af ári aldraðra að
styrkja félagsstarf eldriborgara um krónur 100.000.
Fjármagninu verði ráðstafað í samráði við Félag eldri
borgara. Hreppsráð bendir á möguleika á að nýta
Iþróttamiðstöð Biskupstungna. íbúum sveitarfélagsins
67 ára og eldri er einnig heimilt að nýta sundlaugina
okkar án endurgjalds.
Bent er á bréf frá íþróttasambandi Islands, ISÍ um
mikilvægi íþrótta fyrir aldraða.
Tveir fundir voru haldnir um skipulagsmál 4.
febrúar s.l. í Reykholti og Laugarási. Almenn ánægja
með skipulagsdrögin sem verða nánar kynnt á
hreppsnefndarfundi áður en þau verða auglýst. Einu
athugasemdimar sem fram hafa komið eru vegna
tjaldstæða.
Beiðni Skógræktar Ríkisins um fjárstuðning við
minnisvarða um Hákon Bjarnason fyrrverandi
skógræktarstjóra. Minnisvarðinn á að vera í
skógræktinni í Haukadal. Hreppsráð lýsir yfir ánægju
með uppbyggingu skógræktar í Haukadal og samþykkir
40.000. króna framlag vegna þessa verkefnis.