Litli Bergþór - 01.04.1999, Side 12

Litli Bergþór - 01.04.1999, Side 12
D anmerkurferð Nemendur 9. og 10. bekkjar Reykholtsskóla í Biskupstungum fóru til Holbæk í Danmörku dagana 2.-13. des 1998. Þessi ferð var farin í tengslum við nemendasamskipti sem hófust fyrr á árinu. Danirnir heimsóttu okkur í Reykholtsskóla í haust dagana 6.-14. september. Óhætt er að fullyrða að ferðin var mjög vandlega skipulögð og undirbúin bæði hér heima fyrir og í Danmörku. Höfðu gestgjafar okkai' þar ytra samband við okkur meðan á undirbúninginum stóð. Var undirbúningur okkar hér í því fólginn að lesa efni sem okkur var sent frá Danmörku um sitthvað sem við áttum að sjá fyrir okkur þar, og móta þannig jákvætt hugarfar nemendanna til þeirra verkefna sem framundan voru. Skólastjóri og tveir foreldrar önnuðust fararstjórn en nemendumir sem þátt tóku í ferðinni voru 15 að tölu eftir að einn hafði forfallast vegna slyss. Þegar lagt var af stað höfðu allir þann góða ásetning að láta allt ganga sem best frá upphafi ferðar. Tekið var á móti okkur á flugvellinum og séð um ferðir okkar af gestgjöfunum þangað til haldið var heim. Einn kennaranna við Stenhus Kostskole var með okkur allan tímann. Hún heitir Birgitte Steen og konr hún með nemendum sínum hingað í september. Birgitte kennir tungumál, trúarbragðafræði og sögu í skóla sínum og veittist henni létt að gæða sögustaðina lífi þannig að börnin höfðu gagn og gaman af. Hver dagur hafði skipulagða dagskrá frá því kl. 7 að morgni og fram að háttatíma. Bjuggu íslensku nemendurnir á heimilum nemenda í Steenhus Kostskole. Tímanum var varið til skólagöngu, skoðunarferða, ferðalaga og gönguferða en inn á milli voru frjálsar stundir og ráð fyrir því gert að nemendurnir hefðu tóm til að skrá niður og vinna úr verkefnum sem fyrir lá að gera hvern dag í ferðinni. Steenhus Kostskole í Holbæk er gamalgróin stofnun, sem í fyrstunnr var heimavistarskóli fyrir drengi en síðar fyrir bæði kyn. Er þetta einkarekinn skóli. í dag starfar hann bæði sem heimavistarskóli fyrir þá sem þess óska en mikill meirihluti nemenda nú fer heim daglega. Þarna er frekar gróinn kennarahópur og reglur fast mótaðar. Kennslan og árangur hennar er aðalatriðið, enda eru greidd skólagjöld af foreldrum eða forráðamönnum barnanna sem þarna dvelja. Næsti byggðakjarni við Holbæk er Hróarskelda og þar var dvalið heilan dag undir góðri leiðsögn. Sögukennari skólans tók á móti okkur við dómkirkjuna og greindi þar vel frá sögu hennar og uppbyggingu og því sem tengist þessum merka sögustað í þúsund ár. I Hróarskeldu er víkingasafn og eyddum við mestum tíma þar í samræmi við yfirskrift ferðarinnar. Þar fengum við vandaða leiðsögn og sáum meðal annars uppbúið skip víkinga og útlistanir á því hvernig komið var fyrir flutning eins og vistum og jafnvel húsdýrum og hvernig daglegu lífi víkinganna var háttað eftir því sem vitað er. Allt var þetta auðvitað mikil upplifun fyrir nemendurna því að þeir hafa ekki fyiT fengið tækifæri til að sjá neitt sem kemst í líkingu við þetta til útskýringar á lífi og menningu víkinga. Einnig opnaði þetta vitund þeirra um að heimur víkingamenningarinnar er víðari en íslendingar gjaman ímynda sér því að okkur hættir til að tengja víkinga fyrst og fremst við Noreg. 1 Odense skoðuðum við H.C. Andersen safnið og járnbrautasafnið. I því sambandi má til gamans geta þess að gestgjöfum okkar hafði ekki dottið í hug að láta okkur ferðast með lest. Ur því var bætt og var það í fyrsta skipti sem flest börnin komu í slrkt farartæki. A Sjálandi sáum við Louisiana-safnið þar sem uppi var nýlistasýning listamannsins Miro. í Rosenborgarhöll sáum við krúnudjásnin og m.a. kórónur þeirra Kristjáns 4. og Kristjáns 5. sem svo mjög komu við sögu Islendinga eftir siðaskiptin og raunar gafst þar gott tækifæri til að minna á samband landanna á yfirráðatíma Dana hér. I Tuse kirkju í næsta nágrenni Holbæk voru sýnd og skýrð kalkmálverkin frá miðöldum sem Danir eiga svo mikið af en sú kirkja er frá 12 öld. Einn daginn var farið yfir Stórabeltisbrúna og í þeirri ferð var lögð sérstök áhersla á að útskýra landafræði Danmerkur og það hvernig þessi brú og bættar samgöngur innan Danmerkur skipta nriklu máli í að halda saman þeirri þjóðlegu menningarheild sem landið hefur verið. Þá var ferðinni heitið til Koldinghus þar sem við skoðuðum farandsýningu um uppgröftinn í Ingólfur, Daníel, Berglind, Ævar, Osk, Ivar, Rúnar, Stefán, Kristrún, Kristín, Svanhvít, Oskarf. aftan Eyrúnu, Elín, Guðný (f aftan E). Ása, Björt og Arndís. Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.