Litli Bergþór - 01.04.1999, Side 25
Frá íþróttadeild U.M.F.B.
Mikil gróska er í íþróttastarfinu um þessar mundir, að
sjálfsögðu, liggur manni við að segja, því það væri nú
lélegt ef ekki væri mikill og aukinn áhugi með þetta nýja,
glæsilega íþróttahús.
Iþróttadeildin stendur fyrir ýmis konar æfingum fyrir
börn og unglinga eins og venjulega.
Eins og við var að búast með auknum fjölda
íþróttagreina þá dettur niður áhugi á sumu þó hann rjúki
upp á öðru. Við þurftum að hætta með borðtennisæfingar
íþróttamenn ársins.
28. febr. var aðalfundur íþróttadeildar. í deildina
gengu 16 nýjir félagar. Kosið var í stjórn og 5 nefndir.
Formaður sundnefndar er Perla Smáradóttir,
knattspyrnunefndar er Axel Sæland,
körfuknattleiksnefndar er Guðrún Ólafsdóttir,
borðtennisnefndar er Þórður Halldórsson og formaður
Sigurlið Umf Bisk á borðtennismóti HSK í Reykholti í
lokfebrúar s.l.
vegna dræmrar þátttöku og var það ekki mjög
ánægjulegt, eftir að hafa fyrir örfáum árum, átt nokkra
landsliðsmenn og verið í fremstu röð innan HSK um
nokkurra ára skeið. Við urðum t.d. HSK meistarar núna
20. febr. sl. En þetta er gangurinn í þessu.
Mjög mikill áhugi er meðal yngri krakkanna á
frjálsum íþróttum. Þar eru 42 krakkar á æfingum a.m.l. úr
1.-7. bekk sem er gífurlega hátt hlutfall og af þeim 90
börnum sem eru í skólanum þá eru 83 í einhverjum
íþróttum og mörg í fleiri en einni grein.
Við erum einnig með eina æfingu á viku í badminton,
fótbolta og sundi. Og tvær æfingar á viku í körfubolta og
jiu-jitsu.
Nú nýlega skrifuðu forystumenn íþróttafélaga innan
HSK undir samning við frjálsíþróttaráð HSK, þar sem
við greiðum ákveðna upphæð
til ráðsins sem sér síðan um
frjálsíþróttaþjálfun 15-22ára
en á þeim aldri hafa
unglingarnir einmitt dottið út
af æfingunum. Þetta starf er
enn ómótað en vonandi getur
það orðið líka í formi aðstoðar
við æfingar þeirra yngri á
einhvern hátt. Eins og staðan
er í dag eigum við enga
krakka á þessum aldri sem
æfa frjálsar.
Asa hoifir á.
frjálsíþróttanefndar er Rut Guðmundsdóttir. Stjórn skipa;
Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir formaður, Matthildur
Róbertsdóttir gjaldkeri og Margrét Sverrisdóttir ritari, en
úr stjórn gengu Guðrún Sveinsdóttir gjaldkeri og Margrét
Bóasdóttir ritari.
A fundinum voru tilnefndir íþróttamenn ársins, og eru
þeir þessir: Körfuboltamaður er Rúnar Bjarnason,
borðtennismaður er Georg Hilmarsson, frjálsíþrótta,-
fótbolta og íþróttamaður ársins er Jóhann Pétur
Jensson, og sundmaður og íþróttakona ársins er Fríða
Helgadóttir.
Ef einhver hefur hug á að fræðast meira um starfið á
sl. ári er hægt að nálgast ársskýrslur hjá undirritaðri, það
eru nokkrar eftir.
Núna eftir áramótin hækkuðum við æfingagjöld
talsvert frá því sem verið hefur. Vonandi skilar það sér
áfram í íþróttastarfinu að því leiti að stjórn þurfi nú ekki
að eyða eins mikilli orku í fjáraflanir til að halda starfinu
gangandi heldur geti einbeitt sér að því að sjá betur um
íþróttastarfið sjálft.
Framundan er nú Þriggjafélagamótið
innanhúss, milli Umf. Laugdæla, Umf.
Bisk. og Umf. Hvatar en það er alltaf
haldið á Sumardaginn fyrsta, að þessu
sinni sjáum við um það. Okkur vantar oft
keppendur í „13-15 ára“ og „ 16 ára og
eldri“ flokkana. Ef einhver hefur áhuga þá
endilega hafðu samband!!! Það væri mjög
gaman ef við gætum unnið á þessu fyrsta
frjálsíþróttamóti í nýja húsinu.
Með íþróttakveðju, Sigríður J.
Sigurfinnsdóttir.
Litli - Bergþór 25