Litli Bergþór - 01.12.1999, Qupperneq 19

Litli Bergþór - 01.12.1999, Qupperneq 19
Öskar og Hildur á Brekku frh Það var kaupmaðurinn á horninu, sem sagði okkur frá því að jörðin Brekka væri til sölu. Aður var hann búinn að benda okkur á jörð upp í Borgarfirði og víðar. En þegar ég sá þessa jörð var ég strax ákveðinn, að hingað vildi ég fara. Ekki síst eftir að ég sá lækinn og rafstöðina. Seinna kom svo í ljós að þetta var kostajörð og auk þess ættaróðal! Árið áður hafði Kristinn á Brautarhóli boðið mér 2 ha meðfram brautinni og ómælt heitt vatn í Reykholti. En ég vildi ekki sjá það. Auðvitað hefði verið skynsamlegt að vera í vegasambandi og geta haft atvinnu af vörubílaakstri, en það var ekki spurt að því. Eins hafði Egill í Múla og Einar í Holtakotum boðið okkur land. En einhvernvegin kom það ekki til greina heldur. áður, 12 ára gamall, sumarið sem við vorum í tjaldi í Einholti. Faðir minn var þá beðinn að sækja bíl, sem var fastur eða bilaður í Andalæknum. Þá lá þjóðvegurinn að Geysi eftir Andalæknum, var keyrt eftir eyrunum og farið 18 sinnum yfir lækinn. Það var ekki óalgengt að bflar sætu þá fastir í læknum, enda gömlu fólksbflamir þá aðeins með eitt drif. Ég man að við komum yfir Tjamarheiði og að lækjarmótunum við Graflækinn. En þar var farið yfir Andalækinn. - Gamla brautin sést reyndar enn á Tjamarheiðinni, en það er önnur braut en sú sem núna er notuð. Sú nýrri var gerð fyrir okkur þegar við fórum að búa. Sveitin útvegaði ýtu, Skúli oddviti og Erlendur á Vatnsleysu völdu leiðina, enda Erlendur kunnugur, uppalinn hér á Brekku. - L-B: Hvemig leist þér á aðflytja hingað austur Hildur? Hildur: Mér fannst skrítið að Óskar skildi vilja búa í sveit. Spurði hver myndi svosum vilja fara með honum? En hann svaraði því til að hann hefði ekki áhyggjur af því, hann finndi bara einhverja á leiðinni austur. Og þá mnnu á mig tvær grímur! - Annað kom víst ekki til greina. - Ég vissi reyndar ekkert út í hvað ég var að fara. En það var ekki til siðs að velta sér upp úr því, þetta gerðist bara. Og ég man ekki eftir að mér fyndist það neitt sérstakt að það væri enginn vegur, ekkert vatnsfall brúað, enginn sími. Ljósi punkturinn var þó rafmagnið. Óskar: Við kaupum jörðina um veturinn '45-'46. En það kom samt ekki til greina að við færum austur nema við giftum okkur og það gerðum við 8. júní 1946. Pabbi var hinsvegar hér fyrir austan meira og minna um veturinn hjá Þórði, til að hjálpa honum að sinna um skepnur og vinna mjólkina, því hann var orðinn einn í kotinu. Og þá þurfti að vinna alla mjólk heima. Við Hildur vorum þá bæði í vinnu ennþá fyrir sunnan. Ég keyrði bílinn hans pabba og vann á honum hjá Reykjavíkurbæ og Hildur var í Hans Petersen. Svo þetta fyrsta vor komum við aðeins um helgar og fórum alltaf aftur í bæinn á sunnudagskvöldum. Ég man að Jón gamli í Stekkholti hafði af þessu miklar áhyggjur. „Þið megið ekki pína stúlkuna til þess að koma, ef hún er á móti því að fara í sveit“, sagði hann. Og hélt þá að það væri vegna þess að Hildur væri eitthvað treg, sem við stukkum alltaf í bæinn aftur! Hildur kom svo hingað alkomin viku á undan mér og var með pabba til að læra mjólkurvinnsluna. Hildur: Það var tekið alveg sérstaklega vel á móti okkur hér, þegar við komum í sveitina ung og fákunnandi. Fólk kom til að spyrja hvort við þyrftum ekki hjálp við að smala, rýja, farga o.s.frv. Jón í Stekkholti, Gísli gamli og Sigríður og Sigurður og Jónína í Uthlíð, Ingvar á Efri- Reykjum, hjónin í Múla og í Austurhlíð. Og ekki má gleyma hjónunum í Dalsmynni, við Guðrún urðum góðar vinkonur. Þetta fólk var allt af vilja gert að hjálpa okkur og kenna okkur. Ég hefði aldrei geta ímyndað mér jafn góðar móttökur fyrirfram. L-B: Hvað var bútið stórt sem þið tókuð við? Óskar: Við keyptum með jörðinni um 60 ær, 3-4 hross, 2 kýr og kvígu. Hildur: Jóhannes tengdafaðir minn kunni að mjólka, sem ekki var algengt af karlmönnum í þá daga. Og Óskar lærði að mjólka veturinn, sem hann var á Sámsstöðum. Sá þar um 19 mólkurkýr og eitt naut! Óskar: Já, ég tók þar á móti fyrsta 3/4 blóðs Galloway holdanautinu, en það er önnur saga. Eins og ég sagði, var engin mjólkursala fyrstu árin á Brekku, enda ófært á vetuma. Kóngsbrautin var niðurgrafin og fyllti af snjó á haustin. það þurfti því að vinna alla mjólk heima og bjuggum við til osta, skyr og smjör. Smjörið var sent suður til móður Hildar, sem seldi það í gegnum kunningsskap. Það vom gamlar vinkonur hennar, sem voru fastir viðskiptavinir, enda skömmtunarár og skortur á smjöri. Hildur: Það var mikill munur eftir að Óskar útbjó strokk, sem tengdur var rafmagni. Skilvindan var samt handsnúin áfram. En strokkunin gekk svo hratt, að það rétt náðist að þvo smjörið, áður en næsta færa var strokkuð. Það gekk vel. Óskar útbjó líka vélsög, sem tengd var rafmagni og komu nágrannamir oft til að saga. Og eins hlóðum við útvarpsrafgeyma fyrir nágrannana. Það var þannig aldrei einmannalegt hér. Ég man aðeins eftir einum vetri, að það kom enginn í 5 vikur vegna snjóalaga. Óskar: Í febrúar 1955 byrjaði ég að flytja mólk austur að Austurhlíð. Bmnaði á ís austur mýrar. En einu brúðkaupsdaginn 8. júní 1946. Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.