Litli Bergþór - 01.12.1999, Page 22

Litli Bergþór - 01.12.1999, Page 22
Oskar og Hildur á Brekku frh Við erum hér með lykla- og tauafhendingu. Við Fríða byrjuðum á því að þvo, en þvottavélin gafst upp, því handklæði eru mjög erfið í þvotti. Síðan höfum við sent tauið í þvottahús. 12-14 tíma á dag og fann ekki fyrir því. Hildur: Hann tekur inn 8 lyf og vítamín, og öll þessi lyf virðast halda honum í ótrúlega góðu jafnvægi. Mér finnst það hreint kraftaverk að hann, á 80. aldursári, skuli vera í jafn góðu formi og raun ber vitni. Hann er enn að rækta upp túnin, er með hross og fer á allar vélar ef vantar mann. En ég held að það sé lundernið, sem hjálpar honum mest. Hann hefur svo jafna lund. Hildur og Oskar með syni Maríu. Taliðfrá vinstri Oskar Kristinn (Addi), Arni Bœring, Hildur, Oskar og Guðmundur Pétur. L-B: Hvað með framtíðina? Oskar: Við spáum lítið í hana. Við lofum bara hvem dag að kveldi og erum þakklát fyrir hvern þann dag, sem við þurfum ekki að fara héðan. Því það get ég alls ekki hugsað mér. L-B: Er eitthvað, sem þið viljið segja að lokum? Hildur: Það verða nú 54 ár í vor síðan við komum hingað og lífið hefur farið vel nreð okkur. Það leist ekki öllum vel á það þegar við fluttum hingað austur, ein frænka Oskars sagði þegar við fórum: “O, þið tollið til haustsins En hún varð ekki sannspá! Okkur hefur aldrei leiðst hér. En nokkrum árum. mest virði eru þó þessir mikið góðu nágrannar sem við höfum haft í gegnum tíðina. Það er leitun að öðrum eins. Að svo mæltu þakkar blaðamaður Litla-Bergþórs fyrir skemmtilega kvöldstund og kveður þau Hildi og Oskar á Brekku. Börn og barnabörn Fríðu. Taliðfrá vinstri: Jói með Finn og Jón Oskar, Petra með Sigþór, Þuríður með Brynhildi Hrönn, Bergþór (sonur Petru), Hildur Ósk, Óli, Ása, Olga og Anna Margrét. Myndin er tekin stuttu áður en Petra dó en hún lést í bílslysi í sept. 1996. L-B: Ég man eftir að hafa hitt ykkur vestur á Isafirði fyrir um 20 árum, þar sem þú varst að vinna í fiski Óskar? • Oskar: Það mun hafa verið fyrir jólin 1975 eða '76, sem við fórum vestur og vorum fram að páskum árið eftir. Siggi og Fríða vora þá að flytja austur og buðust til að hirða um féð. Eg var þá slæmur af ofnæmi og það varð úr að við fórum vestur og vorum hjá Maríu, móðursystur Hildar þessa 4 mánuði. Ég fór þá að vinna í Norðurtanganum, þurfti að vakna á hverjum morgni kl. 5 og vann við að undirbúa fyrir fiskverkakonurnar, en það þurfti allt að vera tilbúið þegar þær komu kl. 7. Það var gaman að fylgjast með konunum og einhvemvegin minntu þær mig á kýrnar. Ein var mislynd, henti frá sér bökkunum og var eins og kýr sem rótar sér í heyi. Önnur var róleg og hændi að sér ungviði, hún minnt mig þá á aðra kú! Eftir dvölina vestra man ég að ég keypti mér tvo hnakka og „hobbý" hefilbekk og rennibekk. Reyndar hef ég ekki mikið notað rennibekkinn seinni árin, því það er alltaf svo mikið að gera! L-B: Þú þurftir að fara í erfiða aðgerð fyrir nokkrum árum Óskar. Hefurþú náð þér alveg eftir hana ? Oskar: Já, það var skipt um ósæðarloku í mér árið 1995, og ég finn ekki að mér líði neitt ver nú en þegar ég var 20-30 ára. Jafnvel stingur, sem ég var með í hægri fæti eftir fótbrot 1968, lagaðist eftir skurðaðgerðina! Ég fer í ómskoðun einu sinni á ári og læknirinn minn, Jón Högnason, lætur mjög vel af mér. Ég þoli auðvitað ekki erfiðisvinnu, en þegar verið var að leggja slitlag á veginn hér með Hlíðunum árið '97 vann ég á ýtu Litli - Bergþór 22 G.S.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.